Fréttablaðið - 06.05.2010, Page 55

Fréttablaðið - 06.05.2010, Page 55
FIMMTUDAGUR 6. maí 2010 43 LEYNDÓ J.J. Abrams er ekki mikið fyrir að segja frá næstu verkefnum sínum. Kvikmyndagerðarmaðurinn J.J. Abrams er snillingur í því að búa til dulúð í kringum sínar kvikmyndir. Skemmst er að minnast Clover field en stikla úr myndinni birtist, öllum að óvörum, á Netinu án þess að nokkur vissi að hún væri einu sinni til. Nú virðist svipað vera upp á teningnum með nýjasta verkefni Abrams sem hefur verið gefið vinnuheitið Super 8. Vefmiðlar hafa reynt að geta í eyðurnar, einhverjir telja að hún sé sjálfstætt framhald Cloverfield en aðrir eru ekki jafnvissir. Eitt er víst að Abrams sjálfur á ekki eftir að tjá sig neitt um Super 8 svo hann eyðileggi ekki þessa ókeyp- is kynningu. Dularfullur Abrams Matthew Vaughn, leikstjóri ofur- smellsins Kick-Ass, hefur verið ráðinn leikstjóri X-Men: First Class. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta enn einn kaflinn í þessari stórsmellaseríu. Ráðgert er að tökur hefjist í byrjun júní og að myndin verði frumsýnd á næsta ári. Upphaflega stóð til að Bryan Singer myndi leikstýra þess- ari mynd en hann hafði þá þegar lofað sér að leikstýra kvikmynd- inni Jack The Giant Killer sem til stendur að gera hér á Íslandi að hluta. Singer mun hins vegar framleiða myndina. Singer sagði í yfirlýsingu að hann hefði lengi verið aðdáandi Vaughns eða síðan hann sá Layer Cake með Daniel Craig í aðalhlut- verkinu. X-Man: First Class á að segja forsöguna að því hvernig þetta hófst og segja sögu Charles Xavier og Eriks Lensherr áður en þeir urðu Prófessor X og Magneto. Xavier og Lensherr voru nefnilega mestu mátar áður en þeir urðu höf- uðóvinir hvor annars og voru bara tveir ungir menn sem voru að uppgötva náðargáfu sína. Leikstjóri Kick-Ass stýrir næstu X-Men SAGAN ÞEIRRA Xavier og Lensherr voru mestu mátar áður en þeir urðu höfuðóvinir hvors annars. First Class á að fjalla um sögu þeirra. Maðurinn með hnífafingurna, Freddy Kruger, er aftur mættur á hvíta tjaldið til að hrella kvik- myndahúsagesti. Og svo virð- ist sem bandarískir kvikmynda- áhugamenn hafi saknað herra Krugers því myndin slátraði allri samkeppni um helgina í Banda- ríkjunum. Myndin halaði inn rúm- lega þrisvar sinnum meira en How to Train Your Dragon sem situr í öðru sæti listans. Gamanmyndin Date Night með Steve Carell og Tinu Fey er í öðru sæti. Myndin er endurgerð á gömlu hryllingsmyndinni hans Wes Craven frá árinu 1984 þar sem Freddy birtist fyrst. Þá var Robert Englund í hlutverki Freddy en leikarinn lék fjöldamorðingjann í alls sjö myndum. Englund er hins vegar víðsfjarri í nýju útgáfunni því það er Jackie Earle Haley sem leikur hann núna. Þótt ótrúlegt megi virðast þá var Jackie þessi tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Little Children þar sem hann fór á kost- um á móti Kate Winslet og Jenni- fer Connelly. Hann er á eilítið ann- arri og ögn blóðugri slóð í sinni nýjustu mynd. Endurkoma Freddy Kruger vinsæl BRONS Freddy Kruger hafði mikla yfir- burði í kvikmyndahúsum Bandaríkjanna um helgina og slátraði Tinu Fey og Steve Carell. Það er Veraldlegt samfélag – gildi þess og framtíð MÁLÞING Í TILEFNI 20 ÁRA AFMÆLIS SIÐMENNTAR VERIÐ ÖLL VELKOMIN – ÓKEYPIS AÐGANGUR Laugardaginn 8. maí kl. 10:00 - 14:00 í stofu N132 í Öskju, Háskóla Íslands 10:00 Setning málþings – Hope Knútsson, formaður Siðmenntar. 10:10 - 10:40 Veraldlegt samfélag – er gildi þess gleymt? Svanur Sigurbjörnsson, læknir. 10:40 - 11:10 Vísindaskáldsögur og veraldarhyggja Halldór Benediktsson, líffræðinemi við HÍ. 11:10 - 11:40 Aðskilnaður ríkis og kirkju – hluti veraldlegs samfélags Sigurður Hólm Gunnarsson, iðjuþjálfi. 11:40 - 12:10 Hugsanir á dósum: um hjarðhugsun og andlega leti Eyja Margrét Brynjarsdóttir, heimspekingur. 12:10 - 12:40 Hádegishlé. 12:40 - 13:10 Er allt leyfilegt sem ekki er beinlínis skaðlegt? Hugleiðingar um skólastarf á villigötum og skeytingarleysi menntayfirvalda. Jóhann Björnsson, heimspekingur og kennari. 13:10 - 14:00 Pallborð ræðumanna. Stjórnandi málþings: Steinar Harðarson, tæknifræðingur. Hvert erindi er áætlað 20 mínútur en síðan er gert ráð fyrir spurningum til ræðumanns.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.