Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 90
 6. mars 2010 LAUGARDAGUR Leikhús ★★★★ Skoppa og Skrítla á tímaflakki Leikstjóri: Gunnar Helgason Tónlist: Hallur Ingólfsson Leikmynd: Þórdís Jóhannesdóttir og Katrín Þorvaldsdóttir Búningar: Una Stígsdóttir og Katr- ín Þorvaldsdóttir Dans: Sveinbjörg Þórhallsdóttir Lýsing: Magnús Helgi Kristjánsson Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Handrit: Hrefna Hallgrímsdóttir Leikarar: Linda Ásgeirsdóttir, Hrefna Hallgrímsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Viktor Már Bjarna- son Börn sem taka þátt í leik: Rakel Matthíasdóttir, Davíð Bjarni Chiarolanzio, Höskuldur Jónsson, Margrét Hörn Jóhannsdóttir, Andri Fannar Pétursson og Einar Karl Jónsson. Skoppa og Skrítla eru vinir margra barna og því óneitanlega skemmti- legt að hitta þessar glaðværu verur í eigin persónu. Þær standa á litla sviði Borgarleikhússins um þessar mundir og hafa fengið leikhóp til liðs við sig. Þær eru á leiðinni í ferðalag í gegnum ævintýrabók og fyrir til- viljun lenda þær á fjársjóðskorti og finna púsl sem verður svo að finna hvaðan koma. Þetta er hefðbund- in aðferð við að búa til framvindu hvort heldur er í barnaleikriti eða sögum. Á leiðinni hitta þær dverg- vaxinn víking, þær hitta bakara og svo hitta þær kúreka sem talar með amerískum hreim. En til þess að ráða fram úr öllu verða þær að fá hjálp hjá Lúsí hinni vitru sem kann öll orðin eða á bók þar sem hún getur flett öllu upp í. Lúsí, sem Vigdís Gunnarsdóttir leikur, á heima einhvers staðar uppi þannig að hún birtist á svölunum og það gerir litlu áhorfendunum sem sitja á púðum fyrir framan aðalsviðið, nokkuð erfitt fyrir. Það tekur svo- litla stund að stilla sjónlínuna þarna upp fyrir svo utan að þarna er leik- urinn aðeins of langt frá áhorfend- um. Vigdís Gunnarsdóttir er engu að síður sú sem best heldur utan um sínar persónur í leiknum. Hún er skýr, stór í hreyfingum og röddin nær út í hvern krók og kima. Skoppa og Skrítla skoppast um og þótt þær hafi mjög mikið að gera – eiginlega of mikið fyrir áhorfendur til þess að geta fylgst almennilega með – þá skiptir það ekki öllu máli því þær eru eins og stórir nammipokar, athyglin er alltaf á þeim. Viktor Már Bjarna- son leikur nokkur hlutverk með þeim. Hann bregður sér í líki vík- ings, bakara og kúreka sem brestur út í línudansi. Ekki veit ég það svo gjörla hvort tveggja ára börn hafi neinn sérstakan áhuga á þeim til- tekna dansi, en hitt veit ég að ungu áhorfendurnir dilluðu sér þó svo að aðstoðarbörn á sviðinu hefðu verið nokkuð stíf. Það sem á vantaði tilfinnanlega í þessa sýningu var meðvitundin um áhorfendur. Skoppa og Skrítla höfða nú líklega fyrst og fremst til barna á leikskólaaldri og því kannski betra að draga aðeins úr hasarnum og hvílast svolítið við einstök atriði, en hér var keyrt á fullu spítti eins og einhver ætti lífið að leysa. Þær Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir sem sigrað hafa hjörtu barna í gervum Skoppu og Skrítlu ættu nú að draga aðeins úr skrækjunum og beita röddinni af meiri fagmennsku ætli þær sér að endast í þessu starfi. Annars gaman, ofsalega skemmtilegir bún- ingar! Elísabet Brekkan Stórir nammipokar skoppa um SKOPPA OG SKRÍTLA „Eins og stórir nammipokar, athyglin er alltaf á þeim,“ segir Elísabet Brekkan í gagnrýni sinni. MYND/ÞÓRDÍS JÓHANNESDÓTTIR Keith Richards, gítarleikari Roll- ing Stones, hefur vísað á bug fregnum um að hann sé hættur að drekka áfengi. „Orðrómurinn um að ég sé orðinn allsgáður er stórlega ýktur. Við skulum bara láta þar við sitja,“ sagði Richards í viðtali við tímaritið Rolling Stone. Hann bætir við að ný plata frá Stones sé hugsan- lega á leið- inni. „Það kæmi mér ekki á óvart ef við tækj- um eitthvað upp seinna á árinu.