Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 40
4 matur Í E L D H Ú S K R Ó K N U M FISKADISKUR sem fang- ar stærri og smærri augu. Lapu lapu kall- ast stellið í heild. Habitat, Holtagörð- um. Verð 2.640 krónur. NESTISBOX í leikskólann, skólann og lautarferðina þegar snjóa fer að leysa. ILVA, Korputorgi. Verð 1.995 krónur. Það getur verið þrautin þyngri að fá börn til að borða græn-meti en þau gefa gjarnan lítið fyrir rök um hollustu. Ýmsum ráðum er þó hægt að beita og hafa ófáir foreldrar reynt að skera grænmetið niður í skondið skraut og raða á diskinn. Annað ráð sem vert er að prófa er að búa til safa úr grænmeti og ávöxtum í safapressu og fá barnið til að aðstoða við verkið. Bæði þykir krökkunum gaman að taka þátt í matseldinni og eins er mjög spennandi að sjá hvern- ig grjótharðar gulrætur breytast í fljótandi safa. Til dæmis mætti gera það að leik að smakka grænmetið fyrst ferskt, setja það svo í gegnum safapressuna og smakka það aftur í fljótandi formi. Skemmti- legast er að gera tilraunir með að blanda saman ávöxtum og græn- meti og prófa sig áfram með upp- skriftir. Spergilkál sem margir krakkar fúlsa við verður til dæmis að bragðgóðum drykk þegar því er blandað saman við gúrku og gulrót. Uppskriftir má nálgast víða á Netinu og í bókinni Endalaus orka eftir Judith Millidge í þýð- ingu Nönnu Rögnvaldardóttur eru margar bragðgóðar uppskriftir fyrir smáfólkið. - rat Börnum finnst spennandi að fylgjast með hvernig grænmetið breytist í fljótandi form í safapressunni. MYND/HARI Gamlir og þjóðlegir réttir standast margir tímans tönn og eru vinsælir meðal barna þótt þeir líti kannski ekki sem fallegast út. Þannig er skyrhræringurinn klassíski ljómandi góður að morgni eða hádegi, ekki síst með góðum bita af slátri. Skyrhræringur samanstendur af hafragraut og skyri sem hrært er saman í límkenndan massa og borðað með mjólk. Áður fyrr var einnig notaður rúggrautur, bankabyggsgrautur, grjónagraut- ur eða grasagrautur. Hræringur var mjög algengur matur á Ís- landi áður fyrr. Oftast var hann kaldur en stundum var skyrinu blandað við heitan graut. - sg GÓÐI GAMLI HRÆRINGURINN KARTÖFLUSTAPPARI fyrir músina eða fisk- stöppuna. Frá Black + Blum. Epal, Skeifunni 6. Verð 3.550 krónur. Grænmetið OFAN Í GRISLINGANA Grænmeti er okkur öllum hollt en ráðlegt er að borða fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag. Það er þó sjaldnast efst á vinsældalista barnanna. Þegar ungum börnum er gefið að borða er vert að hafa í huga að þau eiga oft erfitt með að tyggja matinn sinn nógu vel og þannig er ákveðin hætta á að maturinn standi í þeim. Á vef Lýðheilsustöðvar er að finna ábendingar um atriði sem gætu komið í veg fyrir slíkar uppákomur. Þar kemur meðal annars fram að erf- itt geti verið fyrir börn að tyggja og kyngja mat eins og eplum, hráum gulrótum, poppmaís, kjöti og hnetum. Af þessum fæðutegundum eru það helst hnetur sem loka fyrir öndunarveg barna. Meiri hætta er á að fæða loki öndunarveginum ef barnið er að hlaupa um, hlæja eða gráta, með matinn í munninum. Því er mikilvægt að tryggja að matur barna yngri en þriggja ára sé mjúkur svo barnið eigi auð- veldara með að tyggja hann og kyngja. Best er að skera kjöt og ósoðið grænmeti í smáa bita. Aldrei skal skilja barn eftir eitt á meðan það er að borða og mikilvægt að brýna fyrir því að sitja kyrrt á meðan það borðar. Ekki skal leyfa barninu að hlaupa um með mat eða annað uppi í munninum. Einnig getur verið varasamt að leyfa börnum að borða í bílnum meðan hann er á ferð. - kg GETUR HROKKIÐ OFAN Í UNG BÖRN Helst eru það hnetur sem loka fyrir öndunarveg barna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.