Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 8
 6. mars 2010 LAUGARDAGUR Óskast í 101 Reykjavík Einbýlishús Staðgreiðsla fyrir vandað hús á góðum stað Svar sendist á hus101reykjavik@gmail.com KOSNINGAR Líklegt þykir að stuðn- ingur sitjandi sveitarstjórnar við fyrirhugaða Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði stærsta kosninga- málið í sveitarstjórnarkosning- um í Flóahreppi í vor, enda verður virkjunin vart komin á aðalskipu- lag fyrir kosningar. „Það stefnir í að það verði óbeint kosið um þetta mál,“ segir Almar Sigurðsson, bóndi á Lambastöðum, og einn aðstandenda nýs framboðs sem nú er í burðarliðnum. Ekki er enn ljóst hvort hópurinn sem stendur að framboðinu nær að setja fram lista fyrir kosning- arnar, en Almar segir það líklega skýrast á fundi í næstu viku. Nýju aðalskipulagi Flóahrepps, þar sem gert var ráð fyrir Urriða- fossvirkjun, var nýverið hafnað af Svandísi Svavarsdóttur umhverf- isráðherra, þar sem Landsvirkjun hafði greitt kostnað vegna skipu- lagsins. Það þýðir að leggja þarf í vinnu við nýtt skipulag, sem afar hæpið er að takist að klára fyrir sveit- arstjórnarkosningar í vor. Það mun því koma í hlut nýrrar sveit- arstjórnar að ákveða endanlega hvort virkjunin kemst á aðalskipu- lagið eða ekki. „Eins og þessi mál liggja við mér ætlaði sveitarstjórnin að þvinga virkjunina í gegnum kerfið gegn vilja íbúa,“ segir Almar. Í ljós hafi komið strax árið 2007 að meirihluti kjósenda í hreppnum sé andvígur virkjuninni. Því sé sveitarstjórnin að vinna gegn vilja meirihluta íbúa sveitarfélagsins. „Það eru töluverðar líkur á að þetta verði eitt af kosningamálun- um,“ segir Aðalsteinn Sveinsson, oddviti hreppstjórnar Flóahrepps. Vonandi verði þetta þó ekki eina málið sem verði rætt fyrir kosning- Kosið um virkjun í Flóahreppi í vor Unnið er að nýju framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Flóahreppi í vor. Aðstandendur framboðsins eru ósáttir við afstöðu sveitarstjórnarinnar til virkj- unar í Þjórsá. Kosningarnar gætu snúist að mestu um afstöðu til virkjunarinnar. URRIÐAFOSS Tæplega 400 kosningabærir íbúar í Flóahreppi munu að einhverju leyti kjósa í sveitarstjórnarkosningum í vor eftir afstöðu þeirra til fyrirhugaðrar virkjunar Landsvirkjunar við Urriðafoss í Þjórsá. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kosið var milli tveggja lista í sveitarstjórnarkosningum í Flóahreppi í síð- ustu sveitarstjórnarkosningum. Hvorugur listinn var tengdur flokkapólitík. Rúmlega 400 eru á kjörskrá. Sjö sitja í sveitarstjórn. Þ-listi meirihlutans hefur fjóra fulltrúa og Flóalistinn þrjá. Sveitarstjórnin öll hefur verið fylgjandi virkjun Þjórsár við Urriðafoss. SVEITARSTJÓRNIN FYLGJANDI VIRKJUN ORKUMÁL Sveitarstjórn Flóahrepps hefur ákveðið að stefna Svan dísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra fyrir dóm til að freista þess að ógilda úrskurð hennar um aðal- skipulag hreppsins. „Okkur finnst nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort önnur lög gildi í Flóahreppi en annars staðar á land- inu,“ segir Aðalsteinn Sveinsson, oddviti sveitarstjórnar hreppsins. Svandís ákvað með úrskurði í lok janúar að staðfesta ekki nýtt aðal- skipulag Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir virkjun Landsvirkjunar við Urriðafoss í Þjórsá. Ástæðan var sú að hún taldi þátttöku Landsvirkjunar í kostnaði sveitarfélaganna við skipulags- vinnu stangast á við skipulags- og byggingarlög. Aðalsteinn segir margt orka tví- mælis í úrskurði ráðherra, og svo virðist sem ákvörðun hennar hafi ekki verið tekin á faglegum for- sendum. Hann reiknar með því að farið verði fram á flýtimeðferð fyrir dómi, en óvíst sé hversu lang- an tíma málaferlin geti tekið. Engin ákvörðun hefur verið tekin um málshöfðun í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi, segir Gunnar Örn Marteinsson, oddviti hreppsnefnd- ar. Líklegra sé að nýtt skipulag verði unnið en að farið verði með úrskurð ráðherra fyrir dómstóla. - bj Sveitarstjórn Flóahrepps stefnir umhverfisráðherra vegna ákvörðunar um virkjun: Sömu lög gildi á öllu landinu UMDEILD ÁKVÖRÐUN Svandís Svavars- dóttir umhverfisráðherra staðfesti ekki aðalskipulag tveggja hreppa við Þjórsá vegna þátttöku Landsvirkjunar í kostnaði við skipulagsvinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA arnar, enda snúist rekstur sveitar- félagsins um allt önnur mál. Rúmlega 400 manns eru á kjör- skrá fyrir kosningarnar, og segir Aðalsteinn það vissulega orka tvímælis að svo lítill hópur taki ákvörðun um svo stórt mál fyrir íslenskt samfélag. Þannig séu þó lögin, og eftir þeim verði að fara. Valdimar Guðjónsson, oddviti Flóalista, segir línurnar ekki farn- ar að skýrast fyrir kosningarnar í vor, en þó sé ljóst að hann muni sjálfur stíga til hliðar eftir 20 ár í sveitarstjórnarpólitíkinni. Hann segir erfitt að átta sig á því hvaða áhrif andstaða við virkj- unina muni hafa, þó að sennilega verði hún kosningamál. Andstaða við virkjunina árið 2007 segi ekki alla söguna í dag, því líklegt sé að ýmsir sem áður hafi verið and- snúnir virkjuninni hafi nú skipt um skoðun. brjann@frettabladid.is BRETLAND, AP „Enginn vill fara í stríð, enginn vill horfa upp á sak- laust fólk deyja,“ sagði Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, í yfirheyrslu hjá breskri rannsóknar- nefnd í gær. Engu að síður sagðist hann sannfærður um að það hefði verið rétt ákvörðun að senda breska hermenn til Íraks vorið 2003. „Ég held að það hafi verið rétt ákvörðun og byggð á réttum for- sendum,“ sagði Brown, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Tony Blair þegar sú ákvörðun var tekin. Hann sagði það þó ekki hafa verið stefnu breska ríkisins að fara í stríð til þess að steypa Saddam Hussein af stóli, jafnvel þótt Tony Blair hafi í yfirheyrslum hjá sömu nefnd sagt innrásina í Írak réttlætanlega vegna þess að með henni hafi verið bundinn endi á stjórnartíð Sadd- ams. Stríð hafi hins vegar verið eini kosturinn þegar allir aðrir höfðu verið reyndir til að fá Íraka til að verða við kröfum Sameinuðu þjóðanna. Brown beindi hins vegar spjót- um sínum að Bandaríkjamönnum, og kenndi þeim um þau mistök sem gerð hafi verið við uppbyggingu í Írak eftir innrásina. - gb Gordon Brown í yfirheyrslum rannsóknarnefndar um Íraksstríðið: Stendur enn við ákvörðunina GORDON BROWN Forsætisráðherrann á leið til yfirheyrslu. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.