Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 80
48 6. mars 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af Póstkortaár, sýning Veru Sölva- dóttur og Jarþrúðar Karlsdóttur í Þjóðmenningarhúsinu, verður tekin niður eftir helgi. Sýningin er samantekt á árslöngum gjörningi þeirra sem fólst í því að senda eitt póstkort á viku til ókunnugs viðtakanda úti í heimi. Kærleikurinn og vonin er ávallt til staðar í verkinu þar sem upprunalegt takmark listakvennanna var að gleðja fólk með óvæntum pósti. Sýning Hörpu Daggar Kjartansdóttur, Úr mynd, stendur nú yfir í Galleríi Crymo, Laugavegi 41a. Harpa vinnur verk sín með blandaðri tækni og í ólíka miðla. Undanfarin ár hefur Harpa einbeitt sér að gerð klippimynda og hefur þróað sína eigin tækni í vinnslu og framsetningu. Í verk- um hennar er efniviður- inn tekinn úr hefðbundnu samhengi og gefið nýtt hlutverk. Þannig verða til verk sem eru ljóðræn og ævintýra- leg. Á sýningunni má sjá myndir sem unnar eru á útflattar málning- ardósir, skúlptúra og innsetningu á efri hæð, sem nefnist Púls. Þetta er ljóðræn og súrreal- ísk innsetning þar sem unnið er með æðakerfi og óræða hringrás. Harpa útskrifaðist úr myndlistardeild Listahá- skóla Íslands árið 2007 og lauk kennsluréttind- um frá sama skóla vorið 2009. Hún hefur verið virk í listsköpun sinni og tekið þátt í fjölda sýninga víða um land og erlendis. Sýningin stendur til 17. mars. Ævintýraleg Harpa SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR Við myndir sínar úr geimnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LJÓSAFJÖLL Eitt af verkum Hörpu Daggar. Hönnunarhátíðin Hönnun- arMars fer fram í annað sinn dagana 18.-21. mars. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á íslenskum hönn- uðum. Aðalgestur hátíð- arinnar verður Banda- ríkjamaðurinn og grafíski hönnuðurinn David Carson. David Carson er best þekktur fyrir mikla nýbreytni og hug- myndaauðgi í hönnun tímarita sem og óvenjulegar útfærslur á leturgerðum og prentfrágangi. Hann er einn áhrifamesti graf- íski hönnuður tíunda áratugar- ins. Sérstaklega birtast áhrifin frá Carson í þeirri stefnu sem er nefnd grunge-tímabilið og hefur yfir sér einstakan listrænan blæ sem margir listamenn hafa sótt sér innblástur í. Þrátt fyrir óum- deilda hæfileika er Carson ekki menntaður í listgreinum. Hann er félagsfræðingur frá ríkisháskól- anum í San Francisco. Stíll Carsons er nýstárlegur, frjálslegur og án reglna og tak- markana. Frægastur er Carson fyrir útlit tímaritsins Ray Gun, en þar starfaði hann sem listrænn hönnuður. Þar kynnti hann til sög- unnar glænýja og framsækna sýn á blaðsíðuhönnun. Hann hefur einnig starfað fyrir risafyrirtæki á borð við Nike, Pepsi, MTV, Sony og Armani. David Carson hefur sjálfur ritað fjölda bóka um hönn- un. Bókina The End of Print ber hæst en hún var þýdd á fimm tungumál og seld um allan heim. Carson mun halda fyrirlestur á HönnunarMars en auk hans koma margir erlendir gestir og blaða- menn á hátíðina. Meðan á hátíð- inni stendur verður höfuðborg- in undirlögð af hönnun af hinum fjölbreytilegasta toga. Meira en 150 hönnunarviðburðir eru fyr- irhugaðir úti um alla borg. drgunni@frettabladid.is Grunge-gaur á HönnunarMars DAVID CARSON Nýstárleg hönnun hans var vinsæl og áberandi á 10. áratugnum. Kl. 20 á sunnudagskvöld Í tilefni af æskulýðsdegi Þjóðkirkj- unnar ætlar söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir og píanó- leikarinn Árni Heiðar Karlsson að halda hugljúfa djass- og blústón- leika í Akureyrarkirkju. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum til styrktar hjálparstarfi Rauða kross- ins í Chile. „Þetta er sölusýning. Ég sýni olíu- myndir, mest af landslagi. Bæði frá Santorini og Snæfellsnesi. Svo eru myndir sem ég mála eftir myndum af heimasíðu Nasa. Þær eru með mótífum utan úr geimn- um. Eiríkur Smith var hrifinn af þessum myndum og sagði að ég ætti að gera meira af þeim,“ segir Sigrún Sigurðardóttir, en sjöunda einkasýning hennar stendur nú yfir í Félagsmiðstöðinni að Hæð- argarði 31. Sigríður hefur menntað sig í málaralistinni í Myndlistarskóla Kópavogs og á ýmsum námskeið- um. Hún hefur tekið þátt í sam- sýningum en síðasta einkasýning- in hennar var í Eden í Hveragerði árið 2006. - drg Sigrún sýnir geiminn Dagskrá: Húsið opnað kl. 18.30 borðhald hefst kl. 19.00 • Hátíðarmatseðil • Blásarasveit FEB leikur • Kór FEB syngur, stjórnandi: Kristín Pjetursdóttir • Kvikmynda- og ljósmyndasýning úr félagsstarfi nu og ferðalögum innanlands og utan • Danssýning og almennur söngur • Sighvatur leikur fyrir dansi Verð aðeins kr. 5.500 miðapantanir á skrifstofu FEB s. 588-2111 fyrir 10. mars n.k. ÁRSHÁTÍÐ FÉLAGS ELDRI BORGARA Í REYKJAVÍK 13.MARS AÐ STANGARHYL 4 Óbó og slagverk „Á slóðum Xenakis“ nefnast tónleikar sem Eydís Franzdótt- ir óbóleikari og Frank Aarnink slagverksleikari halda á sunnu- daginn kl. 15.15 í Norræna hús- inu. Efnisskráin samanstendur af einleiks- og samleiksverkum fyrir óbó og slagverk. Ný verk eftir Þuríði Jónsdóttur og Atla Ingólfsson verða frumflutt, en einnig verða flutt verk eftir Riikka Talvitie, Simon Holt og Doina Rotaru. Að lokum verður flutt einleiksverkið Rebounds B, fyrir slagverk, eftir gríska snillinginn Xenakis. Miðaverð á tónleikana, sem er hluti af 15:15 seríu Norræna hússins, er 1.500 kr., en 750 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og nemendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.