Fréttablaðið - 20.03.2010, Side 100

Fréttablaðið - 20.03.2010, Side 100
72 20. mars 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir mun kasta spjóti í fyrsta sinn á árinu 2010 á vetrar- kastmóti Frjálsíþróttasambands Evrópu sem fram fer í Arles í Suður-Frakklandi um helgina. Ásdís keppir á mótinu ásamt Óðni Birni Þorsteinssyni úr FH og félaga sínum úr Ármanni, Helgu Margréti Þorsteinsdótt- ur. Óðinn og Helga Margrét hafa getað keppt í sínum greinum innanhúss en Ásdís býr ekki við þann munað að kasta spjótinu sínu á innanhússtímabilinu. „Ég keppti á þessu móti í fyrra og bætti mig þar. Þetta er eiginlega innanhússtímabilið mitt. Það eru allir að keppa innanhúss og ég er að leika mér þar en ég geta náttúrulega ekki keppt í spjóti inni. Þetta er mjög gott til að meta stöð- una fyrir sumarið því nú höfum við enn þá tvo mánuði í viðbót til þess að æfa,“ segir Ásdís sem er jákvæð. „Staðan á mér er rosalega góð. Þetta er mjög snemma á tímabilinu þannig að maður veit aldrei hvað gerist. Ég er ekki orðin alveg stöðug en það er búið að ganga rosalega vel á æfing- um. Ég vonast til þess að gera góða hluti,“ segir Ásdís. Hún og Helga Margrét búa að því að fá mikinn stuðning frá félagi sínu Ármanni. „Hingað til hef ég þurft að borga þetta sjálf af mínum afreksstyrkjum en núna er félagið mitt búið að stofna Ólympíuhóp Ármanns sem er ég, Helga Margrét og Stefán Jóhannsson, þjálfari. Þeir í stjórninni hjá frjálsíþróttadeild Ármanns eru búnir að vera ótrúlega duglegir að vinna fyrir okkur. Það er ómetanlegt. Þeir eru búnir að fá inn fullt af styrkj- um sem borga þetta alveg fyrir okkur,“ segir Ásdís og þá er bara að launa greið- ann með því að standa sig í Frakklandi. „Ég á að geta gert mjög góða hluti miðað við það hvernig æfingarnar eru búnar að ganga. Ég ætti þess vegna að geta bætt mig en það er ekkert bókað. Ég er alveg í formi upp á það,“ sagði Ásdís bjartsýn. - óój Ásdís Hjálmsdóttir verður meðal keppenda á vetrarkastmóti í Frakklandi: Ég á að geta gert góða hluti JÁKVÆÐ OG BJARTSÝN Ásdís Hjálmsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM IE-deild kvenna: Hamar-Keflavík 101-103 Stig Hamars: Julia Demirer 39 (13 frák.), Koren Schram 14 (8 stoðs.), Kristrún Sigurjónsdóttir 13, Fanney Lind Guðmundsdóttir 12, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10, Hafrún Hálfdánardóttir 6, Íris Ásgeirsdóttir 4, Guðbjörg Sverrisdóttir 3. Stig Keflavikur: Kristi Smith 26, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 25, Pálína Gunnlaugsdóttir 14 Bryndís Guðmundsdóttir 12, Marín Rós Karls- dóttir 11, Rannveig Randversdóttir 8, Svava Ósk Stefánsdóttir 4, Hrönn Þorgrímsdóttir 3. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Keflavík. KR-Haukar 63-61 Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 15, Jenny Pfeiffer-Finora 14, Signý Hermannsdóttir 13, Unnur Tara Jónsdóttir 13, Hildur Sigurðardóttir 5, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 3. Stig Haukar: Kiki Jean Lund 15, Heather Ezell 13, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10, Guðrún Ósk Ámundadóttir 7, Helena Brynja Hólm 5, María Lind Sigurðardóttir 4, Telma B. Fjalarsdóttir 4, Sara Pálmadóttir 3, KR vann einvígið, 3-0. ÚRSLIT „Mér finnst þetta frábært tækifæri fyrir leikmennina á Íslandi. Þetta er krydd í tilveruna fyrir þá. Þeir öðlast reynslu og fá tækifæri til að sýna