Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 6. maí 2010 43 LEYNDÓ J.J. Abrams er ekki mikið fyrir að segja frá næstu verkefnum sínum. Kvikmyndagerðarmaðurinn J.J. Abrams er snillingur í því að búa til dulúð í kringum sínar kvikmyndir. Skemmst er að minnast Clover field en stikla úr myndinni birtist, öllum að óvörum, á Netinu án þess að nokkur vissi að hún væri einu sinni til. Nú virðist svipað vera upp á teningnum með nýjasta verkefni Abrams sem hefur verið gefið vinnuheitið Super 8. Vefmiðlar hafa reynt að geta í eyðurnar, einhverjir telja að hún sé sjálfstætt framhald Cloverfield en aðrir eru ekki jafnvissir. Eitt er víst að Abrams sjálfur á ekki eftir að tjá sig neitt um Super 8 svo hann eyðileggi ekki þessa ókeyp- is kynningu. Dularfullur Abrams Matthew Vaughn, leikstjóri ofur- smellsins Kick-Ass, hefur verið ráðinn leikstjóri X-Men: First Class. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta enn einn kaflinn í þessari stórsmellaseríu. Ráðgert er að tökur hefjist í byrjun júní og að myndin verði frumsýnd á næsta ári. Upphaflega stóð til að Bryan Singer myndi leikstýra þess- ari mynd en hann hafði þá þegar lofað sér að leikstýra kvikmynd- inni Jack The Giant Killer sem til stendur að gera hér á Íslandi að hluta. Singer mun hins vegar framleiða myndina. Singer sagði í yfirlýsingu að hann hefði lengi verið aðdáandi Vaughns eða síðan hann sá Layer Cake með Daniel Craig í aðalhlut- verkinu. X-Man: First Class á að segja forsöguna að því hvernig þetta hófst og segja sögu Charles Xavier og Eriks Lensherr áður en þeir urðu Prófessor X og Magneto. Xavier og Lensherr voru nefnilega mestu mátar áður en þeir urðu höf- uðóvinir hvor annars og voru bara tveir ungir menn sem voru að uppgötva náðargáfu sína. Leikstjóri Kick-Ass stýrir næstu X-Men SAGAN ÞEIRRA Xavier og Lensherr voru mestu mátar áður en þeir urðu höfuðóvinir hvors annars. First Class á að fjalla um sögu þeirra. Maðurinn með hnífafingurna, Freddy Kruger, er aftur mættur á hvíta tjaldið til að hrella kvik- myndahúsagesti. Og svo virð- ist sem bandarískir kvikmynda- áhugamenn hafi saknað herra Krugers því myndin slátraði allri samkeppni um helgina í Banda- ríkjunum. Myndin halaði inn rúm- lega þrisvar sinnum meira en How to Train Your Dragon sem situr í öðru sæti listans. Gamanmyndin Date Night með Steve Carell og Tinu Fey er í öðru sæti. Myndin er endurgerð á gömlu hryllingsmyndinni hans Wes Craven frá árinu 1984 þar sem Freddy birtist fyrst. Þá var Robert Englund í hlutverki Freddy en leikarinn lék fjöldamorðingjann í alls sjö myndum. Englund er hins vegar víðsfjarri í nýju útgáfunni því það er Jackie Earle Haley sem leikur hann núna. Þótt ótrúlegt megi virðast þá var Jackie þessi tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Little Children þar sem hann fór á kost- um á móti Kate Winslet og Jenni- fer Connelly. Hann er á eilítið ann- arri og ögn blóðugri slóð í sinni nýjustu mynd. Endurkoma Freddy Kruger vinsæl BRONS Freddy Kruger hafði mikla yfir- burði í kvikmyndahúsum Bandaríkjanna um helgina og slátraði Tinu Fey og Steve Carell. Það er Veraldlegt samfélag – gildi þess og framtíð MÁLÞING Í TILEFNI 20 ÁRA AFMÆLIS SIÐMENNTAR VERIÐ ÖLL VELKOMIN – ÓKEYPIS AÐGANGUR Laugardaginn 8. maí kl. 10:00 - 14:00 í stofu N132 í Öskju, Háskóla Íslands 10:00 Setning málþings – Hope Knútsson, formaður Siðmenntar. 10:10 - 10:40 Veraldlegt samfélag – er gildi þess gleymt? Svanur Sigurbjörnsson, læknir. 10:40 - 11:10 Vísindaskáldsögur og veraldarhyggja Halldór Benediktsson, líffræðinemi við HÍ. 11:10 - 11:40 Aðskilnaður ríkis og kirkju – hluti veraldlegs samfélags Sigurður Hólm Gunnarsson, iðjuþjálfi. 11:40 - 12:10 Hugsanir á dósum: um hjarðhugsun og andlega leti Eyja Margrét Brynjarsdóttir, heimspekingur. 12:10 - 12:40 Hádegishlé. 12:40 - 13:10 Er allt leyfilegt sem ekki er beinlínis skaðlegt? Hugleiðingar um skólastarf á villigötum og skeytingarleysi menntayfirvalda. Jóhann Björnsson, heimspekingur og kennari. 13:10 - 14:00 Pallborð ræðumanna. Stjórnandi málþings: Steinar Harðarson, tæknifræðingur. Hvert erindi er áætlað 20 mínútur en síðan er gert ráð fyrir spurningum til ræðumanns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.