Fréttablaðið - 20.03.2010, Page 39

Fréttablaðið - 20.03.2010, Page 39
Hjálparstarf kirkjunnar 3 Mikael R. Ólafsson var í hópi íslenskra björgunarsveitarmanna sem voru með þeim fyrstu sem komu til starfa eftir jarðskjálftann mikla á Haítí 12. janúar. Það vakti athygli hve fljótir þeir voru á vettvang. Við vorum með allt klárt Síðastliðin 10 ár hefur rústabjörgunarsveitin þjálfað sig og undirbúningur miðast við að geta verið klár á innan við fjórum klukkustundum. Allur búnaður er í eigu björgunarsveitanna sem standa að þessari sérsveit og stendur tilbúinn fyrir útkall, vigtaður og skráður. Einnig eru menn alltaf með persónulega búnaðinn sinn að mestu leyti kláran til útkalls. Í þessu tilfelli voru það einnig skjót viðbrögð utanríkisráðuneytisins sem vógu þungt. Sveitin, sem samanstendur af 30 björgunarmönnum, hefur hlotið vottun af hálfu Sameinuðu þjóðanna sem rústabjörgunarsveit af miðlungsstærð og er þjálfuð samkvæmt stöðlum þeirra. Allir félagar í íslensku alþjóðasveitinni eru einnig virkir félagar í björgunar- sveitum Slysavarnarfélagsins Lands bjargar, starfa á Landspíta l- anum eða hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Auðveldara að telja hús sem stóðu Við lentum 13. janúar um klukkan 16.00 í Port-au-Prince og það tók okkur fram í myrkur að útvega ökutæki og ná sambandi við almannavarnir staðarins. Okkur var úthlutað svæði á íþrótta- leikvangi til að setja upp búðir og héldum við þangað í svarta myrkri og reyndar aftur til baka á flug- völlinn þar sem við settum á endanum upp búðirnar. Þrátt fyrir að hafa séð á leiðinni skemmd hús og sum hrunin gerðum við okkur í raun ekki grein fyrir þeim hrikalegu aðstæðum sem blöstu við fyrr en næsta dag í björtu. Það sem sló mig mest í fyrstu var þögnin sem var svo ótrúlega mikil þegar maður hugsar til þess að við vorum að lenda í þriggja milljóna manna borg og það var algjör þögn. Það var ekki fyrr en næsta dag þegar við héldum inn í borgina í fyrsta verkefnið okkar, sem var í nýlegum stórmarkaði sem hafði verið fjórar hæðir og var nú ein, að maður gerði gerði sér grein fyrir þessari gríðarlegu eyðileggingu og hrikalegu aðstæðum. Í raun var auðveldara að telja þau hús sem voru uppistandandi en þau sem höfðu hrunið. Það er erfitt að lýsa því hvernig manni líður í svona aðstæðum en fyrsta hugsunin er að byrja að gera það sem maður hefur þjálfað sig í að gera varðandi björgun úr rústum. Fókusinn er í raun allur á verkefninu og aðrar tilfinningar og úrvinnsla þeirra bíða þar til verkefninu á staðnum er lokið. Fólkið frábært, vandamálin tæknilegs eðlis Við vorum ein fyrsta alþjóðlega sveitin á vettvang og almanna- varnir á staðnum voru rétt að ná yfirsýn yfir skaðasvæðið. Fólk var mjög þakklátt og tilbúið að aðstoða okkur í hvívetna þannig að erfiðleikarnir voru eingöngu tæknilegs eðlis. Vorum alveg sjálfbærir Sveitin kemur með allan björgunarbúnað með sér og á að geta starfað í allt að 10 daga án utanaðkomandi aðstoðar nema hvað varðar eldsneyti. Það gekk upp hjá okkur en sumar sveitir áttu í miklum erfiðleikum með að útvega sér eldsneyti. Æðruleysi fólksins sem komst af og að fá að fylgjast með því hvernig lífið hélt áfram. Maður fylgist með fréttum af svæðinu til að sjá hvernig uppbyggingin gengur. Þegar heim er komið hefst mikil rýnivinna þar sem sveitin fer ofan í saumana á öllum þáttum útkallsins og við það er maður einnig að vinna úr tilfinningum sínum. Það má líka segja að eftir svona útkall þar sem hlutirnir ganga upp er maður stoltur af því að hafa verið þátttakandi í svona viðamiklum, vel heppnuðum björgunar- aðgerðum og það hjálpar manni að takast á við það sem blasti við. En sterkasta minningin er hvað fólkið sem komst af var æðrulaust og það að fá að fylgjast með því hvernig lífið hélt áfram. Áberandi betra ástand með hjálp kirkjunnar – hvet fólk til að vera með Þegar við komum á staði þar sem fólk hafði safnast saman var áberandi betra ástand þar sem við sáum fólk á vegum kirknanna á Haítí að störfum. Það er ljóst að þörfin á utanaðkomandi aðstoð er afar brýn og ég hvet fólk til að taka þátt í söfnun Hjálparstarfsins fyrir hjálpar- og uppbyggingarstarf á Haítí. Algjör þögn í þriggja milljóna manna borg HEILDARLAUSN UMSLAGS VIÐ GETUM AÐSTOÐAÐ ÞIG ALLA LEIÐ. www.umslag. is Mikael á vettvangi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.