Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 24
24 6. mars 2010 LAUGARDAGUR Þ etta byrjaði þannig hjá mér að ég var allt- af rosalega þreytt- ur og var farinn að laumast í rúmið eftir venjulegan skóladag.“ Þannig lýsir Daníel Reynisson upp- hafi veikinda sinna í október árið 1999. Hann var 29 ára, hafði farið aftur í nám við Iðnskólann í Reykja- vík og gerði ráð fyrir því að klára stúdentspróf um jólin. Þegar hnúð- ar fóru að myndast á hálsinum á honum ákvað hann að leita til lækn- is. „Það sem gerist er að eitlarnir bólgna upp og mynda hnúða. Ég var orðinn eins og hálfgert vörtudýr á hálsinum. Heimilislæknirinn minn sendi mig til háls-, nef- og eyrna- læknis í frekari athugun. Sá lækn- ir sagði mér að þetta gætu verið margir hlutir, en bað mig að bíða í þrjár vikur. Ef þetta væri vírus myndi þetta ganga niður á þeim tíma. Á þeim tíma var þetta búið að vera á hálsinum á mér í fjórar vikur, þannig að ég átti alveg eins von á að þetta væri eitthvað alvar- legt. Ég beið í þessar þrjár vikur og það er sennilega versti tíminn í öllu þessu – allur þessi biðtími.“ Hodgkins-sjúkdómurinn Þegar Daníel kom aftur að þrem- ur vikum liðnum var tekin ástunga sem kallaði á frekari rannsóknir á Borgarspítala, þar sem heill eitill var skorinn úr honum fyrir frek- ari sýnatökur. „Tveimur dögum seinna var hringt og ég beðinn að koma niður á Borgarspítala. Það var látið fylgja að það væri ekki verra ef ég tæki konuna mína með mér.“ Það sagði þeim strax að málið væri alvarlegt. Hins vegar finnst Daníel eðlilegt að slík skilaboð séu gefin. Það sé mikilvægt að hafa einhvern úr fjölskyldunni með sér þegar á að taka á móti fréttum eins og þeim sem hann fékk. Daníel og kona hans, Sólrún Rúnarsdóttir, fóru með hjartað í buxunum niður á Borgarspítalann. „Þar mæti ég alveg ynd- islegum lækni, henni Vilhelm- ínu Haraldsdótt- ur. Hún er mjög röggsöm kona, er ekkert mikið að tala í kringum hlutina, sem mér þykir þægilegt. Hún lagði þetta ljóst fyrir mig strax í byrjun. Að ég hefði greinst með Hodgkins- sjúkdóm, hvað við værum að fást við og hverjar batalíkur væru. Við tók svo heilaskann, beinmergsprufa og endalausar blóðprufur. Út frá þeim var meðferðin fram undan kortlögð.“ Eitt lítið niðurbrot Út úr rannsóknunum kom að mein Daníels var á háls- inum og teygði sig niður á bringu. Hann fékk strax að vita að Hodg- kins-sjúkdómurinn væri læknanlegur í mörgum tilfellum, en á þessum tíma voru í kringum 90 prósenta líkur á fullum bata. Það hjálpaði líka til að hann var snemma greindur. Meðferðaráætl- unin sem sett var upp gekk út á sex mánuði. Í fjóra mánuði átti hann að fara í lyfjagjöf og eftir hana tæki geislameðferð við. Í átta skipti mætti hann í lyfjagjöf á tveggja vikna fresti. Daníel er að eðlisfari jákvæð manneskja og honum tókst að fara í gegnum hana með bjart- sýnina að leiðarljósi. Það komu samt erfiðir dagar inn á milli, þar sem hann spurði sig af hverju hann, sem aldrei hafði reykt eða drukk- ið af viti og var í góðu líkamlegu formi, skyldi fá krabbamein. Hann dvaldi þó lítið við slíkar hugsanir. „Ég hélt áfram að hreyfa mig, fór í ræktina og í júdó og slóst við strák- ana. Í lyfjagjöfinni átti ég yfirleitt góða viku og svo erfiða viku. Ég fór þá alltaf að æfa í góðu vikunni. Upp á andlega þátt- inn er það svo mikil- vægt, að halda lífi sínu eins líku því sem var, áður en maður varð veikur. Að halda áfram að stjórna sjálfum sér eins og maður getur en láta ekki sjúkdóminn taka alveg yfir. Andlega niðursveiflan kom akkúrat á þeim tíma þegar maður stoppaði og var að vorkenna sér.