Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 74
42 6. mars 2010 LAUGARDAGUR P aul Dano fæddist 19. júní 1984 í New York. Leiklistin átti fljótt hug hans allan og þegar hann var aðeins tólf ára lék hann í sínu fyrsta verki á Broad- way. Hann var sautján ára þegar hann lék í sinni fyrstu kvikmynd, L.I.E. Þar fór Brian Cox með aðal- hlutverkið og tókust þá með þeim góð kynni sem endurnýjuðust síðan í The Good Heart. Föðurímyndin Brian Cox „L.I.E. var fyrsta myndin sem ég lék í með Brian. Hann var þá hálfgerð föðurímynd bæði fyrir mig og persónuna í myndinni, enda var ég frekar ungur á þess- um tíma. En þegar kom að þess- ari mynd [The Good Heart] höfðu hlutirnir breyst dálítið. Ég er bara 25 ára en vonandi orðinn fullorð- inn. Fyrir vikið var vinátta mín og Brians dýpri og ég var meira á hans bylgjulengd sem manneskja,“ segir Dano á yfirvegaðan hátt. „Ég hafði séð honum bregða fyrir af og til í New York og mér líkar mjög vel við hann. Mér finnst hann frá- bær leikari og ég var virkilega spenntur fyrir því að geta unnið aftur með honum. Ég er líka orð- inn allt annar leikari núna, þannig að þetta var öðruvísi reynsla hvað það varðar.“ The Good Heart fjallar um hjartveikan bareiganda (Cox) sem tekur ungan heimilislausan mann (Dano) undir sinn verndarvæng með það að markmiði að hann taki við rekstri barsins. Dano hafði ekki séð verk leik- stjórans Dags Kára þegar hann fékk handritið sent til sín. „Ég las það og fannst það gott. Mér finnst sjónarhorn hans einstakt og stemningin í myndunum hans góð. Ég hef líka mjög gaman af flott- um barsenum,“ segir Dano, sem er ánægður með The Good Heart. „Mér fannst veröldin sem hann skapaði flott, mér fannst Brian Cox frábær og öndin líka og hund- urinn,“ segir hann og hlær. „Dagur semur líka tónlistina í myndinni og mér finnst hún hafa töluvert að segja varðandi stemninguna.“ Hæfileikaríkur Dagur Kári Dano hefur á ferli sínum unnið með mörgum af þekktustu leik- stjórum Hollywood. Hann starf- aði með Paul Thomas Anderson í There Will Be Blood, Ang Lee í Taking Woodstock og Spike Jonze í Where The Wild Things Are. Spurður hvort Dagur Kári eigi möguleika á að ná jafn langt og þeir segir Dano að Dagur sé þegar orðinn mjög góður leikstjóri. „Mér fannst Nói Albinói falleg mynd og ég fíla allt sem hann hefur gert. Ég vona að hann geti gert margar myndir til viðbótar. Það er gaman að fleiri raddir séu farnar að heyr- ast frá Íslandi sem eru að reyna fyrir sér utan landsteinanna og ég vona að hann geri aðra mynd sem allra fyrst,“ segir hann og getur vel hugsað sér að vinna aftur með íslenska leikstjóranum. Saknar Íslands Tökur á The Good Heart fóru fram bæði í New York og á Íslandi og dvaldi Dano í um tvo mánuði í Reykjavík. „Ég sakna Íslands. Ég átti góðan tíma þar. Þetta er falleg- ur staður og allir voru vingjarn- legir. Ég hlakka mikið til að fara þangað aftur,“ segir hann. „Ég eignaðist góða vini þar og ég hef bara góða hluti að segja um land og þjóð. Þetta var góður tími og um helgar gat ég ekið um og skoð- að marga fallega staði.“ Dano hefur gert töluvert af því að leika í smærri myndum á borð við The Good Heart. Hann segist fyrst og fremst horfa í gott hand- rit og persónusköpun þegar kemur að því að velja hlutverk, en ekki stærð myndarinnar. Hann hefur þó áhuga á að leika í vísindaskáld- sögumynd í framtíðinni. „Reynsla mín af Íslandi var einstök vegna þess að tökuliðið var svo lítið, en á góðan hátt. Fólkið var mjög duglegt og allir náðu vel saman. Þetta var frábrugðið því að leika í stórri mynd með mikið af fólki allt í kring.