“ Stór tónleikaferð um heiminn virðist þó ekki vera í undirbúningi. „Það er ekkert víst að við spilum aftur á fótbolta- leikvöngum. Kannski prófum við eitthvað nýtt,“ sagði hann. Ekki hættur að drekka KEITH RICHARDS Gítar- leikari Rolling Stones er ekki hættur að drekka áfengi. Christopher Ciccone, bróðir söngkonunnar Madonnu, hefur sett af stað herferð um að hann taki við af Simon Cowell sem dómari í þáttunum American Idol. Eins og kunnugt er hættir Cowell eftir þessa þáttaröð og snýr sér að X-Factor. „Ég held að fólk myndi taka mikið mark á mér. Ég yrði eina manneskjan við borðið sem hefur búið til popp- stjörnu og hjálpað henni að halda sér á toppnum í tuttugu ár. Ég veit hvað þarf til að slá í gegn,“ sagði Ciccone, sem hefur verið systur sinni til halds og trausts í gegnum árin. Vill taka við af Cowell Dagskrá: 1. Kynning á nauðasamningi sem félagið hefur gert við kröfuhafa sína. 2. Tillaga um að breyta félaginu í einkahlutafélag í samræmi við ákvæði 132. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og afskrá félagið í kjölfarið af Nasdaq OMX Iceland. 3. Tillaga um að taka upp nýjar samþykktir fyrir félagið. Tillagan greinist í eftirfarandi aðal- og varatillögur: 4. Tillaga um starfskjarastefnu. 5. Önnur mál. Hluthafafundur í Bakkavör Group hf. Réttindi hluthafa Hluthafar geta fengið ákveðin mál tekin fyrir á hluthafafundinum ef þeir gera um það skriflega kröfu til stjórnar félagsins. Hluthafar skulu koma slíkri kröfu á framfæri til stjórnar félagsins eigi síðar en átta dögum fyrir hluthafafundinn. Aðgangur að upplýsingum og gögnum Drög að dagskrá, endanlegar tillögur frá stjórn félagsins, þ.m.t. drög að nýjum samþykktum fyrir félagið, ársreikningar og upplýsingar um hluti og atkvæðisrétt á dagsetningu þessa fundarboðs verða aðgengilegar hluthöfum til sýnis 21 degi fyrir hluthafafundinn. Lokaútgáfa dagskrár og allar tillögur verða aðgengilegar hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir hluthafafundinn. Allar upplýsingar og gögn verða aðgengileg í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3 og á heimasíðu félagsins, www.bakkavor.is/hluthafafundur Umboð Félagið mun taka gild umboð sem eru undirrituð af skráðum hluthafa. Þegar um er að ræða lögaðila skal umboðið undirritað af aðila sem heimilt er að skuldbinda félagið. Heimilt er að senda umboðið til félagsins í viðhengi með tölvupósti og skal vera afhent félaginu eigi síðar en 22. mars nk. Atkvæðagreiðsla Kjörseðlar og önnur gögn verða aðgengileg að Ármúla 3 frá kl: 15 daginn sem hluthafafundurinn er haldinn. Hluthöfum er heimilt að óska eftir því að fá að greiða atkvæði bréflega um þau mál sem eru á dagskrá hluthafafundarins. Þeim hluthöfum sem þess óska er bent á að fylla út eyðublað sem nálgast má á vefsíðu félagsins eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn. Reykjavík, 4. mars 2010 Stjórn Bakkavarar Group hf. Hluthafafundur í Bakkavör Group hf., kt. 410886-1629, Ármúla 3, 108 Reykjavík, verður haldinn að Ármúla 3 þann 26. mars 2010 og hefst kl: 16:00. a. aðallega tillaga um að taka upp nýjar samþykktir sem gera ráð fyrir hlutum í þremur hlutaflokkum, flokkum A, B og C; eða b. til vara tillaga um að taka upp nýjar samþykktir sem gera ráð fyrir hlutum í tveimur hlutaflokkum, flokkum A og B. Báðar tillögur að nýjum samþykktum gera ráð fyrir að núverandi hlutum í félaginu verði breytt í A hluti þar sem hver hlutur er að nafnvirði ein króna. Báðar tillögur fela einnig í sér heimildir til stjórnar til að hækka hlutafé félagsins og heimild til að breyta, með tilvísun í VI. kafla laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög og í nauðasamning félagsins, samtölu skulda félagsins, sem nemur 55% ef teknar verða upp samþykktir þær sem lagðar eru til undir dagskrárlið 3a að ofan og 100% ef teknar verða upp samþykktir þær sem lagðar eru til undir dagskrárlið 3b að ofan (eftir breytingu á um það bil 1% í B hluti) af heildarútistandandi samningskröfum undir nauðasamninginum í A hluti í félaginu. Tillögurnar gera ráð fyrir að forgangsréttur hluthafa eigi almennt ekki við, sbr. 3. mgr. 24. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Áhugasamir vinsamlegast sæki um á www.kronan.is Starfslýsing: Hæfniskröfur: Umsjónarmaður kjötdeilda hjá Krónunni Spennandi Atvinnutækifæri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.