“ Aðeins í eitt skipti brotnaði hann niður á meðan á lyfjagjöfinni stóð. „Það var í fyrsta eða í raun eina skiptið sem ég varð mjög ósáttur. Þá fór ég inn á baðherbergi, með þennan stand sem ég þurfti að dröslast um með, sem lyfjapokinn er hengdur upp á, í opnum spítala- slopp. Þetta er ekki sú staða sem þú kýst þér í lífinu 29 ára gam- all. Ég settist þarna niður og allt í einu magnaðist þessi lykt sem maður finnur inni á spítölum og hún fór óendanlega í taugarnar á mér. Þarna brotnaði ég bara niður og grét. Svo tók ég mig bara saman í andlitinu, labbaði út og kláraði minn dag.“ Hlutverk aðstandenda Það styttist í tíu ára útskriftar- afmæli Daníels úr meðferðinni, sem lauk í mars árið 2000 með þriggja vikna geislameðferð, sem Daníel segir hafa verið auðveldari en lyfjameðferðin, þótt hún hafi dregið verulega úr honum orkuna. Meðferðin bar árangur og hann var laus við meinið. Í dag er hann tölfræðilega í sama áhættuhópi og hver annar, sem gerist eftir að ein- staklingur hefur verið einkenna- laus í fimm ár. Þegar Daníel horfir til baka segir hann sín stærstu mistök hafa verið að loka á aðstandendur sína og ræður þeim sem eru að ganga í gegnum sömu reynslu eindregið frá því. „Ég ætlaði bara að taka þetta sjálfur og ekki gera alla aðra veika í kringum mig. Ég fattaði ekki að með því gerði ég alla í kringum mig meira áhyggjufulla. Þetta voru mistök, því það versta sem hægt er að gera er að sleppa því að tala um hlutina. Ég hugsaði um það í meðferðinni hvað ég var heppinn að vera í þessu hlutverki, því mig langaði ekki að vera í aðstandenda- hlutverkinu. Ég gat verið kærulaus með þetta og gantast og þurfti ekki að taka tillit til eins eða neins. Það voru allir að taka tillit til mín. Ég held það sé alls ekki auðveld- ara að vera aðstandandi heldur en sjúklingurinn sjálfur.“ Þú ert þín eigin bremsa Fljótlega eftir að Daníel varð laus við meinið fór hann að vinna með Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendur þeirra. Kraftur starfar innan vébanda Krabbameinsfélags Íslands. „Ég smitaðist hreinlega af andrúms- loftinu þar, sem er í grunninn „við getum!“. Þarna er fólk búið er að eiga við gríðarlega erfiða sjúk- dóma. Sumt af því var enn þá á fullu í sinni meðferð. Þarna lærði ég ákveðið hugarfar – að það er enginn sem stoppar þig nema þú sjálfur – þú ert þín eigin bremsa í öllu sem þú gerir.“ Hann sat í stjórn Krafts um ára- bil en er nýhættur, því hann vill einbeita sér að fjölskyldu sinni, en þau hjónin eiga í dag tvo unga syni, tveggja og fimm ára. Hann mun þó sennilega aldrei slíta sig alveg frá starfi innan Krabba- meinsfélagsins og heldur meðal annars fyrirlestra fyrir karla hjá endurhæfingar- og stuðningsmið- stöðinni Ljósinu, þar sem hann segir sögu sína. Hann segir það stundum mikilvægt að karlar tali beint við karla. „Ég er búinn að starfa með mjög mörgum konum í sjálfboðaliðageiranum á síðustu árum og hef tekið eftir að við karl- ar nálgumst hlutina ekki eins opið og konur virðast gera. Sennilega lokum við okkur bara meira af með okkar pælingar.