Fréttablaðið - 15.05.2010, Síða 2
2 15. maí 2010 LAUGARDAGUR
SPURNING DAGSINS
LANDBÚNAÐUR Júlíus Már Baldursson, landnáms-
hænsnabóndi á Tjörn í Vatnsnesi, hefur tekið
fyrstu skrefin í að byggja upp stofninn sem hann
glataði þegar á þriðja hundrað landnámshænsn
drapst í eldsvoða 30. mars síðastliðinn. Tíu hanar
komust af og nú hefur Júlíus bætt nokkrum pútum
við.
„Ég hef tekið að mér nokkrar pútur frá þremur
einstaklingum sem þeir ætluðu að losa sig við. Ég
tímdi ekki að láta þær falla. En þetta er bara sýnis-
horn, nú bíð ég eftir að geta byrjað á fullu og komið
stofninum í fyrra horf.“
Tjörn er ríkisjörð og bíður Júlíus nú eftir svör-
um frá landbúnaðarráðuneytinu um hvort húsin
sem brunnu verða endurreist eða hvort peningarn-
ir verði notaðir til að gera upp eldri fjárhús á jörð-
inni, sem gætu nýst fyrir hænurnar. „Ég vona að
það verði skorið úr um það fljótlega,“ segir Júlíus.
„Aðaláherslan núna er að laga skemmdirnar sem
urðu á íbúðarhúsinu og endurreisa tengibygging-
una við það. Það er búið að fjarlægja brunarústirn-
ar og leggja möl yfir.“
Það eru því enn að minnsta kosti nokkurra vikna
bið þar til fólk getur farið að panta landnámsegg
og unga frá Tjörn í Vatnsnesi á nýjan leik. „En
þegar þetta fer af stað af fullum krafti ætti þetta
að ganga hratt fyrir sig.“ - bs
Júlíus Már Baldursson landnámshænsnabóndi byggir stofninn upp eftir bruna:
Kominn með nokkrar hænur
JÚLÍUS Á TJÖRN Á þriðja hundrað fuglar drapst þegar stærsta
landnámshænsnabú landsins brann til kaldra kola í lok mars.
LÖGREGLUMÁL Sigurður Einars-
son, fyrrverandi stjórnarformað-
ur Kaupþings, hefur ráðið sér
breska lögmanninn Ian Burton
hjá lögmannsstofunni BCL Burt-
on Copeland. Sigurður er eftirlýst-
ur af alþjóðadeild Interpol vegna
meintra brota í aðdraganda hruns-
ins haustið 2008.
Burton er þekktur verjandi í
hvítflibbamálum og hefur komið
að nokkrum af umfangsmestu fjár-
svikamálum í Bretlandi. Á meðal
þekktustu viðskiptavina hans eru
Mike Ashley, eigandi breska knatt-
spyrnuliðsins Newcastle, og söng-
konan Amy Winehouse. Í apríl
vann hann mál gegn breskum fjár-
málayfirvöldum sem höfðu fryst
eignir sex einstaklinga.
Hann sagði í samtali við breska
dagblaðið Telegraph í gær, Sigurð,
sem hefur verið búsettur í Lund-
únum í Bretlandi um nokkurra ára
skeið, tilbúinn til að koma hing-
að til lands í skýrslutöku vegna
Kaupþingsmálsins að því tilskildu
að hann verði ekki handtekinn við
komuna líkt og fyrrverandi sam-
starfsmenn hans í bankanum.
Burton hefur unnið við hvít-
flibbamál í fjóra áratugi og stofn-
aði fyrstu lögmannsstofuna í eigin
nafni árið 1975. Hjá BCL Burton
Copeland starfa fimmtíu manns,
þar af þrjátíu lögfræðingar. - jab
SIGURÐUR EINARSSON Stjörnulög-
fræðingurinn Ian Burton hefur mál
fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings
á sinni könnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings ræður sér breskan stjörnulögfræðing:
Vann með Amy Winehouse
Leifur, er verið að gera úlfalda
úr mýflugu?
„Já, en vonandi kemst hann í gegn-
um nálaraugað.“
Öskufall hamlar flugi til Vestmannaeyja.
