Fréttablaðið - 20.03.2010, Síða 8

Fréttablaðið - 20.03.2010, Síða 8
8 20. mars 2010 LAUGARDAGUR Stuðningurinn við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er 38,9 prósent, samkvæmt skoðanakönn- un Fréttablaðsins á fimmtudag. Þetta er minnsta fylgi ríkis- stjórnarinnar frá því að hún tók við völdum 1. febrúar á síðasta ári. Í fyrstu könnuninni sem gerð var eftir myndun stjórnarinnar mældist fylgið 55 prósent. Stuðningurinn við ríkisstjórn- ina er minni en síðustu ríkisstjórn- ir eiga að venjast, þó til séu dæmi um slíkar tölur. Í ársbyrjun 2008, þegar stjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, undir for- ystu Geirs Haarde, hafði starfað í tæpt ár studdu hana sjö af hverj- um tíu. Um sumarið það ár var stuðningurinn kominn í rétt rúm 50 prósent. Þremur vikum eftir hrun bank- anna, í október 2008, mældist stuðningur við stjórnina 41 pró- sent. Mánuði síðar var hann kom- inn niður í 32 prósent og í janúar 2009 var hann 20 prósent. Fáum dögum eftir þá könnun fór stjórnin frá og Samfylkingin og VG mynd- uðu minnihlutastjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Stuðningurinn við ríkisstjórnina nú er áþekkur þeim er stjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks mældist með í febrúar 2007. Því stjórnarsamstarfi lauk eftir kosn- ingarnar þremur mánuðum síðar. Úr þessum niðurstöðum má lesa að almenningur hefur orðið fyrir vonbrigðum með störf ríkisstjórn- ar Samfylkingarinnar og VG. Um 55 prósenta stuðningur við upphaf samstarfsins bendir til að talsverð- ar væntingar hafi verið bundnar við stjórnina en 39 prósentin nú sýna að hún hafi ekki staðið undir þeim væntingum. Ekki er óvarlegt að ætla að Icesave, atvinnumál og skuldaúrræði ráði talsverðu um afstöðu fólks til stjórnarinnar en þau mál hafa verið í brennidepli síðustu vikur og þykir mörgum hægt ganga. Vert er að benda á að könnunin var gerð degi eftir að rík- isstjórn kynnti úrræði sín til hjálp- ar heimilunum. bjorn@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING Hvernig hefur fylgið við ríkisstjórnina þróast og hvers vegna mælist fylgið lágt? Stjórnarfylgið minna en fyrst eftir hrunið Fylgið við ríkisstjórnina mælist innan við 40 prósent. Það er lægsta fylgi þessarar ríkisstjórnar. Þremur vikum eftir hrun naut stjórn Geirs Haarde 41 prósents fylgis. Allt í matarkörfuna - Fjöldi annarra tilboða alla daga Lambalæri frosið, frá Kosti 975 kr/kg Kjúklingur frosinn, frá Móa 465 kr/kg Mjólk 75 kr/L T ilb o ð in g ild a til 2 1. m a rs e ð a á m e ð a n b irg ð ir e n d a st Heilhveitisamlokubrauð 770 gr, frá Kosti 175 kr KosturFrábærBetriBesti Bestukaupin ** Nýtt kortatímabil ** ORKA Afar líklegt er að neytendur þurfi að greiða meira fyrir þjón- ustu Orkuveitu Reykjavíkur á næsta ári en þeir gera nú, að sögn Hjörleifs B. Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar. „Við höfum ekki hækkað verð- ið á rafmagni síðan 2005, þannig að það hefur í raun lækkað um 30 til 35 prósent,“ segir hann. Einnig má gera ráð fyrir að heita vatnið hækki fyrr en síðar. „Við höfum reynt að stilla þessu í hóf á meðan ástandið er svona hjá fólki,“ segir Hjörleifur. Hann gefur ekki upp hversu mikil hækkunarþörfin er talin, enda verði það endurskoðað í ljósi aðstæðna hverju sinni. „Stjórnin hefur sett sér stefnu um arðsemi á bilinu fimm til sjö prósent, en við reiknum ekki með því að ná þeim markmiðum í bráð og erum reyndar talsvert undir þeim,“ segir hann. Sú arð- semi eigi að nást á þremur til sjö árum. Þó sér Hjörleifur heldur jákvæð teikn á lofti þessa dag- ana, sem dragi úr hækkunar- þörf. Gengi krónu styrkist til að mynda og vextir lækka. - kóþ Orkuveita Reykjavíkur ætlar ekki að auka álögur á borgarbúa á árinu: Orkuverð hækkar á næsta ári HJÖRLEIFUR BÖÐVARSSON KVARAN Segir að Orkuveitan hafi ekki hækkað verð