Fréttablaðið - 31.03.2010, Page 47

Fréttablaðið - 31.03.2010, Page 47
MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 31 Guðrún Sigsteinsdóttir, leikskólaráðgjafi og fyrrverandi leikskólastjóri Birkibæjar við Reykjalund í Mosfellsbæ, færði nýver- ið leik- og grunnskólum í Mosfellsbæ mál- örvunar- og lestrarspil að gjöf. Guðrún hannaði spilið sjálf en það er sérstaklega ætlað börnum sem eru að byrja að læra að lesa. Skólastjórnend- ur tóku við gjöfinni og sögðu hana góða viðbót við annað málörvunarefni sem skólarnir eiga. Haraldur Sverrisson bæj- arstjóri þakkaði Guðrúnu einnig fyrir höfðinglega gjöf. - rat Börnin í Mosfellsbæ fá spil HÖFÐINGLEG GJÖF Haraldur Sverrisson bæjarstjóri þakkar Guðrúnu fyrir. Erna Magnúsdóttir, iðjuþjálfi í Ljósinu, hlaut sæmdartitilinn Afrekskona af Léttbylgjunni á konukvöldi útvarpsstöðvarinnar í Smára- lindinni nýverið. Erna er frumkvöðull, hug- myndasmiður og forstöðumaður Ljóssins sem er endurhæfingar- og stuðningsmið- stöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstand- endur þeirra. Ljósið er sjálfseignarstofnun, búin til af fólki sem vildi bæta endurhæf- ingu krabbameinsgreindra. „Þetta er heiður og viðurkenning á mikilli vinnu undanfarin fimm ár,“ segir Erna sem hóf störf í Ljósinu um leið og það hóf göngu sína árið 2005 í gamla safnaðarheimilinu í Neskirkju. Nú er það í 470 fermetra hús- næði við Langholtsveg 43 með margvíslega og blómlega starfsemi. Þangað koma yfir 200 manns í hverjum mánuði til að byggja sig upp andlega og líkamlega eftir krabba- meinsgreiningu að sögn Ernu. - gun Erna afrekskona Jazzklúbburinn Múlinn stend- ur fyrir tónleikum annað kvöld, fimmtudaginn 1. apríl, í Jazz- kjallaranum á Café Cultura, Hverfisgötu 18. Á tónleikunum kemur fram hljómsveitin Altó ást, þar sem altó-saxófónleikararnir Hauk- ur Gröndal og Sigurður Flosason fara fyrir fríðum flokki. Tilefni tónleikanna er níutíu ára fæðing- arafmæli Charlie Parker og munu þeir leika lög hans. Ásamt þeim koma fram Kjartan Valdemars- son píanóleikari, Þorgrímur Jóns- son bassaleikari og Erik Qvick sem leikur á trommur. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er 1.500 króna aðgangseyr- ir, en 1.000 krónur fyrir nemend- ur. - kg Altó ást leikur Charlie Parker BIRD Lög Charlie Parker verða leikin í Jazzkjallaranum annað kvöld. AFREKSKONUNNI AFHENT BLÓM Erna tók við blóm- um úr hendi Jóhanns Arnar Ólafssonar, kynningar- stjóra Léttbylgjunnar. Rut Ingólfsdóttir keramiker opnar sýninguna Gúbbar í Edin- borgarhúsinu á Ísafirði í dag. Innblástur Rutar að Gúbbunum er margbreytileiki mannkynsins og þörf hennar fyrir því að kalla fram gleði í vitund fólks. Það mætti segja að Gúbbarnir verði að táknmynd gleðinnar á heimil- um landsmanna þannig að með- limir heimilisins eru minntir á gleðina daglega. Sýningin stendur yfir dagana 1.-5. apríl og verður höfð opin frá klukkan 14 til 18. Það verður heitt á könnunni og eru allir velkomnir. Þeir sem hafa áhuga á því að hafa samband við listakonuna geta sent póst á netfangið rutta@visir.is. Auk sýningar Rutar verður mikið um að vera í menningarlíf- inu á Ísafirði um páskana og má þar nefna viðburði eins og mynd- listarsýningar, leiklistarsýningar og fleira. Menningarlíf í miklum blóma GÚBBAR Rut Ingólfsdóttir opnar sýningu í Edinborgarhúsinu í dag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.