Fréttablaðið - 06.05.2010, Side 38

Fréttablaðið - 06.05.2010, Side 38
 6. MAÍ 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● gasgrill Grillgrindur þurfa alltaf að vera hreinar og á að þrífa eftir hverja notkun alveg eins og önnur eldhúsáhöld. Hér á eftir fara nokkur ráð til að halda grillinu hreinu og tryggja góða endingu: ■ Til að losna við fastar matarleifar er gott að láta loga aðeins í grillinu eftir notkun til að brenna þær burtu. Síðan ætti að nota vírbursta til að fjarlægja óhreinindi og skola vel með heitu vatni. ■ Sumum finnst gott að bera smá olíu á grindurn- ar fyrir notkun svo matur- inn loði síður við. ■ Nauðsynlegt er að breiða yfir grillið á milli notkun- ar því annars er hætt við að það gráni. ■ Fyrir veturinn ætti að þrífa grillið hátt og lágt og geyma innan- dyra. - ve Ávísun á góða endingu Sumum finnst gott að bera olíu á grindurn- ar fyrir notkun svo maturinn loði síður við. Fiskur er upplagður á grillið hvort sem hann er heilgrillaður eða þræddur upp á pinna. Best er að grilla feitan fisk því minni hætta er á að hann þorni yfir glóandi kolum. Annan fisk þarf að pensla með olíu eða kryddlegi. Ráðlegt er að velja þéttholda fisk á grillið, til dæmis skötusel, hörpuskelfisk eða rækjur því laus- holda fiskur dettur frekar í sundur við steikingu. Lausholda fisk, eins og þorsk og rauðsprettu, er betra að grilla í álpappír í eigin safa. Þegar fiskurinn er settur beint á grillið er gott að hreyfa hann í upp- hafi þannig að hann festist ekki við grindina. Best er að snúa fiski að- eins einu sinni til að forðast það að hann losni í sundur. - ve Feitur fiskur er upplagður á grillið Betra er að grilla feitan fisk en magran því minni líkur eru á því að hann þorni og detti í sundur. NORDICPHOTOS/GETTY Grillaðar pitsur eru að margra mati algert lostæti og komast langt með að líkj- ast pitsum sem eru bakað- ar í eldofni. Í búsáhalda- og byggingarvöruverslunum er víða að finna götóttar teflon- bökunarplötur sem henta til verksins og eru sumar jafn- vel búnar skafti sem einfald- ar verkið til muna. Þessar plötur má líka nota í venju- lega ofna. Með því að setja heimatil- búnu pitsuna á grillið fæst eftirsóknarvert brunabragð á botninn. Sumir vilja þó setja hana örsnöggt inn í ofn á eftir til að tryggja að hún bakist vel að ofan. Ef hita- stiginu er haldið í meðallagi er þó lítið mál að fullelda pitsuna á grillinu án þess að hún brenni við. - ve Eftirsóknar- vert bragð Grillaðar pitsur bragðast vel.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.