Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 24
24 20. mars 2010 LAUGARDAGUR Ö nnur kvikmyndin eftir handriti Val- dísar Óskarsdótt- ur með hana sjálfa í sæti leikstjóra – Kóngavegur – verður frumsýnd næstkomandi föstudag, 26. mars. Á skjánum sjást margir af sömu leikurum og í fyrstu mynd Valdísar, Sveitabrúð- kaupi, sem kom út árið 2006. Þar af eru margir úr leikhópnum Vest- urporti auk annarra valinkunnra íslenskra stórleikara. Við Kónga- veg bætist jafnframt góður feng- ur, þýski leikarinn Daniel Brühl, sem margir muna eftir úr Goodbye Lenin og Inglorious Basterds. Myndin hefst þegar Junior, leik- inn af Gísla Erni Garðarssyni, kemur heim eftir þrjú ár í útlönd- um til að hitta pabba sinn og finn- ur hann í hjólhýsahverfi. Hann kemur með Rubert vin sinn með sér, sem leikinn er af fyrrnefnd- um Brühl. Koma þeirra hristir upp í tilveru íbúanna við Kóngaveg á þeim fimm dögum sem myndin nær yfir. „Ekkert af því fólki sem býr á Kóngaveginum hefur bein- línis valið sér að búa þar heldur er þar af einhverjum sérstökum ástæðum og virðist ekki kom- ast út úr mynstrinu,“ lýsir Val- dís. „Það er hrætt við breyting- ar og gerir ekkert í sínum málum því svona hefur þetta alltaf verið. En þú getur alltaf breytt hlutun- um. Það er bara spurning hvort þú þorir því eða ekki. Það getur vel verið að þetta fólk virðist skrít- ið í fyrstu. En í rauninni er það ofsalega normalt. Býr bara við sérstakar aðstæður.“ Byggðu nýtt hverfi Öll hjólhýsin við Kóngaveg eiga sér fyrirmynd í einhverju þeirra þriggja hjólhýsahverfa á suðvest- urhorni landsins sem Valdís og félagar skoðuðu vel við undirbún- ing myndarinnar. Til stóð að taka hana upp í stærsta hjólhýsahverfi landsins við Laugavatn. Þegar í ljós kom að sérstakt samþykki þyrfti frá öllum sem eiga bústað þar var hins vegar brugðið frá þeim áætl- unum og ákveðið að byggja nýtt hverfi upp frá grunni. „Við vorum svo heppin að fá leyfi frá Reykjavíkurborg til að byggja upp þetta svæði í Almannadal, rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Þar var ekkert nema gras og leikmynda- hönnuðirnir okkar byggðu svæðið upp frá grunni. Á endanum leit þetta út eins og rótgróið hverfi. Þetta var svo vel gert hjá þeim, að það kom fólk á svæðið og spurði hvort það gæti fengið leigða lóð undir hjólhýs- in sín, hélt þetta væri nýtt hjólhýsa- hverfi að spretta upp.“ Klipparinn ber ábyrgðina Valdís er þekktust fyrir hæfileika sína í klippiherberginu en hún hefur komið að gerð margra stór- mynda, þar á meðal hinnar dönsku Festen og hinnar bandarísku The Eternal Sunshine of The Spotless mind, en fyrir klippingu hennar fékk hún hin virtu Bafta-verðlaun. Hún segist óhjákvæmilega hafa lært eitt og annað á undanförnum árum, hvað viðkemur handrits- vinnu og leikstjórn. „Frá árinu 1991 hef ég eytt meiri tíma inni í klippiherbergi en utan þess. Ég væri náttúrlega bara auli ef ég hefði ekki lært sitthvað um sögu- uppbyggingu, karakteruppbygg- ingu og frásagnartækni – allt þetta sem leikstjórar þurfa að kunna. Það er liðin tíð að leikstjórar sitji við hliðina á klipparanum og þeir ákveða í sameiningu hvað eigi að nota og hvað ekki. Nú orðið klippir klipparinn myndina saman og svo kemur leikstjórinn inn og þeir fara í sameiningu yfir það sem búið er að gera. Svo fer leikstjórinn og klipparinn heldur áfram að klippa. Þannig að það er á ábyrgð klippar- ans hvernig útkoman verður.