Fréttablaðið - 06.05.2010, Page 65

Fréttablaðið - 06.05.2010, Page 65
FIMMTUDAGUR 6. maí 2010 53 FÓTBOLTI Fabio Capello hefur ein- sett sér að útrýma þeim draugum sem fylgt hafa enska landsliðinu síðustu ár og áratugi fyrir HM í Suður-Afríku í sumar. „Þegar ég tók fyrst við lið- inu þá fylgdi því króatískur draugur,“ sagði Capello í viðtali við enska fjölmiðla. Þar átti hann við að Englandi mistókst að kom- ast á EM 2008 eftir að hafa tapað fyrir Króatíu á Wembley. „Ég hef líka reynt að fjarlægja mig frá þeirri umræðu um að við höfum ekki unnið neitt í 44 ár,“ bætti hann við en England varð síðast heimsmeistari árið 1966. „Ég er hrifinn af draugabönum. Vonandi tekst okkur að útrýma þeim draugi líka því ég vil ná eins langt með þessu liði og ég mögulega get.“ - esá Fabio Capello um HM: Hrifinn af draugabönum CAPELLO Ætlar sér langt með enska landsliðið á HM. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Norskir fjölmiðlar tala um perlumark hjá Birki Bjarna- syni sem skoraði sigurmark Vík- ings í 1-0 sigri á Haugasundi í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Það er ekki að ástæðulausu að þessu mikilvæga marki hafi verið hrósað enda um glæsilega afgreiðslu að ræða hjá strákn- um. Birkir hoppaði upp og tók við hárri fyrirgjöf á kassann í loftinu, lagði hann fyrir sig og afgreiddi hann síðan upp í mark- hornið. Birkir skoraði markið sitt á 44. mínútu leiksins en hann tryggði Viking jafntefli á móti Kongs- vinger um síðustu helgi eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann hefur þar með tryggt sínu liði fjögur stig í síðustu tveimur leikjum. - óój Norska úrvalsdeildin: Perlumark hjá Birki í gær BIRKIR BJARNASON Mikilvægur í síðustu leikjum Viking. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KÖRFUBOLTI Marvin Valdimarsson hefur ákveðið að spila með Stjörn- unni í Iceland Express-deild karla næsta vetur en Marvin var meðal annars stigahæsti íslenski leik- maðurinn í deildinni í vetur. „Ég hafði alltaf ætlað mér að breyta til því að aðstæður eru þannig að ég bý í bænum og er með konu, krakka, íbúð og allt mitt hafurtask í bænum. Ég vildi vera hérna á Reykjavíkursvæðinu og Stjarnan var álitlegasti kosturinn þó að það hafi verið mörg önnur lið að tala við mig. Ég held að ég eigi eftir að falla ágætlega inn í þetta hjá þeim,“ segir Marvin sem var með 24,5 stig og 6,0 fráköst að meðaltali með Hamri í vetur en skoraði 31,1 stig að meðaltali í 1. deildinni tímabilið á undan þegar Hamarsmenn tryggðu sér sæti meðal þeirra bestu. Marvin spilar nú við hlið Justins Shouse og Jov- ans Zdravevski en þeir skoruðu allir yfir 20 stig í leik í vetur. „Ég vona að við séum ekki að taka of mikið hver frá öðrum þegar það eru komnir þrír af stig- hæstu leikmönnum deildarinnar í sama liðið. Ég hef engar áhyggjur af því og maður verður eflaust í öðruvísi hlutverki en ég er búinn að vera í Hamri. Ég hef engar áhyggjur af því þótt ég skori ekki 25 stig í leik,“ segir Marvin. „Það er mjög erfitt að fara en ég er kominn á þann aldur að maður verð- ur að prófa það einu sinni að vera með liði sem á möguleika á að vinna ein- hverja titla,“ segir Marvin að lokum. - óój Hamarsmenn eru búnir að missa stigahæsta Íslendinginn í Iceland Express-deild karla: Marvin samdi við Stjörnuna MARVIN VALDIMARS-SON Skoraði mest 51 stig í einum leik í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKARÓ FÓTBOLTI Inter Milan tryggði sér í gærkvöldi ítalska bikarmeist- aratitilinn eftir 1-0 sigur á Roma í úrslitaleiknum á Ólympíuleik- vanginum í Róm. Argentínumaðurinn Diego Mil- ito skoraði eina mark leiksins eftir stungusendingu fimm mín- útum fyrir hálfleik. Francesco Totti, fyrirliði Roma, fékk rauða spjaldið á 88. mínútu leiksins. Jose Mourinho, þjálfari Inter, á því enn möguleika á að vinna þrennuna með liði sínu. Inter er á toppnum í deildinni með tveggja stiga forskot þegar tvær umferð- ir eru eftir og er líka komið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni á móti Bayern München. - óój Inter bikarmeistari í gær: Þrennan enn inni í myndinni

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.