Fréttablaðið - 20.03.2010, Qupperneq 97
LAUGARDAGUR 20. mars 2010 69
Lagahöfundurinn og upp-
tökustjórinn Rob Fusari,
hefur höfðað skaðabóta-
mál gegn söngkonunni
Lady Gaga. Hann segist
hafa samið með henni
vinsæl lög og tryggt
henni plötusamning,
án þess að hafa fengið
nokkuð fyrir sinn snúð.
Hann krefst 30,5 millj-
óna dollara í bætur, eða
hátt í fjögurra milljarða
króna.
Fusari er fyrrverandi
kærasti Gaga og segir að
hún hafi látið sig flakka um leið og
vinsældirnar bönkuðu á dyrnar.
Hann segist fyrst hafa
hitt Gaga þegar hún kom
fram undir eigin nafni,
Stefani Germanotta,
árið 2006. Hann segist
hafa á næstu mánuðum
breytt henni í Lady Gaga
og komið ferli hennar
af stað. Hann mun hafa
tryggt henni plötusamn-
ing við fyrirtækið Inter -
scope Records, sem gaf út
plötu hennar The Fame,
árið 2008. Hún hefur selst
í yfir þremur milljónum
eintaka í Bandaríkjunum.
Í janúar fékk Gaga tvenn Grammy-
verðlaun fyrir plötuna.
Krefst skaðabóta
Hljómsveitin The Wintergreens
spilar í Batteríinu í kvöld. Þetta
er kvartett frá Leith í Skotlandi
og í bandinu er Íslendingur
búsettur þar, Gunnar Thor
Ófeigsson. Tónlist Wintergreens
er tilraunapopp og má heyra
nokkurn samhljóm með tilrauna-
kenndu nýbylgjurokki frá því um
1980.
Gamlir hljóðgervlar og
gítarar að drukkna í bergmáli og
endur kasti blandast saman við
trommuheila og hæverskan söng.
Sveitin hefur gefið út eina EP-
plötu og það má hlusta á hana á
Myspace-síðunni, myspace.com/
thewintergreens. - drg
Hæverskt nýbylgjurokk
THE WINTERGREENS Á Batteríinu í kvöld.
Leikarinn Forest Whitaker
passar upp á að velja aðeins
bestu hlutverkin sem í boði eru.
Það sé lykillinn að velgengni
hans. „Í byrjun ferilsins skipti
mig engu máli ef ég fékk hlut-
verk. Ég vildi bæta sjálfan mig
og sagði umsvifalaust nei ef
hlutverkin vöktu ekki hjá mér
áhuga,“ sagði Whitaker, sem fékk
Óskarinn fyrir hlutverk sitt í
Last King of Scotland. „Ég hafði
ekki áhuga á að leika fíkniefna-
sala í tíu ár í sápuóperu. Á þeim
tíma skiptu peningar mig engu
máli, ég vildi frekar
svelta. Það er leyndar-
málið mitt. Ég byggði
feril minn á því að
leika áhuga-
verðar per-
sónur vegna
þess að ég
fylgdi hjarta
mínu.“
Velur aðeins
góð hlutverk
FOREST
WHITAKER
Passar upp
á að velja
aðeins hlut-
verk sem
eru sérlega
áhugaverð.
Paula Abdul, fyrrverandi dómari
í American Idol, verður ekki
dómari í hæfileikaþættinum
Star Search eins og hún hafði
vonast eftir. Abdul og framleið-
andinn ABC komust ekki að sam-
komulagi um laun og því fór sem
fór. Óvíst er hvort þessi gamal-
gróni þáttur verði framleiddur
því ABC hafði treyst mjög á
þátttöku Abdul. Á síðasta ári
voru henni boðnar fimm milljón-
ir dollara, eða um 600 milljónir
króna, fyrir að halda
áfram í Idol, sem
hún hafnaði. Hún
vildi ekki fá lægri
laun fyrir Search
en ABC var ekki
tilbúið að mæta
launakröfum
hennar.
Krafðist of
hárra launa
PAULA ABDUL
Idol-dómarinn
fyrrverandi verður
ekki dómari í
hæfileikaþættin-
um Star Search.
LADY GAGA Fyrrum
kærasti Gaga hefur
höfðað skaðabótamál
gegn henni.