“ Fyrstu skrefin Fyrsta bíómyndin sem Valdís tók þátt í var Löggulíf í leikstjórn Þráins Bertelssonar. „Mig hafði alltaf langað að starfa við kvik- myndagerð og var búin að labba á milli og spyrja hvort ég gæti feng- ið vinnu sem klippari, án árangurs. Svo fór ég á námskeið í kvikmynda- gerð hjá Dramatiska Institutet í Stokkhólmi og hélt svo áfram að ganga á milli þegar ég kom heim og biðja um vinnu, án árangurs. Þegar ég sá að þetta ætlaði ekki að ganga hjá mér réði ég mig í vinnu sem ljósmyndari hjá Þjóðviljan- um. Ég held ég hafi verið búin að vinna þar í viku þegar ég fékk sím- tal frá Þráni. Hann sagðist vanta ljósmyndara, klapper og loader. Hvort ég hefði áhuga. Og ég sagði bara já!“ Á næstu árum vann hún í nokkr- um íslenskum bíómyndum, þang- að til hún hóf nám við Danska kvikmyndaskólann, þaðan sem hún útskrifaðist 1991 eftir fjög- urra ára nám. Það var lokaverk- efni hennar þar sem kom henni af stað á hinum danska bíómarkaði. Danski leikstjórinn Jesper W. Niel- sen hafði séð það og hrifist svo af klippingunni að hann óskaði eftir því að hún klippti myndina hans, Den Sidste Viking, nokkrum árum síðar. Valdís flutti í kjölfarið til Danmerkur og klippti meðal ann- ars Mifune Sidste Sang í leikstjórn Søren Kragh Jacobsen og Festen í leikstjórn Thomas Vinterberg. Eftirminnilegir tímar Þegar hér var komið sögu var Val- dís alfarið flutt til Danmerkur og farin að starfa víðar en í Evrópu. Hún klippti meðal annars myndina Finding Forrester eftir Gus Van Sant. Eitt eftirminnilegasta verk- efnið sem hún landaði var klipping á myndinni The Eternal Sunshine of The Spotless Mind í leikstjórn Michel Gondry. „Michel er snill- ingur. Svo var hann með handrit eftir Charlie Kauffman, sem er einhver besti handritshöfundur í heimi. Klippiteymið var sterkt og óvenju samrýnt. Sumar myndir eru erfiðar og gefa manni ekkert. Aðrar myndir eru erfiðar en gefa manni mikið á móti. Eternal Suns- hine var ein af þessum gefandi. Þegar ég var búin að klippa hana var ég ekki ofan í þessari svörtu holu sem ég dett oft ofan í eftir mjög hektíska vinnu. Ég gaf henni allt sem ég átti og hún gaf mér allt sem hún átti. Það var alveg geggjað gaman.“ Ekki eru allar reynslusögur Val- dísar jafn skemmtilegar en hún hefur lent í hinu og þessu á ferlin- um, ekki síst í samskiptum við stóru stúdíóin í Bandaríkjunum. Í eitt skipti hafði hún verið látin fjúka og í annað skiptið var hirt af henni kredit fyrir klippingu. „Í Ameríku er bara mjög algengt að heilu deild- irnar séu látnar fara á einu bretti ef myndin skorar ekki nógu hátt í prufusýningum. Þetta gerist ekki á Norðurlöndunum og heldur ekki annars staðar í Evrópu. Þar þarftu að gera eitthvað mikið af þér til að verða rekinn. Hollywood er alger frumskógur og ef maður ætlar að vera þar, verður maður annaðhvort að láta sig hafa ýmislegt sem maður vildi helst vera laus við eða velja að gera eitthvað annað, einhvers staðar annars staðar.