Fréttablaðið - 07.05.2010, Side 22

Fréttablaðið - 07.05.2010, Side 22
22 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurbjörg Hjálmarsdóttir Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, áður Gullsmára 8, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi laugardaginn 1. maí, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 11. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á FAAS, Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga. Hjálmar Viggósson Ragnheiður Hermannsdóttir Magnea Viggósdóttir Kenneth Morgan Erna Margrét Viggósdóttir Kristján Þ. Guðmundsson Helen Viggósdóttir Þórarinn Þórarinsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Victor Hans Halldórsson Fellsmúla 16, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans Landakoti laugar- daginn 1. maí. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. maí kl. 15.00. Jóhanna Guðjónsdóttir, Vigdís Victorsdóttir, Sigurður Þorvarðarson, Lilja Dóra Victorsdóttir, Halldór Frímannsson, Bergþóra Victorsdóttir, Ævar Sch. Valgeirsson, Guðjón Þór Victorsson, Aðalbjörg Benediktsdóttir, barnabörn og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Þór Jóhannsson húsgagnabólstrari Efstasund 19, verður jarðsunginn mánudaginn 10. maí kl. 13.00 frá Áskirkju. Elín Rannveig Eyfells Anna Kristín Þórsdóttir Sólveig Þórsdóttir Ingibjörg Eyja Þórsdóttir Eyfells Jóhann Garibaldi Þórsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, Ólafs Friðriks Ögmundssonar Grænumörk 5, Selfossi. Ögmundur Ólafsson Helga Halldórsdóttir Alda Guðlaug Ólafsdóttir Lilja Guðrún Ólafsdóttir Björn Friðriksson Erna Ólafsdóttir Eyjólfur Sigurjónsson Guðlaugur Jón Ólafsson Angela Rós Sveinbjörnsdóttir Baldur Ólafsson Kristín Erna Leifsdóttir Halla Ólafsdóttir Guðni Einarsson Jón Geir Ólafsson Ólöf Ragna Ólafsdóttir og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ágúst J. Gíslason vélstjóri, Sóltúni 13, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 6. maí. Inger Schweitz Winterhalter Gíslason Jörgen Winterhalter Ágústsson Else-Marie Christensen Erik Schweitz Ágústsson Jónína Guðjónsdóttir Einar Schweitz Ágústsson Linda Ágústsdóttir Inger María Schweitz Ágústsdóttir Bergsveinn Ólafsson Guðrún Steingrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og langamma, Martha María Aðalsteinsdóttir, Þorvaldsstöðum, Breiðdal, lést á heimili sínu 2. maí. Jarðarförin fer fram frá Heydalakirkju laugardaginn 8. maí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Pétur Jónsson Bjarki Pétursson Viðar Pétursson Hlíðar Pétursson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún Þórey Jónsdóttir frá Bessastöðum í Fljótsdal, Snorrabraut 56b, lést þann 30. apríl síðastliðinn. Útförin fer fram í Dómkirkjunni þann 12. maí klukkan 13.00. Auður Bergsteinsdóttir, Ólafur Árni Traustason, Soffía Sigríður Karlsdóttir, Sigurður Jónasson, Hilmar Karlsson, Brynja Kjærnested, Guðrún Árný Karlsdóttir, Sveinbjörn Enoksson, Bergsteinn Karlsson, Ólafur Finnbogi Ólafsson. Jón Bergsteinsson, Bergsteinn Jónsson, Bára Hólmgeirsdóttir. Anna Bergsteinsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Oddrún Ólafsdóttir, Björg Ólafsdóttir, Svavar Ingi Ríkharðsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Helgi Frímannsson bankamaður, Hagamel 37, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtudaginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 11. maí kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hins