Fréttablaðið - 20.03.2010, Page 19

Fréttablaðið - 20.03.2010, Page 19
LAUGARDAGUR 20. mars 2010 19 UMRÆÐAN Oddný Mjöll Arnardóttir og Þórdís Ingadóttir skrifa um fullgildingu Íslands á samn- ingi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra Hinn 21. mars er alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis. Á Íslandi eru um 200 einstakling- ar sem kljást við aukalitning á 21. litningapari en um 3-4 börn fæðast árlega hér á landi með slíkt litn- ingafrávik. Eitt af baráttumálum þessara einstaklinga er rétturinn til að njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra. Það eru því mikil tíðindi að í liðinni viku kynnti Árni Páll Árnason félags- og trygginga- málaráðherra tillögur nefndar sem fjallað hefur um fyrirhugaða full- gildingu Íslands á samningi Sam- einuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun. Ísland undirritaði samninginn fyrir þremur árum, ásamt viðbótarbókun hans, og er skýrsla nefndarinnar undirbún- ingur stjórnvalda að fullgildingu samningsins. Samningur Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fólks með fötl- un er tímamótasamningur á sviði mannréttinda fyrir margra hluta sakir. Aldrei hafa samningavið- ræður um mannréttindasamn- ing tekið jafn skamman tíma. Samningaviðræðurnar voru einn- ig merkilegar fyrir þær sakir að aldrei fyrr hefur verið haft jafn ríkt samstarf við grasrótarsamtök við gerð mannréttindasáttmála. Á þeim tímamótum þegar opnað var fyrir undirskriftir ríkja þann 30. mars 2007 var þar slegið nýtt met á vettvangi alþjóðalaga, en aldrei hafa jafn mörg ríki undirritað mannréttindasáttmála þegar við opnun hans til undirritunar. Hin mikla sátt sem ríkir um efni sáttmálans kemur til af ýmsu. Ein helsta ástæðan er sú að sáttmál- inn byggir á eldri mannréttinda- sáttmálum. Flest þau réttindi sem hann veitir eru þegar tryggð í öðrum sáttmálum og er sáttmál- anum því ekki ætlað að skapa ný réttindi. Réttinn til lífs, bann við ómannlegri og vanvirðandi með- ferð, bann við mismunun og rétt- inn til tjáningarfrelsis hafa ríki t.d. þegar skuldbundið sig að veita með aðild sinni að alþjóðasamn- ingi Sameinuðu þjóðanna um borg- araleg og stjórnmálaleg réttindi frá árinu 1966. Þá hafa ríki t.d. skuldbundið sig til að veita rétt til menntunar, vinnu og heilsu með aðild sinni að Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félags- leg og menningarleg réttindi frá árinu 1966. Það sem skilur að með Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun og hinum eldri mannréttindasamningum er að í hinum nýja eru þessi réttindi útfærð mun nánar og aðlöguð að veruleika fatlaðs fólks í því skyni að veita virka og raunhæfa rétt- arvernd. Þannig er t.d. tiltekið að í tjáningarfrelsi felist að ríkj- um beri skylda til að viðurkenna og stuðla að notkun táknmáls og blindraleturs og að í rétti til menntunar felist réttur til mennt- unar án aðgreiningar. Rétturinn til menntunar án aðgreiningar er meðal mikilvægustu ákvæða sátt- málans en hann felur í sér þá meg- inreglu að menntun fatlaðra barna fari fram innan almennra skóla og leggur þær skyldur á herðar ríkj- um að aðlaga skólaumhverfið og veita stuðning í samræmi við þarf- ir viðkomandi barns. Einnig má nefna að sáttmálinn kveður á um rétt fatlaðra til að lifa sjálfstæðu lífi án aðgreiningar í samfélag- inu sem m.a. felur í sér að ríkinu beri að tryggja fötluðum tækifæri til að velja sér búsetustað og með hverjum þeir búa. Hinum nýju efnismeiru ákvæðum er þannig ætlað að taka af allan vafa um framkvæmd samningsins í lands- rétti og tryggja betur