Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2010, Qupperneq 104

Fréttablaðið - 20.03.2010, Qupperneq 104
76 20. mars 2010 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Arsene Wenger óttast að þrálát meiðsli varnarmanns- ins Williams Gallas skemmi fyrir viðræðum leikmannsins um nýjan samning. Roma hefur mik- inn áhuga á Gallas sem verður samningslaus í sumar. „Gallas verður ekki með um helgina. Þessi meiðsli virðast endalaus og það er áhyggjuefni. Sol Campbell og Mikaël Silvestre verða að vera reiðubúnir,“ sagði Wenger. Wenger segir þó að Frakkar þurfi engar áhyggjur að hafa varðandi HM í sumar, Gallas verði tilbúinn í slaginn þá. Góðu fréttirnar fyrir Arsenal eru þær að miðjumennirnir Cesc Fabregas, Tomas Rosicky og Alex Song verða allir tilbúnir í slaginn fyrir leikinn gegn West Ham í dag. - egm Samningar Williams Gallas: Meiðsli hamla viðræðum WILLIAM GALLAS Gæti skipt um félag í sumar. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Ryan Shawcross, varn- armaður Stoke, hefur enn ekki talað við Aaron Ramsey hjá Arsenal eftir tæklinguna sem varð til þess að Ramsey fót- brotnaði. Shawcross hefur reynt að biðja Ramsey afsökunar en án árangurs. Shawcross fékk þriggja leikja bann en Ramsey getur hins vegar ekki leikið fyrr en á næsta tímabili. „Ég hef reynt að ná í hann. Ég hef hringt í hann og skilið eftir skilaboð og einnig sent honum textaskilaboð. Ég hef ekkert fengið til baka en það er allt í hans höndum,“ segir Shawcross. „Mun ég hitta hann? Það gæti gerst í framtíðinni en Aaron ræður hvort af því verður.“ Shawcross fór grátandi af velli eftir atvikið en hann segist ekki ætla að breyta sínum leik- stíl þrátt fyrir það sem gerðist. - egm Aaron Ramsey reiður: Svarar ekki Shawcross LÍÐUR ILLA Shawcross var miður sín er hann fótbraut Ramsey. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Titilvörn Evrópumeist- ara Barcelona í átta liða úrslit- um Meistaradeildarinnar verður gegn Arsenal. Dregið var í Sviss í gær. Manchester United mun mæta Bayern München en þessi lið mættust í einum eftirminni- legasta úrslitaleik í sögu Meist- aradeildarinnar árið 1999. Ef United tekst að komast áfram mun liðið leika við sigur- vegarana úr franska slagnum, Lyon-Bordeaux, í undanúrslitum. Sigurvegarinn úr viðureign Bar- celona og Arsenal mætir annað- hvort Inter eða CSKA Moskvu. Samkvæmt veðbönkum eru Börsungar sigurstranglegast- ir í keppninni en þeir unnu Ars- enal í úrslitaleik hennar fyrir fjórum árum. Txiki Begiristain, yfirmaður íþróttamála hjá Bar- celona, segir að áhorfendum sé tryggð skemmtun í leikjunum gegn Arsene Wenger og læri- sveinum hans. „Þetta verður ein fallegasta viðureign fótboltans. Þetta eru tvö lið sem leika frábæran og áhorfendavænan bolta,“ sagði Begiristain. Næstsigurstranglegastir eru rauðu djöflarnir frá Manchester. „Þegar horft er á fyrri viðureign- ir þessara liða sést að þetta verð- ur mjög erfitt fyrir okkur,“ segir Sir Alex en Bayern hefur haft betur þegar skoðaðar eru inn- byrðis viðureignir liðanna síð- ustu ár. „Vonandi verða allir sem við þurfum á að halda heilir fyrir þennan leik. Ef svo er eigum við góða möguleika.“ Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður þýska liðsins, segir að hans menn eigi erfitt en skemmtilegt verkefni fyrir höndum. „Við þurfum að eiga okkar allra besta leik til að komast áfram. Manchester United er sigur- stranglegra liðið enda eitt það allra besta. En það gerir verk- efnið skemmtilegra, að reyna að slá út þá sigurstranglegri,“ sagði Rummenigge. Ítalíumeistarar Inter eru tald- ir eiga auðveldasta verkefnið en þeir leika gegn CSKA Moskvu. „Það væri rangt að vanmeta CSKA af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er tímabilið nýhafið hjá þeim og þeir eru ferskari en önnur lið. Þá spila þeir á gervi- grasi og því er erfiðara fyrir þau lið sem búa yfir mikilli tækni að hafa stjórn á boltanum,“ sagði Ernesto Paolillo, stjórnarmað- ur hjá Inter, sem var þó ánægð- ur með að losna við Manchester United og Barcelona á þessu stigi keppninnar. elvargeir@frettabladid.is Hágæðaskemmtun tryggð Arsenal og Barcelona munu mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dregið var í gær. Manchester United mun leika gegn þýska liðinu FC Bayern. HENRY OG MESSI Fagna eftir sigur Barcelona í úrslitaleiknum í fyrra. Henry þekkir Arsenal vel enda var hann áður fyrr skærasta stjarna liðsins. NORDICPHOTOS/GETTY MEISTARADEILDIN - DRÁTTUR Átta liða úrslit: Lyon - Bordeaux FC Bayern - Manchester United Arsenal - Barcelona Inter - CSKA Moskva Undanúrslit: Arsenal/Barcelona - Inter/CSKA FC Bayern/Man Utd - Lyon/Bordaux FÓTBOLTI Dregið var í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í gær. Liverpool mætir þar Benfica sem trónir á toppi portúgölsku deildarinnar. Ef Liverpool nær sigri úr þeirri viðureign mun það mæta sigurvegaranum úr rimmu spænsku liðanna Valencia og Atletico Madrid í undanúrslitum. Rafael Benítez, stjóri Liver- pool, segir að sitt lið eigi erf- itt verkefni fyrir höndum. „Við vitum að þetta er gott lið og höfum mætt því áður í Meistaradeildinni. Það á góða stuðningsmenn og þetta verður krefjandi,“ sagði Benítez eftir dráttinn. „Það er auð- vitað mikilvægt að seinni leik- urinn sé á okkar heimavelli. Við vitum að við þurfum að spila vel á útivelli og vera öflugir heima. Þeir hafa leikið áður á Anfield og verða kannski ekki eins hræddir og önnur lið,“ sagði Benítez. Hann vildi ekkert tjá sig um möguleikann á því að mæta sínu gamla félagi, Valencia, í undanúrslitum. „Eins og þið blaðamenn ættuð að vita þá tek ég alltaf einn leik í einu. Við horfum bara til leiksins gegn Benfica. Þeir eru á góðu skriði og þetta verður erfitt.“ Fulham mætir þýska liðinu Wolfsburg í átta liða úrslit- unum. - egm Liverpool fær Benfica í Evrópudeildinni: Eigum erfiða leiki fyrir höndum FORSÍÐAN Arnar er flottur á forsíðu gríska blaðsins Sport-day. FÓTBOLTI Arnar Grétarsson, spilandi aðstoðarþjálfari Breiðabliks, hefur verið orðaður við stöðu yfirmanns íþróttamála hjá gríska stórliðinu AEK Aþenu um nokkurt skeið. Gríska íþróttablaðið Sport-day slær málinu upp á forsíðu sinni og segir að Arnar muni samkvæmt heimildum sínum fara til Grikklands í komandi viku og skrifa undir samning. Arnar vildi hvorki játa né neita þess- um fréttum þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Ég kýs að tjá mig ekkert um þetta mál við fjölmiðla,“ sagði Arnar. Blaðið segir að Arnar hafi hitt Stavr- os Adamidis, stjórnarformann AEK, í Lundúnum á dögunum og þeir rætt þessi mál. Arnar lék með AEK á árunum 1997- 2000. - egm Spilandi aðstoðarþjálfari Blika í grískum fjölmiðlum: Arnar á leið í AEK? Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Vakin er athygli á breyttum umsóknarfresti í Rannsóknasjóð fyrir styrkárið 2011. Nýr umsóknarfrestur verður þriðjudaginn 1. júní 2010. Umsóknarfresturinn 1. október fellur niður við breytinguna. Rannsóknasjóður -breyttur umsóknarfrestur Athugið!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.