“ Hann er fúll yfir því að hafa ekki komist á frumsýn- ingu The Good Heart í Reykjavík vegna mikilla anna. „Ég verð bara að reyna að koma einhvern tímann seinna á þessu ári.“ Tom Cruise er duglegur Dano er upptekinn um þessar mundir enda ung og upprennandi kvikmyndastjarna. Fjórar myndir eru væntanlegar með honum, þar á meðal Knight and Day, þar sem hann leikur á móti Tom Cruise, Cameron Diaz og Peter Sars- gaard. „Mér líkar mjög vel við hann,“ segir Dano um stórstjörn- una Cruise. „Hann er einn dug- legasti náungi sem ég hef unnið með. Hann vill alltaf gera hlutina enn betur og sér til þess að allir séu með á nótunum. Það er eitt- hvað sem ég ber mikla virðingu fyrir,“ segir hann og nefnir einn- ig að gaman hafi verið að starfa með Diaz og Sarsgaard. „Um leið og maður fer að eyða tíma með þessu fólki verður það eins og hver önnur manneskja.“ Dano lék einnig á móti Katie Holmes, eigin- konu Cruise, í gamanmyndinni The Extra Man og segir að þau hafi náð mjög vel saman. Önnur væntanleg mynd hans er For Ellen í leikstjórn So Young Kim. Hún framleiddi á sínum tíma myndina Salt sem var tekin upp á Íslandi með íslenskum leikurum og kom út 2003. Leik- stjórinn var maður hennar Bradley Rust Gray og bjuggu þau hér á landi í tvö ár meðan á tökunum stóð. „Þau búa í Brooklyn eins og ég. Mér finnst þetta vera gullfalleg saga,“ segir hann um For Ellen þar sem hann leikur á móti Jon Heder úr myndunum Blades of Glory og Napoleon Dynamite. Ég hef nú hafið störf á tannlækna- stofunni Krýnu ehf. að Grensásvegi 48 í Reykjavík. Tímapantanir eru í síma 553 4530. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson tannlæknir TANN LÆKN ASTOFA Grensásvegur 48, 108 Reykjavík | S. 553 45 30 | www.kryna.is Eignaðist góða vini á Íslandi PAUL DANO Leikarinn Paul Dano hreifst mjög af Íslandi þegar hann dvaldi hér í tvo mánuði fyrir tveimur mánuðum. NORDICPHOTOS/GETTY Knight and Day (2010) The Extra Man (2010) Where The Wild Things Are (2009) The Good Heart (2009) Taking Woodstock (2009) Little Miss Sunshine (2008) The Ballad of Jack and Rose (2005) The Girl Next Door (2004) L.I.E. (2001) Helstu hlutverk ➜ Í UPPÁHALDI Dano á mikið af uppáhaldskvik- myndum. „Þegar ég var tólf ára var það Jack Nicholson sem vakti fyrst áhuga minn á leiklist. Five Easy Peaces og One Flew Over the Cuck- oo´s Nest voru í miklu uppáhaldi en núna er úr mörgu að velja. Ein af uppáhaldsmyndunum mínum er Le samourai eftir Jean-Pierre Melville. Ég fíla líka nútímaleikstjóra á borð við Terence Malick, Jim Jarmusch og Alfonso Cuarón. Dumb and Dumber er líka í miklu uppáhaldi.“ Á TÖKUSTAÐ Paul Dano ásamt leikstjóranum Degi Kára á tökustað The Good Heart í New York. Bandaríski leikarinn Paul Dano fer með annað aðalhlutverk- anna í nýjustu mynd Dags Kára Péturssonar, The Good Heart. Í við- tali við Frey Bjarnason ræðir hann um kynni sín af Íslandi, Degi Kára og kvikmyndastjörnum á borð við Tom Cruise. Ég sakna Íslands. Ég átti góðan tíma þar. Þetta var fallegur stað- ur og allir voru vingjarnlegir. Þetta var góður tími og um helgar gat ég ekið um og skoðað marga fallega staði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.