“ Þess vegna er hann líka ánægð- ur með nálgunina í nýju átaki Krabbameinsfélagsins, Karlar með krabbamein, þar sem húmor- inn er hafður að leiðarljósi. „Mér finnst þetta frábært konsept. Það er auðvelt að fá karlana til að taka þátt og konurnar til að heita á þá. Auðvitað erum við dálítið hall- ærislegir með skeggið okkar, sumir hverjir, en málstaðurinn er góður.“ Þegar Daníel lítur til baka yfir farinn veg sér hann fyrst og fremst skemmtilegan og eftirminnilegan tíma. „Auðvitað hefur þetta verið erfitt líka, því ég hef misst vini og kunningja. Þó það sé erfitt að segja það er þetta lífsreynsla sem ég hefði ekki viljað missa af.“ Vildi ekki vera án reynslunnar Daníel Reynisson var 29 ára þegar hann greindist með Hodgkins-sjúkdóm, ákveðna tegund af blóðkrabbameini. Hann tók á móti fertugsaldrinum í krabbameinsmeðferð, sigraðist á meininu og fagnar tíu ára útskriftarafmæli í ár. Í samtali við Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur segist hann ekki geta hugsað sér lífið án þessarar erfiðu lífsreynslu, sem þrátt fyrir allt hefur gefið honum svo margt. DANÍEL REYNISSON Um þessar mundir fagnar Daníel tíu ára útskriftarafmæli úr krabbameinsmeðferð. Hann var 29 ára þegar hann greindist með Hodgkins-sjúkdóm, sem er ákveðin tegund af blóðkrabbameini. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég hugsaði um það í meðferðinni hvað ég var heppinn að vera í þessu hlutverki, því mig langaði ekki að vera í aðstandendahlut- verkinu. Ég gat verið kærulaus með þetta og gantast og þurfti ekki að taka tillit til eins eða neins. Það voru allir að taka tillit til mín. Ég held það sé alls ekki auðveldara að vera að- standandi heldur en sjúklingurinn sjálfur.“ MOTTU-MARS OG SÖFNUNARÁTAK DAGSINS Mottu-mars er yfirskrift mánaðar- langs átaks Krabbameinsfélags Íslands um karlmenn og krabba- mein sem stendur yfir út þennan mánuð. Átakið hófst með því að úrvalslið allra helstu sérsambanda landsins í boltaíþróttum skoruðu á hvert annað í svokallaðri mottukeppni, eða söfnun yfirvaraskeggs. Sala á barmmerkjum í líki yfirvaraskeggs fer einnig fram í dag, laugardag, við alla kjörstaði og víðar. Öllum ágóða af söfnunarstarfi átaksins verður varið til rannsókna, fræðslu, ráðgjafar og stuðnings við krabba- meinssjúklinga og aðstandendur þeirra. Átakið er eitt umfangsmesta árvekniátak Krabbameinsfélagsins til þessa. Allir karl- menn á Íslandi eru hvattir til þess að safna yfirvaraskeggi í marsmánuði til að sýna sam- stöðu og safna jafnframt áheitum til styrktar baráttunni gegn krabbameini með því að skrá sig til þátttöku í yfirvaraskeggskeppninni á vefsíðunni www.karlmennogkrabbamein.is. Hægt er að skrá bæði einstaklinga og lið. Í lok mánaðarins verður sigurvegari mottukeppn- innar valinn við hátíðlega athöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.