Fréttablaðið - 07.05.2010, Síða 4

Fréttablaðið - 07.05.2010, Síða 4
4 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR GARÐYRKJA Í verslun Garðheima í Reykjavík eru til sölu tóbaksfræ undir heitinu Wild tobacco. Fræði- heiti plöntunnar er nicotiana rustica og er annarar tegundar en almennt er notuð í tóbaksframleiðslu (nicoti- ana tabacum). Hún ber þó í sér tölu- vert meira magn nikótíns. Hér var plantan árum áður nefnd „bóndatóbak“ til aðgreining- ar „borgaratóbaki“ sem fremur var notað í tóbaksframleiðslu. Á vef landbúnaðarráðuneyt- is Bandaríkjanna kemur fram að plantan sé þar algeng í suðvestur- ríkjunum, í Mexíkó og Suður-Amer- íku. Þá hafi plantan verið notuð í margvíslegum helgisiðum ættbálka indíána sem og í lækningaskyni. Gæluheiti eru meðal annars Azt- eka-tóbak, Zuni-tóbak og Mapacho. Þá kemur fram á alfræðivefnum Wikipediu að vegna þessa magns nikótíns í plöntunni sé hún gjarn- an notuð til að búa til náttúrulegt skordýraeitur. „Í Rússlandi er N.rustica köll- uð „mahorka“. Fólk af lágstétt- um reykti hana áður en venjulegt tóbak komst í almenna dreifingu eftir seinni heimsstyrjöldina og er hún stundum enn notuð á þann veg af bændum og búaliði,“ segir á vef Wikipediu. Þar kemur fram að nikótínmagn í laufum plöntunnar sé allt að níu pró- sent, en eitt til þrjú prósent í hefðbundnum tóbaksplöntum. „Nei, ég held að það sé af og frá að fólk sé í einhverjum mæli að gera tilraunir með að rækta sitt eigið tóbak. Þetta voru svo fá bréf sem við vorum með hérna,“ segir Vilmundur Hansen, garð- yrkjufræðing- ur í Garðheimum. „Þetta er nú bara eitthvað sem var tekið hér inn af forvitni,“ bætir hann við og segir að til þessa hafi áhugi á fræj- unum verið takmarkaður. „Ég sé ekki að það hafi horf- ið neitt af viti úr þessu sem við eigum.“ Vilmundur segir hins vegar að einfalt ætti að vera að rækta plönt- una hér. „Þetta er bara ræktað í stofuglugganum,“ segir hann og telur meðferðina ekki ósvipaða og þegar fólk er með tómatplöntur heima hjá sér. Ekki er um það getið í tóbaks- varnarlögum að ræktun á tóbaki sé óheimil. Á Vísindavef Háskól- ans er ræktun tóbaksplantna þó talin kunna að vera ólögleg og vísað í lög um verslun með áfengi og tóbak þar sem tekið er fram að Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins skuli einni heimil starfræksla tóbaksgerðar. Ræktun sé mikil- vægur þáttur í tóbaksgerðinni og kunni því að vera óheimil, segir í svari Magnúsar Viðars Skúlason- ar laganema við spurningunni um hvort hér megi rækta tóbak. olikr@frettabladid.is Tóbaksfræ til heimabrúks Tóbaksplöntufræ eru til sölu í verslun Garðheima. Garðyrkjufræðingur segir lítinn áhuga á fræjunum. Plantan er af tegund sem ber í sér mun meira nikótín en hefðbundin tóbaksplanta. Rússar til sveita hafa notað plöntuna. MEÐ KÚBVERSKAN VINDIL Hér getur á að líta kúbverska tóbaksbóndann Alejandro Robaina. Hann lést 17. apríl úr krabbameini í lungum og nýrum, á 92. aldursári. Robeina er goðsögn meðal vindlagerðarmanna og eini Kúbverjinn sem vindlategund hefur verið nefnd eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hugmyndir um að rækta hér á landi tóbak eru ekki alveg nýjar af nálinni. Þannig segir í fundargerð Lands- nefndar frá 3. desember 1770: „Bjarni Högnason Tjörnum undir Eyjafjöllum leggur til við landsnefndina að öllu sýktu fé verði slátrað og hreindýr flutt inn, tóbaksrækt verði reynd vegna þess hvað dýrt það er og brennivín vill hann brugga úr krækiberjum.“ Tóbaksrækt hefur hins vegar ekki gefist vel hér á landi, en meðal þeirra sem urðu til þess að spreyta sig á henni var Skúli Magnússon fógeti. Í Viðey er að finna Tóbaks- laut, en nafnið vísar til viðleitni hans. Ræktunin gekk hins vegar illa og ekkert tóbak þar að finna. Þó er eyjan gróðursæl og kemur fram á Viðeyjarvef Reykjavíkurborgar að þar sé nú að finna 156 tegundir háplantna, um þriðjung af flóru landsins. „Hér hefir tóbaksrækt aðeins verið reynd við jarðhita til gamans, en einskis gagns. Enn er mjög deilt um tóbakið. Bezt væri eflaust að vera alveg laus við það,“ segir í grein Ingólfs Davíðssonar um Gróður og garðrækt í Tímanum 1. apríl 1958. Greinin ber yfirskriftina „Þeir púuðu eins og djöflar“ og er tileinkuð tób- aki og sögu þess. „Aðaltegundir eru tvær, þ. e. „bóndatóbak” (Nicotiana rustica), sem er