Fréttablaðið - 07.05.2010, Side 59

Fréttablaðið - 07.05.2010, Side 59
FÖSTUDAGUR 7. maí 2010 39 FÓTBOLTI Karlaliði KR og kvenna- liði Vals er spáð sigri í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráða- manna félaganna í deildunum en spáin var tilkynnt á kynningar- fundi Pepsi-deildanna í Háskóla- bíói í gær. Það kemur ekki mörgum á óvart að þessum tveimur liðum skyldi vera spáð Íslandsmeistaratitlin- um enda hafa þau bæði unnið öll vormótin í ár og eru bæði með gríðarlegan reyndan og sterkan leikmannahóp. Spáin rættist í bæði karla- og kvennaflokki í fyrrasumar en það var í fyrsta sinn sem það gerðist hjá báðum kynjum í einu síðan farið var að spá hjá konunum sum- arið 2001. Meistaraspáin hefur ræst 6 sinnum á síðustu tíu árum hjá körlunum en aðeins 4 sinnum á síðustu 10 árum hjá konunum. KR-ingum er nú spáð titlinum í fyrsta sinn í sex ár en sú spá fór þó ekki vel í KR-liðið sem hafnaði í 6. sætinu sumarið 2004. KR-liðið fékk 24 fleiri stig en Íslandsmeistarar FH sem er spáð 2. sætinu að þessu sinni. Blikum er síðan spáð 3. sætinu en nýliðar Sel- foss og Hauka eiga að falla aftur úr deildinni í haust samkvæmt þessari spá. Valskonur eiga að verja Íslands- meistaratitilinn sinn í Pepsi-deild kvenna og vinna hann fimmta árið í röð samkvæmt spánni. Valur fékk 37 fleiri stig en Breiðablik sem er spáð 2. sætinu rétt á undan Þór/KA. Nýliðum Hauka er spáð falli ásamt Aftur- eldingu en hinum nýliðunum úr FH er hinsvegar spáð 7. sætinu í deildinni. - óój Karlaliði KR og kvennaliði Vals er spáð sigri í Pepsi-deildunum í sumar: Spáin kom ekki mikið á óvart FYRIRLIÐARNIR Í PEPSI-DEILD KARLA 2010 Fyrirliðarnir í Pepsi-deild karla voru sam- ankomnir á kynningarfundinum í gær og stilltu sér upp í myndatöku. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Pepsi-deild karla 1. KR 404 stig 2. FH 380 stig 3. Breiðablik 345 stig 4. Keflavík 339 stig 5. Fram 261 stig 6. Valur 241 stig 7. Fylkir 218 stig 8. Grindavík 181 stig 9. Stjarnan 171 stig 10. ÍBV 132 stig 11. Selfoss 86 stig 12. Haukar 50 stig Pepsi-deild kvenna 1. Valur 286 stig 2. Breiðablik 249 stig 3. Þór/KA 247 stig 4. Fylkir 208 stig 5. Stjarnan 195 stig 6. KR 146 stig 7. FH 102 stig 8. Grindavík 86 stig 9. Haukar 85 stig 10. Afturelding 46 stig SPÁIN FYRIR 2010 FÓTBOLTI Ólafur Ingi Skúlason var hetja SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í gær þegar hann skoraði sigurmark liðsins á úti- velli í botnbaráttuslagnum við AGF. Ólafur skoraði markið á 88. mínútunni en SønderjyskE náði með því þriggja stiga forskoti á AGF sem situr áfram í fallsæti deildarinnar. Dönsku miðlarnir töluðu um að maður með grímuna hefði sent AGF hálfa leið niður um deild en Ólafur Ingi spilar með grímu á andlitinu. Aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni og því stigin þrjú gríðarlega dýr- mæt fyrir Sønd- erjyskE. - óój Danska úrvalsdeildin: Ólafur Ingi með sigurmark ÓLAFUR INGI SKÚLASON Maðurinn með grímuna. FÓTBOLTI Björn Bergmann Sigurð- arson og Theódór Elmar Bjarna- son voru báðir á skotskónum í leikjum sinna liða í gær. Theódór Elmar Bjarnason átti flottan leik með IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni og var maðurinn á bak við 4-0 sigur liðs- ins á meisturunum í AIK. Theó- dór skoraði eitt mark og átti þátt í hinum þremur mörkum IFK. Björn Bergmann Sigurðarson skoraði eitt marka Lilleström í 3-2 sigri á Start í norsku úrvals- deildinni en hann jafnaði leik- inn í 2-2 þegar 19 mínútur voru til leiksloka en Start komst í 2- 0 eftir aðeins 19 mínútna leik. Þetta er annar leikurinn í röð sem Björn Bergmann er meðal markaskorara Lilleström. - óój Norska og sænska deildin: Elmar og Björn á skotskónum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.