sig,“ segir landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson. Ísland mætir Færeyjum á morgun en þetta er þriðja árið í röð sem þjóðirnar mætast í Kórnum. Landsliðshópurinn er að mestu skipaður leik- mönnum sem spila hér heima. „Það er náttúrulega undirbúningstímabil í gangi hérna og menn hafa ekki spilað mikið. Maður horfir því aðeins til síðasta árs og í hvernig ástandi menn voru undir lok tímabilsins þá,“ segir Ólafur. Athyglisverðast við landsliðshópinn er að þar er enginn leikmaður sem spilaði miðvörð sem aðalstöðu hjá sínu félagsliði á síðasta tímabili. „Það er ákveðinn höfuðverkur varðandi hafsenta hér á landi að mínu mati. Ég verð bara að segja eins og það er. Við eigum þó nokkra miðjumenn sem hafa spilað þessa stöðu. Annar hafsentinn verður því einhver sem leikur á miðjunni í deildinni hér heima,“ segir Ólafur en þar koma nokkrir leikmenn til greina. KR-ingurinn Grétar Sigurðarson hefur leikið mjög vel á undirbúningstímabilinu en fékk ekki pláss. „Að sjálfsögðu kom hann til greina eins og aðrir. Það voru nokkrir hafsentar sem ég skoðaði en þetta var niðurstaðan. Ég valdi Heimi Einarsson sem hefur staðið sig ágætlega í þeim leikjum sem ég hef séð en svo datt hann út.“ Hópurinn heldur síðan til Bandaríkjanna og leikur við Mexíkó næsta miðvikudag. „Við erum að fara að spila á hrikalega flottum leikvangi og maður hefur heyrt að búið sé að selja um 60 þúsund miða. Það hlýtur að vera ótrúlega gaman að spila leik fyrir framan svona marga áhorfendur og gefa mönnum aukinn kraft.” ÓLAFUR JÓHANNESSON: UNDIRBÝR LANDSLIÐIÐ FYRIR VINÁTTULEIKI VIÐ FÆREYJAR OG MEXÍKÓ Höfuðverkur varðandi hafsenta hér á landi > Vignir samdi við Hannover Landsliðsmaðurinn Vignir Svavars- son er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Hannover Burgdorf. Fréttablaðið greindi fyrst frá því að Vignir væri líklega á leið til félagsins er Aron Kristjánsson var ráðinn þjálfari liðsins en Vignir lék undir hans stjórn hjá danska félaginu Skjern. Vignir kemur til liðsins frá Lemgo. Einn Íslendingur, Hannes Jón Jónsson, er fyrir í herbúðum félagsins. FÓTBOLTI Leonardo, þjálfari AC Milan, las upp bréf frá David Beckham fyrir æfingu ítalska liðsins í gær. Tímabilinu er lokið hjá Beckham eftir meiðsli sem hann hlaut í síðustu viku. Hann mun enn fremur ekki geta leikið með enska landslið- inu á HM í sumar. Hann mun þó hugsanlega fara með liðinu á mótið og veita þá leikmönnum ráðgjöf og stuðning enda afar reyndur leikmaður. Bréfið frá Beckham hljómaði svona: „Til þjálfarans og allra minna vina. Ég óska ykkur góðs geng- is út tímabilið og ég vona að þið komið með bikarinn heim. Ég vil líka þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn og ástúðina sem þið sýnduð eftir leikinn gegn Chievo. Þetta virkilega snerti mig og ég veit að ég á sanna vini hjá félaginu. Ég vona að ég eigi eftir að spila með ykkur aftur og vera hluti af þessu yndislega liði. Enn og aftur þakka ég ykkur fyrir ástúðina og óska ykkur góðs gengis. Ciao, David.“ - egm Beckham kvaddi félagana: Sendi leik- mönnum bréf Á HÆKJUM Beckham mun styðjast við hækjur næstu vikurnar. NORDIC PHOTOS/AFP N1 Deildin KONUR Laugardagur Digranes Framhús KA heimili Kaplakriki HK - Valur Fram - Stjarnan KA/Þór - Haukar FH - Fylkir 16:00 16:00 16:00 16:00 2009 - 2010 KÖRFUBOLTI KR er komið í úrslit í Iceland Express-deild kvenna eftir magnaðan sigur á Haukum, 63-61. Haukastúlkur mættu einbeittar til leiks og leiddu nánast allan leikinn. Hið sterka lið KR steig upp undir lokin, skreið fram úr, vann leikinn og tryggði sig inn í úrslitin. - hbg Iceland Express-deild kvenna: KR í úrslit BARÁTTA Haukar börðust grimmilega en það dugði ekki til. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Kristi Smith var hetja Keflavíkur sem vann dramat- ískan sigur á Hamri í þriðja leik liðanna í undanúrslitaeinvígi lið- anna í Iceland Express-deild kvenna sem fram fór í Hveragerði í gærkvöldi. Keflavík vann leikinn 103-101 í framlengingu eftir að staðan hafði verið 88-88 eftir venjulegan leik- tíma. Koren Schram hafði tryggt Hamar framlengingu en henni tókst hins vegar ekki að skora sigurkörfuna í lokasókn leiksins. „Ég varð að reyna að bæta ein- hvern veginn fyrir það að klikka á vítaskotinu þarna rétt áður. Ég sá tækifærið til að taka skotið og lét vaða,“ sagði Kristi Smith eftir leikinn. „Ég er búin að vera í lægð í fyrstu tveimur leikjunum en ég náði vonandi að koma mér aftur af stað í þessum leik,“ sagði Kristi Smith sem var með 26 stig og 6 stoðsendingar í gær. Kristi Smith var ekki sú eina sem steig fram á lokasprettinum því þær Bryndís Guðmundsdótt- ir og Pálína Gunnlaugsdóttir voru með 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og framlengingunni. Birna Valgarðsdóttir var líka mjög öflug allan leikinn og var með 25 stig og 12 fráköst. „Við ákváðum að taka janúarmánuð á þetta þar sem við vorum að gera þetta allt saman og létum jákvæðnina ráða för. Við vissum ef við færum ekki að byrja á því eftir fyrsta leik- inn þá gætum við sleppt þessari úrslitakeppni,“ sagði Birna en Hamar vann fyrsta leikinn með 20 stiga mun. Keflavík hefur nú svarað með tveimur sigrum í röð og getur tryggt sér sæti í lokaúr- slitunum með sigri í næsta leik á heimavelli. „Þetta datt með Keflavík. Pálína setti fyrst niður rosalega stóran þrist þegar við erum nýbúnar að klikka á galopnum þristi og síðan setur Kristi niður svakalegan þrist, tvo metra fyrir utan þriggja stiga línuna og með mann í sér. Það er lítið hægt að gera í því,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Ham- ars. „Leikurinn vinnst ekki eða tapast þarna á síðustu sekúndun- um. Varnarleikurinn okkar er ekki nægilega góður og þær eru að fá of mikið af opnum skotum,“ sagði Ágúst en hvað gerðist eftir fyrsta leikinn? „Ætli stelpurnar hafi ekki bara ofmetnast og haldið að þetta væri eitthvað auðvelt. Við erum núna með bakið upp við vegg, þurfum bara að mæta í Keflavík tilbúnar að berjast og taka einn leik í einu,“ sagði Ágúst. Hamarsliðið fór mikið í gegn- um Juliu Demirer í gær og hún fór langt með því að vinna leik- inn með því að skora 39 stig og taka 13 fráköst. Það munaði hins vegar miklu um það alveg eins og í öðrum leiknum að Hamarsliðið var án Kristrúnar Sigurjónsdótt- ur á lokasprettinum en hún fékk sína fimmtu villu þremur mínútum fyrir leikslok. ooj@frettabladid.is Mögnuð karfa hjá Kristi Kristi Smith skoraði þriggja stiga körfu langt fyrir utan þegar 4 sekúndur voru eftir af framlengingu og tryggði Keflavík 103-101 sigur á Hamri og 2-1 forystu í einvíginu í undanúrslitum Iceland Express-deildar kvenna. KOMNAR YFIR Bryndís Guðmundsdóttir og stöllur hennar í Keflavík unnu frábæran sigur í Hveragerði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.