á rafmagni síðan árið 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EFNAHAGSMÁL „Öll erum við sammála um að banka- kreppa á við kreppuna á Íslandi megi ekki koma upp aftur,“ sagði Dominique Strauss-Kahn, fram- kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), í ræðu sinni á ráðstefnu framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins (ESB), í gær. Ráðstefnan fjallaði um hvernig koma mætti á regluverki áfallastjórnunar á sameiginlegum fjármálamarkaði sambandsins. Um leið áréttaði Strauss-Kahn að „sorglegt“ dæmi Íslands væri ekki til marks um ágalla þess að fjár- málafyrirtæki gætu starfað á einum markaði í mörg- um löndum, heldur væri það afsprengi regluverks- ins sem komið hafi verið á, reglunni um að heimaríki fjalli um mál viðkomandi fyrirtækja. „Vandkvæðin við stjórn heimaríkisins eru mörg, sér í lagi þegar stjórninni fylgja ekki trúverðug- ar og raunhæfar leiðir til samábyrgðar. Við höfum mátt horfa upp á að þessi háttur ýtir ekki endilega undir samvinnu á erfiðleikatímum,“ sagði hann og kvað ríkjandi fyrirkomulag líka ýta undir vandamál þar sem fjármálafyrirtæki verði „of stór til að þeim verði bjargað.“ Strauss-Kahn hvatti til enn frekari umbóta til að koma á evrópskri áfallastjórnun og regluverki til úrlausna í málefnum fjármálafyrirtækja. Það væri áskorunin sem stjórnmálamenn þyrftu nú að standa undir. „Tækifærinu til úrbóta ætti ekki að sóa eða fresta.“ - óká Tækifæri til endurskipulagningar fjármálakerfa má ekki glutra niður eða fresta: Dæmi Íslands má ekki endurtaka RÁÐAMENN FUNDA Dominique Strauss-Kahn, framkvæmda- stjóri AGS, ræðir við Jean Claude Trichet, seðlabankastjóra Evr- ópu, á ráðstefnu framkvæmdastjórnar ESB í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ARGENTÍNA Forseti Argentínu reynir nú allt hvað hann getur til að draga úr nautakjötsneyslu borgara sinna. Ýmsar misheppnaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu hafa dregið úr framboði á kjötinu upp á síðkastið og kílóverðið því hátt. Forsetinn, Cristina Fernánd- ez de Kirchner, vill koma jafn- vægi á markaðinn og hefur hafið herferð fyrir fiskneyslu, ásamt öðrum aðgerðum, svo sem að segja að svínakjöt auki kynhvöt- ina. - kóþ Nautakjöt fokdýrt í Argentínu: Forseti hvetur til fiskneyslu 1 Hvaða breska dagblað hefur Dorrit Moussaieff krafið um afsökunarbeiðni? 2 Hvað heitir hollenska her- fyrirtækið sem vill hefja starf- semi á Keflavíkurflugvelli? 3 Hvaða Íslendingur gefur í sumar út fyrstu plötu sína í 20 ár? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 82 Stuðningur við ríkisstjórnina 2008 janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember 2009 janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember 2010 janúar febrúar mars 23. febrúar Ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin 30. janúar Ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin 25. október Ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin 21. júní Ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin 22. nóvember Ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin 22. janúar Ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin 26. febrúar Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Samfylkingin og Vinstri græn 28. júlí Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Samfylkingin og Vinstri græn 18. mars Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Samfylkingin og Vinstri græn 15. október Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Samfylkingin og Vinstri græn 69% 31% 32% 55% 46% 54% 45% 68% 39% 61% 52% 48% 43% 57% 20% 80% 72% 41% 59% 28% Hrunið Minnihluta- stjórnin hefur starfað í 3 vikur Ríkisstjórnin fer frá sex dögum síðar Þrír mánuðir liðnir frá kosningum Fylgjandi Andvígir VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.