“ Komin heim Árið 2006 var Valdís búin að fá nóg af klippivinnunni og ákvað að hætta í þeim bransa. Hugmyndin og söguþráðurinn að Sveitabrúð- kaupi hafði verið til í langan tíma svo hún ákvað að athuga hvort ekki væri hægt að gera kvikmynd upp úr þessari hugmynd. Hún sendi sögu- þráðinn á Gísla Örn í Vesturporti og boltinn rúllaði af stað. „Ég kann voða lítið annað en kvikmyndagerð svo það var bara spurningin hvað ég gæti gert annað í kvikmyndagerð en að klippa,“ segir Valdís. Hún er hæstánægð með reynsluna af vinnunni hér heima, þrátt fyrir að stakkurinn sé kvikmyndagerðarmönnum töluvert þrengra skorinn hér en í útlöndum. Hún er ekki síst ánægð með menn- ina á bak við framleiðslufyrirtæk- ið Mystery Island, þá Árna Filipp- usson, Davíð Óskar Ólafsson og Hrein Beck. „Þessir strákar hafa þetta „gerum þetta bara!“-element. Þeir sjá leiðir til að framkvæma hlutina og finna lausnir á öllum málum. Svo eru þeir alltaf tilbúnir að bakka mig upp, alveg sama hvað ég kem með fáránlegar hugmynd- ir. Þannig að þegar ég vildi fara út í aðra bíómynd, eftir Sveitabrúð- kaup, kom aldrei annað til greina en að leita aftur til þeirra. Ég hefði sjálfsagt aldrei komist í gegnum þessar tvær myndir ef ekki hefði verið fyrir þá. Það er bara svo einfalt.“ Óvissan fram undan Eins og hefur líklegast ekki farið framhjá neinum ríkir mikil óvissa í íslenskri kvikmyndagerð. Valdís finnur fyrir henni eins og aðrir. „Eins og er hef ég ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera eftir frumsýninguna á Kóngavegi. Ég segi nei takk við myndum alveg þangað til ég finn að ég er tilbú- in að fara aftur af stað. Mér finnst gaman að klippa ef ég fæ að vera í friði. En ég nenni ekki aftur út að vinna einhvers staðar í níu mánuði. Mér finnst of gott að búa á Íslandi. En það er engin íslensk mynd að fara af stað, svo það getur verið að ég neyðist til að endurskoða þessa ákvörðun mína …“ Klippingin góður leikstjórnarskóli Eftir farsælan en krefjandi feril sem klippari alþjóðlegra bíómynda sneri Valdís Óskarsdóttir heim til Íslands fyrir nokkrum árum. Hér settist hún sjálf í stól leikstjóra og þar virðist fara vel um hana, enda er hún þegar búin að gera tvær bíómyndir. Hólm- fríður Helga Sigurðardóttir heimsótti Valdísi og spjallaði við hana um þá nýju, Kóngaveg, sem verður frumsýnd á föstudaginn. HANDRITSHÖFUNDUR OG LEIKSTJÓRI Valdís Óskarsdóttir skrifaði handritið að Kóngavegi og leikstýrði myndinni sjálf. Að hennar eigin mati eru persónurnar í myndinni bara skrítnar á yfirborðinu. Þær séu í raun bara venjulegt fólk sem býr við sérstakar aðstæður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Frá árinu 1991 hef ég eytt meiri tíma inni í klippiherberg- is en utan þess. Ég væri náttúrlega bara auli ef ég hefði ekki lært sitthvað um söguuppbyggingu, karakterupp- byggingu og frásagnartækni – allt þetta sem leikstjórar þurfa að kunna. Daníel Brühl og Gísli Örn Garðarsson í hlutverkum sínum í Kóngavegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.