Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2010, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 31.03.2010, Qupperneq 36
Reykjavík | Málgagn Samfylkingarinnar í Reykjavík | 4 Sólveig Arnarsdóttir leikkona tók hann tali. Í lok maí verður kosið á ný til borgarstjórnar fyrir næstu fjögur ár. Síðustu fjögur ár hafa einkennst af óstöðugleika og sundrungu, fjórir meirihlutar hafa verið myndaðir á kjörtímabilinu en auk þess setti hrun bankanna og kreppa í efnahagslífinu óneitanlega svip sinn á stjórn Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson var borgarstjóri í 100 daga og gat sér orð fyrir skjótar ákvarðanir, yfirvegun og æðruleysi. Það stafaði bjartsýni af hópnum sem hann leiddi eftir Vonarstrætinu daginn sem hann tók við völdum. Á þeirri von og þeirri bjartsýni þarf Reykjavík sárlega að halda. Bjartari framtíð fyrir börnin okkar – átakalínur skýrast í borginni Fyrsta spurning, Dagur. Það er kosið til borgarstjórnar 29. maí. Er einhver þörf á að skipta um meirihluta? Þú ætlar ekki að byrja á neinum smáspurningum! En reyndar er frábært að þú skulir vinda þér svona beint í efnið því ég held að þetta sé einmitt spurningin sem Reykvíkingar þurfa að spyrja sig. Svarið er hiklaust já. Það þarf að skipta og annað væri reynd- ar mjög sérstakt eftir það sem borgarbúum hefur verið boðið upp á þetta kjörtímabil. Kosningarnar framundan snúast um það hvort Reykjavík sé best stýrt með hugmynda- fræðinni sem kom okkur í hrunið, frjálshyggjunni sem Sjálfstæðis- flokkurinn í borgarstjórn er svo sannarlega fulltrúi fyrir, eða jafnaðarstefnu Samfylkingarinn- ar sem leggur áherslu á atvinnu, öryggi og velferð, ný vinnubrögð og aðgerðir í þágu barna og fjöl- skyldna. Ráðhúsið í höndum Sjálfstæðisflokksins er í raun síð- asta vígi þeirrar frjálshyggju á Ís- landi, sem hefur reynst okkur svo ótrúlega dýr. Ég finn víða að fólk er ekki búið að gleyma því að þetta er sama fólkið og notaði millj- arð úr sameiginlegum sjóðum til að kaupa sér borgarstjórastól fyrir Ólaf F. Magnússon. Þetta er hópurinn sem vildi selja REI og þekkingar hluta Orkuveitunnar til Hannesar Smárasonar sem var með forkaupsrétt, þau vilja byggja fyrir tækjaleikskóla og einkavæða allt sem hægt er. Hugmyndafræði frjálshyggjunnar þarf langt frí. Ást, þorpin í borginni og ódýrari frístundir Góð kona vék að mér spakmæli sem mér skilst reyndar að sé runnið frá Nóbelsverðlaunahaf- anum Elie Wiesel. „Andstæðan við ást er ekki hatur – heldur af- skiptaleysi.“ Afskiptaleysi er rauð- ur þráður í frjálshyggjunni. Til að stýra Reykjavík út úr kreppunni held ég raunar að þurfi bæði ást og trú á framtíðina. Við þurfum vissulega að vera tilbúin til að þola erfið ár. En með samtakamætti þar sem allir borgarbúar eru virkjaðir er ég fullviss um að við komumst ekki aðeins út úr þessu heldur getum við skapað hér betra og mannvænlegra samfélag. Við eigum að hugsa um hvert einasta hverfi einsog þorp sem ber sameiginlega ábyrgð á því að börnin í þorpinu komist til manns. Að eldra fólk búi ekki afskipt og einangrað. Að svæðin milli húsanna séu sameiginlegur dval- arstaður og það sé metnaður allra að þau séu eins vistleg, hrein og fín og kostur er. Hver er Dagur? Í nýlegu viðtali var honum lýst þannig: „Hann er fótboltakappi úr Árbænum. Hann er læknir en til þjónustu reiðubúinn fyrir alla Reykjavíkinga óháð heilsufari. Hann á eiginkonu og þrjú börn sem hafa þó ekki erft liðuðu hárlokkana frá honum. Sumir hafa séð myndir af honum með svuntu í eldhúsinu eða yfir vöfflujárnum heima hjá sér á menningarnótt en sennilega fleiri af vettvangi stjórnmálanna. Hann er borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og heitir Dagur B. Eggertsson.“ Ljósmynd: Julia Staples
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.