réttarstöðu viðkomandi einstaklinga. Valfrjáls bókun við samninginn heimilar einstaklingum eða hópi einstakl- inga sem telja sig þolendur brots á ákvæðum samningsins að kæra mál til alþjóðlegrar eftirlitsnefnd- ar um framkvæmd samningsins, án tillits til þess hvaða flokki réttinda brotið tilheyrir. Nú í dag hafa 144 ríki undirrit- að Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun og 82 ríki fullgilt hann og með því skuldbundið sig að þjóðarétti að veita fötluðum einstaklingum þau réttindi sem samningurinn kveð- ur á um. Til þess að af fullgildingu geti orðið þurfa landslög viðkom- andi ríkis að tryggja borgurum öll þau réttindi sem sáttmálinn kveð- ur á um. Í hinni nýútgefnu skýrslu nefndarinnar er gerð grein fyrir nauðsynlegum aðgerðum til að full- gilda hann sem fela meðal annars í sér heildarendurskoðun á lögum um málefni fatlaðra, auk ýmissa annarra lagabreytinga. Þá legg- ur nefndin til að athugaðir verði möguleikar á stofnun innlendrar þjóðbundinnar mannréttindastofn- unar sem gæti haft með höndum sjálfstætt eftirlit til að fylgjast með framkvæmd samningsins hér á landi. Samkvæmt tillög- um nefndarinnar verður skýrsla hennar nú send hagsmunaaðilum til umsagnar. Afar mikilvægt er að tekið verði tillit til þeirra umsagna á lokastigum við undirbúning full- gildingar Íslands á þessum mikil- væga alþjóðasamningi. Oddný Mjöll er prófessor við laga- deild Háskólans í Reykjavík. Þórdís er dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Um réttindi fatlaðra ODDNÝ MJÖLL ARNARDÓTTIR ÞÓRDÍS INGADÓTTIR skattur.is Skilafrestur skattframtals einstaklinga er til föstudagsins 26. mars Talið fram á skattur.is Veflyklar hafa verið sendir til nýrra fram teljenda og þeirra sem töldu fram á vefnum í fyrra og eiga ekki varanlega veflykla frá fyrri árum. Veflykill veitir aðgang að þjónustusíðu á skattur.is þar sem hægt er að fylla út skattframtalið á einfaldan hátt. Glatist veflykill má sækja um nýjan á skattur.is og fá hann sendan í vefbanka eða í pósti. Framtal á pappír Pappírsframtöl eru aðeins send þeim sem töldu fram á pappír í fyrra. Hægt er að panta áritað pappírsframtal og sundur- liðunarblað á skattur.is eða í síma 442-1414 og fá það sent í pósti. Jafnframt er hægt að prenta út auð framtalsform á skattur.is. Þeir sem hafa haldið sig við pappírinn eru hvattir til að prófa framtalið á vefnum hafi þeir möguleika á því. Áritun upplýsinga á framtal Laun, hlunnindi, starfstengdar greiðslur, styrkir o.fl., eru árituð á framtalið sam kvæmt innsendum launa miðum. Einn ig greiðslur frá Tryggingastofnun rík isins, At vinnuleysistryggingasjóði, Fæð ing ar or lofssjóði og lífeyrissjóðum. Jafnframt eru flestallar eignir og skuldir áritaðar á framtalið. Áríðandi er að framteljandi athugi hvort áritaðar fjárhæðir og aðrar upp lýs ingar séu í samræmi við gögn og upp lýsingar sem hann hefur sjálfur undir hönd um. Aðgengilegar leiðbeiningar Leiðbeiningar er að finna á skattur.is á aðgengilegu formi. Einnig er auðvelt að kalla fram skýringar við einstaka kafla eða reiti í vefframtali. Prentaðar leiðbeiningar má fá hjá skattstofum. Símaþjónusta 442-1414 Í mars verður veitt aðstoð frá kl. 10 til 15:30 alla virka daga í síma 442-1414. Dagana 26. mars, 6. og 7. apríl verður þjónustan í boði til kl. 19. Skilafrestur Almennur skilafrestur fyrir launamenn og einstaklinga með eigin atvinnurekstur er til 26. mars. Hægt er að sækja um viðbótar frest á skattur.is, lengst til 7. apríl. Fljótlegt, öruggt og einfalt að telja fram
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.