látna, vinsamlegast láti líknar- félög njóta þess. Guðlaug Kristín Runólfsdóttir Frímann Ólafsson Margrét Þórarinsdóttir Kristín Ólafsdóttir Karl Óskar Hjaltason Runólfur Ólafsson Anna Dagný Smith Ólafur Haukur Ólafsson Guðbjörg Erlendsdóttir Kjartan Ólafsson Ragnheiður Guðjónsdóttir afa- og langafabörn. „Maímánuður er yfirleitt undirlagður hjá okkur af tónleika- haldi allra deilda en nú höldum við upp á afmælið með þrenn- um tónleikum og sláum öllum deildum saman,“ segir Gunnar Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Afmælistónleikarnir hefjast klukkan 12 á morgun í Hásöl- um með píanóleik nemenda sem lengst eru komnir. Klukkan 14 hefjast fyrri hátíðartónleikar en að þeim loknum verður boðið upp á kaffi og með því, áður en seinni hátíðartónleikarnir hefjast klukkan 16. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar er einn af stærstu tónlistar- skólum landsins en hann var stofnaður árið 1950 upp úr Tón- listarfélagi Hafnarfjarðar sem sett hafði verið á fót fjórum árum áður. Sextán nemendur hófu nám í skólanum fyrsta veturinn undir stjórn Páls Kr. Pálssonar organista, en í dag eru nemendur um 650 talsins og 50 kennarar. „Það fer fram mjög öfl- ugt starf í tónlistarskólanum og við höfum bryddað upp á ýmsum nýjungum við kennsl- una. Þótt nemendur sleppi ekki við að fara í gegnum strangt klassískt hljóðfæranám þá höfum við undanfarin ár þróað nýja deild við skólann, svokall- aðan hrynskóla. Þar leggjum við áherslu á djass, rokk og popp.“ Eins segir Gunnar að aukin áhersla sé lögð á að nemendur spili eftir eyranu og spili jafn- vel lög eftir sjálfa sig í prófum eða finni lög og flytji með sérstökum hætti. „Það er mjög spennandi lína og svo spanna bækur nem- enda í dag líka mjög vítt svið, allt frá Bach og Mozart til laga úr Disney-kvikmyndum. Þeim fylgir gjarnan geisladiskur með undirleik og þá getur nemandinn spilað lög með undir- leik hljómsveitar.“ Tónlistarskóli Hafnarfjarðar er enn fremur einn aðalþátt- takandi Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna en þá koma saman nemendur úr öllum tónlistarskólum höfuðborgar- svæðisins og spila í sinfóníuhljómsveit. Eins stendur Sinfón- íuhljómsveit Íslands fyrir námskeiðum fyrir nemendur tón- listarskólans þar sem Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, stjórnar krökkunum. „Það er gaman að segja frá því að það námskeið tókst vel og verður vonandi framhald á. Við vonumst auðvitað til að tónlistarskólarnir fái að lifa í öllum þessum niðurskurði og hremmingum en Tónlistarskóli Hafnarfjarðar vinnur mikil- vægt starf hér í bænum. Við finnum fyrir ánægju með starf- ið og vonumst til að sjá sem flesta á afmælistónleikunum á morgun.“ heida@frettabladid.is TÓNLISTARSKÓLI HAFNARFJARÐAR: FAGNAR 60 ÁRA STARFSAFMÆLI Öflugt tónlistar- starf í bænum EVA PERÓN (1919-1952) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Minn versti ótti í lífinu er að gleymast.“ María Eva Duarte de Perón var argentísk leikkona, söngkona og forsetafrú, gift Juan Domingo Perón. MIKILVÆGT OG ÖFLUGT STARF Gunnar Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Hafnarfirði, segir skólann gegna mikilvægu hlutverki í menningarlífi bæjar- ins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UPPRENNANDI LISTAMENN Nemendur geta hafið nám í forskóla Tónlistarskóla Hafnarfjarðar eftir að fyrsta bekk í grunnskóla lýkur. MYND/TÓNLISTARSKÓLI HAFNARFJARÐAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.