Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2010, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 20.03.2010, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 20. mars 2010 31 ➜ BOÐ UM RÁÐGJÖF SKIPTA TUGUM „Þetta var eitt af þessum mörgu erindum sem komu hér á síðasta ári frá alls konar ráðgjöfum og aðilum sem voru boðnir og búnir að bjarga okkur. Allir höfðu þeir mismunandi sýn á málin en efuðust ekki um eigin hæfileika og ágæti til að gera það,“ segir Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, um boð Alex Jurshevski um aðstoð við að ráða fram úr efnahagsvandanum hér. Hann segir að fæstum þessara erinda hafi verið svarað. Stjórnvöld hafi þegar verið komin með ráðgjafa í þau verkefni sem verið var að vinna að. Að sögn Indriða hafa mörg tilboð um ráðgjöf borist stjórnvöldum. Þau skipta tugum. „Það hefur verið mjög mikið um þetta og alveg fram á síðasta dag. Um daginn kom til dæmis fram í fréttum að eitthvert franskt fyrirtæki bauðst til að undirbúa umsókn okkar um inngöngu í Parísarklúbbinn. Í honum eru fátækustu lönd heims.“ Flestum er þessum mönnum snúið við í gættinni. „Bæði er þetta slíkur fjöldi og svo er þetta sölumennska, menn eru að bjóða þjón- ustu og ætla að maka krókinn. Og það má svo sem benda á fyrirtæki sem hafa komist með tærnar inn fyrir gættina eins og frægt er orðið, Mischon de Reya er kannski af þessum toga.“ Hann segir þann hátt hafðan á í fjármála- ráðuneytinu að ef leita þarf ráðgjafar sé leitað til virtra aðila, oft fyrir milligöngu manna sem þekkja vel til. Ekki sé gripið í tilboð sem berast inn um bréfalúguna. Indriði kveðst ekki þekkja mikið til Alex Jurshevski en segir fyrirtæki hans þekkt á þessum vettvangi. „Ég sá þó ekki annað en að kynningin á honum hefði verið byggð á hans eigin kynningu. Ég þekki ekki til þess að hann hafi komið að eða unnið fyrir ríki. Það kann að vera en mér þykir fremur ólíklegt að fyrirtæki sem hefur svona bakgrunn sé kallað til aðstoðar. Þetta viðtal í kanadíska sjónvarp- inu sýnir mjög vel hver starfsgrundvöllur þess er.“ Viðtalið fjallaði um hvernig græða megi í ríkjum sem glíma við fjárhagserfiðleika. „Það er þekkt að til eru verðbréfafyrirtæki sem kaupa eignir og skuldabréf ríkja og fyrirtækja sem lenda í vandræðum í þeirri von að þau hækki,“ segir Indriði. „Við sjáum það til dæmis á skuldabréfum gamla Lands- bankans sem um tíma voru seld á um eitt prósent af nafnvirði. Eftir að fréttir bárust um betri endurheimtur var verðið komið upp í fimm prósent. Þeir sem keyptu í upphafi voru því búnir að fimmfalda eign sína. Þeir taka auðvitað áhættu en oft og tíðum er það svo að þegar ástandið er sem verst og sjokkið sem mest fellur verðmætið á svona skuldum eða kröfum langt niður fyrir raunvirði og þá hlaupa svona menn til.“ Indriði segir það orð fara af sumum, sem leggja stund á svona viðskipti, að þeir geri sitt í byrjun til að mála myndina sem dekkstum litum svo verðið verði sem lægst. Síðan snúi þeir blaðinu við og tali upp verðið á ný. komast yfir sem mest af verð- mætum. Margar þjóðir hafa farið flatt á því að standa ekki í lapp- irnar gagnvart slíkum mönnum. Einn viðmælenda sagði að hugs- anlega væri þar komin skýringin á slæmu orðspori AGS. Það væri ekki fyrir verk sjóðsins sem ríki stæðu áfram höllum fæti eftir aðstoð hans heldur hrægamm- anna sem fylgdu í kjölfar hans. Ekki má líta svo á að allir sem að fyrra bragði bjóða stjórn- völdum ráðgjöf eða falast eftir verðmætum á frjálsum markaði séu vargar. Sumum gengur gott eitt til. Fjárfestingar geta verið fullkomlega eðlilegar og bein- línis nauðsynlegar. Kaup Fær- eyjabanka á stórum hluta í trygg- ingafélaginu Verði eru dæmi um slíkt. Allt bendir til að það sé lang- tímafjárfesting enda fellur hún vel að starfsemi móðurfélagsins. Viðmælendum bar hins vegar saman um að hrægammarn- ir þekktust best á má lf lutn - ingnum. Þeirra háttur væri að segja að ástand- ið væri mjög slæmt, verra en það í raun og veru væri. „Þeir tala allt niður og gera alla hrædda,“ sagði einn. Og ef einkasamtöl dygðu ekki til reyndu þeir að koma sér á framfæri í fjöl- miðlum. Þannig reyndu þeir að búa til hljómgrunn fyrir málflutn- ing sinn og þrýsta á um að þjón- usta þeirra eða viðskiptahugmynd sé keypt. Afstaða almennings sérstakt mein Líkt og áður var nefnt eru það ekki aðeins efnahagslegar aðstæð- ur sem gera hrægömmum kleift að athafna sig. Samfélagslegt ástand hefur mikið að segja. Eftir hrun ríkir mikil tortryggni í garð allra sem komu nálægt bönkum eða störfuðu á öðrum vígstöðv- um viðskiptalífsins. Almenningur treystir illa slíku fólki. Skiptir þá engu hvort það hafði eitthvað með bankahrunið að gera eða ekki. Því er kallað eftir útlendingum. Þetta sést á blaðagreinum og í umræðu- þáttum en ekki síst á blogginu. „Fólk vill útlendinga bara til að fá útlendinga og án þess að for- tíð þeirra sé skoðuð,“ varð einum viðmælenda að orði. Furðaði hann sig á þeirri afstöðu enda væri hér fjöldi fólks sem gæti lagt gott til endurreisnarinnar. Almennings- álitið gerði það hins vegar að verk- um að það fengi ekki tækifæri. Taldi hann enga þörf á ráðgjöf frá erlendum einkafyrirtækj- um. Ríkið nyti ráðgjafar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og einstaka sérfræðings sem valist hefði til starfa fyrir milligöngu erlendra ríkisstjórna eða annarra ábyrgra aðila. Fullyrti hann að háværar radd- ir um vantraust á Íslendingum en traust á útlendingum hefðu áhrif á stjórnmálamenn og aðra. Þessi afstaða væri mein út af fyrir sig enda skapaði hún frjóan jarðveg fyrir allrahanda hrægamma. Frá- leitt væri að almenningur yrði til þess að auka enn á tækifæri þeirra til að athafna sig hér. Ekki væri á ástandið bætandi. -tryggjum öryggi í viðskiptum Ert þú örugglega þú? www.sff.is Til að auka öryggi í viðskiptum þurfa allir viðskiptavinir banka, sparisjóða og eignarleigufyrirtækja að sanna á sér deili með því að framvísa gildu skilríki. Gild skilríki eru vegabréf, ökuskírteini og nafnskírteini. Samkvæmt lögum um peningaþvætti er skylt að framvísa gildum persónuskilríkjum Hafi r þú ekki sannað á þér deili er mikilvægt að þú gerir það. INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.