Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 42
6 matur AFMÆLISSÚKKULAÐI- KAKA Fyrir 20 manns 500 g hveiti 300 g sykur 300 g púðursykur 10 msk. kakó 2 tsk. matarsódi 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 4 egg 1 1/3 bolli nýmjólk 1 bolli súrmjólk 250 g brætt smjör 2 tsk. vanilludropar Blandið þurrefnunum saman í eina skál og vökvanum ásamt eggjunum saman í aðra. Hrærið vel saman vökv- ann og eggin. Blandið loks öllu vel saman. Smyrjið ofn- skúffu og hellið deiginu í skúffuna. Bakið í 40 mínútur við 180° C. KRAKKAMUFFINS Fyrir tíu 2½ bolli Kornax-hveiti 2 bollar sykur 125 g brætt smjörlíki 3 egg ½ tsk. matarsódi ½ tsk. salt 1 tsk. vanilludropar ½ dós jarðarberjajógúrt ½ dós karamellujógúrt 1 bolli brytjað súkkulaði Hrærið allt saman og bætið jógúrt og súkkulaði síðast saman við. Látið í muffins- form og bakið í um það bil 15 mínútur við 200° C. SYKURMASSI Til skreytingar á ofnskúffu- stærð af köku 450 g Haribo-sykurpúðar (þeir eru nógu þéttir í sér) 1,1 kg flórsykur (örlítið meira ef lita á massann) 6 msk. vatn 50 g palmínfeiti Bræðið sykurpúðana í skál í örbylgjuofni í 2 mínút- ur. Stöðvið örbylgjuofninn á 30 sekúndna fresti og hrær- ið og bætið vatninu smám saman við um leið. Ef lita á sykurmassann er gott að setja litinn út í á sama tíma. Smyrjið hrærivélarskál með feitinni og setjið blönduna út í ásamt sigtuðum flórsykri. Hrærið saman með hnoð- aranum þangað til mass- inn hefur myndað jafna og slétta kúlu. Einnig er hægt að hnoða hann í höndunum og eru hendur og borðplata þá makaðar með palmínfeiti. Ef sykurmassinn er litaður eftir að búið er að búa hann til er tannstöngull notaður til að setja nokkra dropa af matar- lit á víð og dreif um boltann, þar til sá litur hefur náðst sem óskað er. Áður en sykurmass- inn er settur á kökuna þarf að smyrja smjörkremi á kökuna. Að því loknu er massinn flett- ur út í réttri stærð og áður er þá flórsykri eða palmínfeiti settar undir til að deigið fest- ist ekki við. Þegar sykurmass- inn er færður yfir á kökuna getur verið gott að rúlla massanum upp á langt köku- kefli og rúlla honum svo aftur á kökuna. Gljái á kökuna f svo með því að strjúka sm palmínfeiti létt með hönd um yfir deigið. SMJÖRKREM Til skreytingar á ofn- skúffustærð af köku 600 g smjör 800 g flórsykur 2-3 msk. kakó 4 eggjarauður 4 tsk. vanilludropa 4 msk. síróp Smjör og flórsykur er þeytt saman þar til það er létt og ljóst. Bætið kakói ú KÖKUR OG KREM Sykurmassann má lita og auðveldlega móta á allan mögulegan hátt. Hér er hann settur á múffur. Undir massann er se Hefðarkettirnir spiluðu aðalhlutverkið í einu afmælinu á Akranesi og var aðalsúkkulaði- kakan höfð sem kattarandlit. Brauðréttur úr afmæli með tónlistarþema. Rauð papríka og ólífur eru látnar mynda nótnalínu. Saman halda þær mæðgur úti heimasíðunni mommur.is þar sem þær deila ævintýr- um sínum í bakstri en á síðunni er bakstrinum skipt niður eftir þemum. Bæði eru ítarlegar leið- beiningamyndir, uppskriftir sem og endanlega útkoma. Sykurmassi er mikið notaður í skreytingarnar, sem þær lita, og ótrúlegt hvað hægt er að gera við massann. Petrúnella er matsveinn að mennt en hún segir þær eingöngu hafa haldið síðunni út sem áhugamanneskjur en þær hafa haldið bakstrinum innan fjöl- skyldunnar og myndað afrakstur- inn fyrir hvert afmæli. „Áhugi á bakstri hefur fylgt okkur fjölskyldunni alla tíð. Áður fyrr var maður með hefðbundnari kökur en hefur síðustu árin breyst í að leggja mikið upp úr litum og skreytingunum. Launin eru svo auðvitað að sjá ljómandi andlit- in á börnunum, bæði þeirra sem koma í afmælið og reka upp stór augu og svo finnst þeim sem heima eru ekki síður gaman að fylgjast með því þegar kakan verður smám saman til.“ Petrúnella segir að þeim mæðgum þyki ekkert varið í að gera venjulegar brauðtertur og reyni alltaf að finna upp nýja skreytingarútfærslu fyrir hvert afmæli. „Það má gera ótrúlegustu hluti við brauðtertur ekki síður en súkkulaðikökurnar. Sömuleið- is er auðvelt að móta marengst- erturnar. Svo eru alltaf að spretta upp nýjar og nýjar hugmyndir og nú í dag, laugardag, verðum við í fyrsta skipti með námskeið tengt því sem við höfum verið að gera, í gerð sykurmassa, hér á Akranesi í Grundarskóla.“ Dóttirin Hjördís Dögg á sjálf tvö börn og hefur því fengið góð tæki- færi undanfarin ár til að æfa sig og Tinna Ósk Grímarsdóttir, Hjördís Dögg Grímarsdóttir og Petrúnella Sveinsdóttir eru samrýmdar mæðgur og leggja mikinn metnað í barnaafmælin. Hello Kitty kaka sem sló í gegn í einu afmælinu. Massinn er litaður hvítur með eggjahvítum. Bakað af ástríðu fyrir barnaaf Petrúnella Berglind Sveinsdóttir og dætur hennar, Hjördís Dögg og Tinna Ósk Grímarsdætur, hafa alla tíð lagt mikinn metnað í skreytingar og útlit veitinga í barnaafmælum. Aðalsúkkulaðikakan tekur þar alltaf á sig form ýmissa persóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.