lágvaxin, harðgerð jurt, og „borgaratóbak“ eða virginskt tóbak (N. tabaccum), sem er hávaxnara og viðkvæmara, en gefur mun betra tóbak og er nú aðallega ræktað,“ segir í greininni. Tóbaksræktun á Íslandi í aldanna rás MEÐ FRÆIN Starfs- maður Garðheima með poka af bónda- tóbaksfræum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BRUSSEL, AP Sjávarútvegsráðherr- ar Evrópusambandsríkjanna ákváðu á miðvikudag að endur- skoðun styrkjakerfis hinnar sam- eiginlegu sjávarútvegsstefnu sambandsins verði lokið áður en næsta ár er á enda. Styrkir Evrópusambandsins til sjávarútvegs nema 840 milljón- um evra á ári hverju, eða um 140 milljörðum króna. Umhverfis- samtök halda því fram að þessir háu styrkir hafi valdið langvar- andi ofveiði á fiskistofnum á hafsvæðum sambandsins, enda hafi styrkirnir orðið til þess að stækka fiskveiðiflotann. Sameiginlega fiskveiðistefnan er öll til endurskoðunar og hefur verið stefnt að afgreiðslu nýrrar stefnu árið 2012. - gb Sjávarútvegsstyrkir ESB: Endurskoðun ljúki næsta ár STJÓRNSÝSLA Íslenska ríkið greiddi 3.755 einstaklingum alls 460 milljónir króna í laun fyrir setu í nefndum árið 2009. 1.042 nefndir voru við störf. 59 prósent nefndarmanna voru karl- ar en 41 prósent konur. Flestar voru nefndir heilbrigðisráðuneyt- isins, eða 425 talsins. 230 nefndir störfuðu á vegum menntamála- ráðuneytisins. Heildarkostnaður vegna nefnda var mestur í menntamálaráðu- neytinu, 106 milljónir króna. Nefndum fækkaði lítillega milli 2008 og 2009, kynjahlutfall nefndarmanna jafnaðist og kostn- aður var 42 milljónum króna lægri 2009 en 2008 þegar kost- að var 502 milljónum króna til nefndastarfsins. - pg Yfir 1% þjóðarinnar í nefnd: Fengu 460 milljónir fyrir nefndastörf DÓMSMÁL Sjötugur Reykvíking- ur hefur verið ákærður fyrir sér- staklega hættulega líkamsárás, en honum er gefið að sök að hafa stungið 43 ára konu í brjóstið í apríl í fyrra. Konan hlaut 2,5 sentimetra stungusár á framanvert brjóst- holið, loftbrjóst og loft í miðmæti, sem er svæði í miðju brjóstholi. Verði maðurinn fundinn sekur getur hann átt yfir höfði sér nokk- urra ára fangelsi. Konan krefst 2,2 milljóna króna í skaðabætur vegna árásinnar, ásamt vöxtum. - sh Sjötugur maður fyrir dómi: Ákærður fyrir að stinga konu VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 13° 17° 7° 9° 11° 8° 8° 20° 12° 21° 24° 33° 12° 15° 18° 9° Á MORGUN 3-8 m/s. SUNNUDAGUR Norðan 8-13 A-til, annars hægari. 4 10 10 16 10 10 5 9 8 8 10 4 5 1 2 2 3 4 5 6 4 3 18 10 10 8 13 6 6 8 6 6 HELGARHORFUR Litlar breytingar til morguns, áfram gott veður, hægur vindur, úrkomulít- ið og allt að 18°C suðaustanlands. Hins vegar verða breytingar á sunnu- dag en þá snýst í norðanátt og dreg- ur fyrir og kólnar norðaustanlands. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður BANDARÍKIN, AP Stál og steinsteypu- hvelfingu var sökkt í Mexíkó- flóa í gær þar sem olíuborpall- ur á vegum breska olíufélagsins BP sökk fyrir hálfum mánuði. Hvelfingin vegur hundrað tonn og stefnt er að því að olían verði sogin upp úr henni og um borð í tankskip. Vonir eru bundnar við að hægt verði að ná upp 85 pró- sentum af þeirri olíu sem lekið hefur úr honum. Þetta er nýjung í hreinsunarstarfi en fjölmarg- ar aðrar tilraunir til að hreinsa svæðið hafa mistekist. Talið er að tæplega 760 þúsund lítrar af olíu komi upp úr tveim- ur borholum á botni Mexíkóflóa. Olía kom áður úr þremur holum en einni var lokað á miðvikudag. Talsvert magn af olíu hefur borist á land og hefur verið grip- ið til umfangsmikilla aðgerða til að vernda viðkvæmt votlendi við New Harbor-eyju úti fyrir ströndum Louisiana-ríkis. Ekki er talið að fuglalíf hafi orðið fyrir verulegum skakka- föllum af völdum olíulekans en svæðið er heimkynni máva og pelikana og er lífríki eyjunnar fjölbreytt. - jab Vonast er til að hægt verði að ná meirihluta olíu úr hafi í Mexíkóflóa: Gæti spillt fjölbreyttu lífríki OLÍUBRÁK Í NETUM Net sjómanna sem gera út á Mexíkóflóa eru lituð af olíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 06.05.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,5821 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,53 129,15 193,69 194,63 164,37 165,29 22,08 22,21 21,092 21,216 16,945 17,045 1,3705 1,3785 191,26 192,40 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.