Fréttablaðið - 20.03.2010, Side 110

Fréttablaðið - 20.03.2010, Side 110
82 20. mars 2010 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FRÉTT VIKUNNAR LÁRÉTT 2. lútur, 6. líka, 8. sakka, 9. hluti kyn- færa, 11. í röð, 12. tæla, 14. yfirstéttar, 16. snæddi, 17. svipuð, 18. festing, 20. í röð, 21. skrambi. LÓÐRÉTT 1. íþrótt, 3. verkfæri, 4. austur-afríku- ríki, 5. fag, 7. matarlím, 10. skap, 13. frostskemmd, 15. tafl, 16. árkvíslir, 19. sjúkdómur. LAUSN LÁRÉTT: 2. basi, 6. og, 8. lóð, 9. leg, 11. mn, 12. fleka, 14. aðals, 16. át, 17. lík, 18. lím, 20. aá, 21. ansi. LÓÐRÉTT: 1. golf, 3. al, 4. sómalía, 5. iðn, 7. gelatín, 10. geð, 13. kal, 15. skák, 16. ála, 19. ms. „Ég er með ofboðslegt brandara- minni,“ segir gleðigjafinn og yfirvélstjórinn Ragnar Rúnar Þorgeirsson. Ragnar byrjaði að segja brandara á myndböndum á samskiptasíðunni Facebook í vikunni og vakti strax athygli. Brandararnir hafa geng- ið manna á milli á Netinu og vakið mikil viðbrögð. Svo mikil að Ragn- ar segist vera rasandi hissa. „Fólk segir að brandararnir séu snilld og aðrir biðja um meira,“ segir hann og hlær. „Einn sagði að ég væri staðgengill Spaugstofunnar.“ En hvernig byrjaði þetta? „Ég var búinn að vera mana mig upp að segja brandara í vél- ina í nokkrar vikur,“ rifjar Ragn- ar upp. „Svo lét ég mig hafa það að prufa einn. Það vakti svo mikil viðbrögð að ég átti ekki til orð, svo kom ég með annan og er kominn með fimm brandara í dag. Ég held að sprengjan hafi orðið vegna þess að fyrsti brandarinn var svo góður. Það kom þessu öllu af stað.“ Ragnar hefur að eigin sögn allt- af verið mikill brandarakall og á fulla möppu af bröndurum. „Ég er búinn að safna í 35 eða 40 ár – og ekki bara í möppu, ég er líka með dós sem ég set alltaf brandaramiða í. Svo er ég með þetta í kollinum,“ segir hann. „Ég hef bæði skrifað niður og munað – ég man þá aðal- lega. Ég hef alla tíð verið þannig að ef ég man eftir brandara, þá segi ég hann á staðnum. Þegar á við.“ Ragnar býr í Grindavík og er yfirvélstjóri á Hans Jakobi GK 150. Hann rær frá Sandgerði og stundar sæbjúgnaveiðar. Hann játar að brandararnir séu vinsælir um borð. „Þegar við erum að spjalla saman þá man ég oft eftir brandara og fleygi honum fram,“ segir Ragnar. „Það hefur fallið í góðan jarðveg.“ Ragnar ætlar að halda áfram að setja brandara á Netið, enda rign- ir yfir hann hrósi frá fólki um allt land. „Ég fékk kveðju frá sjúkra- flutningamönnum á Egilstöðum. Þeir báðu um meira og sögðu að ég hefði bjargað deginum,“ segir hann. „Ég er mest ánægður með það geta glatt einhvern. Í öllu þessu tali um kreppu er ljós í myrkrinu að koma með svona.“ Áhugasamir lesendur geta slegið nafn Ragnars inn í leit á Facebook og þá ætti síðan hans að birtast. atlifannar@frettabladid.is RAGNAR RÚNAR ÞORGEIRSSON: ÁNÆGÐUR MEÐ AÐ GETA GLATT FÓLK Slær í gegn á Netinu eftir 40 ára brandarasöfnun BRANDARAKALL Brandarar Ragnars á Netinu hafa vakið mikla athygli og hrósinu hreinlega rignir yfir hann. MYND/HILMAR BRAGI „Við fengum ósk um vináttulands- leik frá Hollendingum og viljum gjarnan að hann fari fram á Laug- ardalsvellinum. Enda kominn tími til að karlalandslið fari nú að vinna eitthvað á þessum velli,“ segir Frið- geir Torfi Ásgeirsson, forseti And- spyrnusambands Íslands. Friðgeir hefur rætt við vallarstjóra Laug- ardalsvallarins sem tók ágætlega í málið og það er nú í réttum farvegi. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn við Hollendinga verður en stefnt er að því að hann verði fyrir Evrópu- meistaramótið í áströlskum fótbolta sem fram fer í Kaupmannahöfn og Malmö í sumar. Þegar Friðgeir er krafinn skýr- inga á nafni sambandsins, And- spyrna, stendur ekki á útskýringum. „Okkur fannst nafnið „ástralsk- ur fótbolti“ vera nokkuð óþjált og höfum því verið að leita eftir nýju íslensku orði. Andspyrna er sam- sett úr orðinu „andfætlingur“, sem er annað heiti yfir Ástrali, og svo knattspyrnu,“ útskýrir Frið- geir en á næstunni verður opnuð heimasíðan andspyrna.is. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá stundar hópur íslenskra pilta þessa harðskeyttu íþrótt og ætla piltarnir nú að færa út kvíarn- ar. „Við ætlum að setja á fót deild þriggja liða til að byrja með og svo verður opinn kynningardagur 2. maí þar sem við kynnum íþrótt- ina á Austurvelli, leyfum fólki að sparka í bolta og sjá sportið með berum augum,“ segir Friðgeir en fyrir áhugasama má benda á að æfingar eru í Fífunni í Kópavogi klukkan níu á sunnudagskvöldum. - fgg Andspyrna á Laugardalsvelli DEILD Í SUMAR Friðgeir Torfi og félagar í áströlskum fótbolta ætla að byrja með þriggja liða deild í sumar. Þeir vilja spila vináttulandsleik við Hollendinga á Laugardalsvellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég keypti réttinn að bók um þá í fyrra eftir David Square sem heitir When Falcons Fly og nú er Marteinn Þórsson að ganga frá frumdrögum að handriti. Við erum síðan að loka samningum við með- höfund að handritinu,“ segir Snorri Þóris- son, kvikmyndaframleiðandi hjá Pega- sus. Hann hyggst gera kvikmynd um íshokkíliðið Winnipeg Falcons sem vann til fyrstu gullverðlaunanna í íshokkí á Vetrar- ólympíuleikunum í Belgíu 1920. Íslendingar geta vel gert tilkall til þess- ara verðlauna enda var uppistaðan í liðinu önnur kynslóð íslenskra innflytjenda í Kanada. Raunar áttu allir leikmennirnir íslenskt foreldri utan einn. Snorri segir þetta ekki bara verða einhverja íþróttamynd á skautum heldur verði mannlegi þátturinn aðalatriðið. „Þeir voru utanveltu í kanadísku deildinni, fengu ekki að taka þátt. Þannig að þeir stofnuðu utandeild, unnu hana auðveldlega og í kjöl- farið var þeim leyft að keppa í aðaldeild- inni,“ útskýrir Snorri. Öskubuskuævintýrið hélt áfram því Winnipeg Falcons unnu einn- ig þá deild og þar með réttinn til að keppa á sjálfum Ólympíuleikunum í Antwerpen árið 1920. Þeir unnu síðan úrslitaleikinn gegn Bandaríkjamönnum sem var æsispennandi. Snorri reiknar með því að leikarar mynd- arinnar verði samblanda af kanadískum og íslenskum. „Þeir sem kunna því eitthvað að leika verða bara að fara reima á sig skautana og æfa sig í hokkíi.“ - fgg Winnipeg Falcons á hvíta tjaldið HÖFÐU FYRIR GULLINU Liðsmenn Winnipeg Falcons þurftu svo sannarlega að hafa fyrir gullinu. Þeir stofnuðu utandeild í Kan- ada, unnu hana og fengu í kjölfarið þátttökurétt í aðaldeildinni. Hana unnu þeir einnig og farseðillinn til Belgíu var tryggður. „Ég held að það sem standi fyrst og fremst upp úr í þessari viku er öll þessi blómlega menning, Hönnunarmarsinn og Reykjavik Fashion Festival. Þetta hefur skyggt á alla umræðu um fjármálahrunið.“ Dögg Mósesdóttir kvikmyndagerðarkona Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum þá vinnur handbolta- hetjan Logi Geirsson að bók um síðustu tíu ár í lífi sínu ásamt blaðamanninum Henry Birgi Gunnarssyni. Nú berast þær fréttir að Forlagið sé búið að tryggja sér útgáfurétt- inn á bókinni, sem heitir 10.10.10. Nafnið er engin tilviljun, enda kemur bókin út 10. okt- óber á þessu ári sem er einmitt afmælisdagur Loga. Annar hver maður á Íslandi skartar nú yfirvaraskeggi, kvenþjóðinni til mismikillar gleði. Átakið nær hápunkti þegar helstu grínistar landsins koma saman í landssöfn- un í beinni útsendingu á Stöð 2 á laugardaginn í næstu viku. Jón Gnarr og Pétur Jóhann sýna nýtt efni og ný atriði eftir Sig- urjón Kjartansson og Ævar Grímsson verða frumsýnd. Á meðal leikara í atriðunum verða Kjartan Guð- jónsson, Jóhannes Haukur, Sólveig Arnarsdóttir, Hannes Óli og Gunnar Hansson. Steed Lord er stödd í Texas þessa dagana þar sem hljómsveitin kemur fram á tónlistarhátíðinni South by South West. Hljómsveitin hefur gert það gott undanfarið og hefur tónlist hennar hljómað í þáttum á borð við Real World, Road Rules, Styl‘D og Keeping up With the Kardashians. Milljónir fylgjast með þessum þáttum á sjónvarpsstöðvunum MTV og E! og stjörn- urnar í síðastnefndu þáttunum eru hin alræmda Kim Kardashian og systur hennar. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 Státum af metn aðarfullu úrvali e rlendra bóka Viku- tilboð 2.295 1.795,- VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Daily Telegraph 2 E.C.A. Program Ltd. 3 Laddi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.