Flugfélagið Mýflug, sem sér um sjúkraflug
til Vestmannaeyja, hefur vél til reiðu
sem þolir öskuna en fær ekki leyfi strax
til að nota hana. Leifur Hallgrímsson er
framkvæmdastjóri Mýflugs.
LÖGREGLUMÁL Áhættustýring Kaup-
þings, undir stjórn Steingríms P.
Kárasonar, leyndi stjórn bankans
upplýsingum um stórfellda eign
bankans í sjálfum sér frá miðju ári
2007 og fram að falli hans. Þetta
er eitt þeirra brota sem sérstakur
saksóknari rannsakar nú og ligg-
ur til grundvallar gæsluvarðhalds-
og farbannsúrskurðum yfir Kaup-
þingsmönnum.
Steingrímur sætir nú farbanni
líkt og Magnús Guðmundsson,
fyrrverandi forstjóri Kaupþings í
Lúxemborg, sem losnaði úr gæslu-
varðhaldi í gær og var úrskurðað-
ur í tveggja vikna farbann. Hreið-
ar Már Sigurðsson, áður forstjóri
bankans, og Ingólfur Helgason,
áður forstjóri á Íslandi, sitja í
gæsluvarðhaldi. Hæstiréttur stað-
festi í gær varðhald yfir Ingólfi
samhljóða.
Deildir svokallaðra eigin við-
skipta voru starfandi í stóru bönk-
unum á Íslandi. Þær voru aðskild-
ar frá öðrum deildum og sáu
um að kaupa ýmis hlutabréf
í nafni bankanna sjálfra í hagnað-
arskyni.
Fram hefur komið að sérstakur
saksóknari rannsakar nú stórfelld
uppkaup eigin viðskipta Kaupþings
á bréfum í bankanum sjálfum, sem
síðan hafi verið seld vildarvinum
bankans gegn láni frá honum. Við-
skiptin eru talin hafa verið gerð í
þeim tilgangi að halda uppi verði
hlutabréfa bankans og hafi valdið
bankanum gríðarlegu fjártjóni.
Fram kemur í gögnum frá sér-
stökum saksóknara, sem Frétta-
blaðið hefur séð, að áhættustýring
bankans hafi á miðju ári 2007 hætt
að tilgreina viðskipti með eigin
hlutabréf í mánaðarlegum skýrsl-
um til stjórnar bankans. Þannig
hafi hlutabréfaeigninni, og tjóni
bankans vegna þeirra viðskipta,
verið leynt fyrir stjórninni.
Þar segir jafnframt að Sigurð-
ur Einarsson, fyrrverandi stjórn-
arformaður bankans, Hreiðar
Már, Ingólfur og Steingrímur
hafi á tímabilinu 11. ágúst 2008
til 3. október 2008, sem var síðasti
dagur viðskipta með bréf í bankan-
um, fengið sendan tölvupóst dag-
lega með ítarlegum upplýsingum
um kaup eigin viðskipta á bréf-
um í bankanum. Á þessum síðustu
vikum fyrir hrun náðu þau við-
skipti hámarki.
Þetta setur sérstakur saksókn-
ari í samhengi við hlutabréfaeign
starfsmannanna í bankanum. Allir
áttu þeir hluti í bankanum, Sigurð-
ur fyrir um 8 milljarða, Hreiðar
um 7 milljarða, Ingólfur um 3,7
milljarða og Steingrímur um einn
og hálfan milljarð. Kaup þeirra
voru að verulegu leyti fjármögn-
uð með lánum frá bankanum.
Sérstakur saksóknari telur að
með þessu hafi stjórnendur gerst
sekir um umboðssvik og markaðs-
misnotkun. stigur@frettabladid.is
kolbeinn@frettabladid.is
Upplýsingum haldið
frá stjórn í rúmt ár
Áhættustýring Kaupþings hætti um mitt ár 2007 að upplýsa stjórn bankans um
viðskipti hans með eigin bréf. Þau ollu bankanum stórtjóni. Viðskiptin náðu
hámarki vikurnar fyrir hrun. Þá fengu æðstu stjórnendur póst um þau daglega.
DÓMSMÁL Viktor Már Axelsson
og Axel Karl Gíslason, sem sæta
gæsluvarðhaldi vegna líkams-
árásar í Reykjanesbæ voru með
á sér öxi, hamar og hníf þegar
þeir voru handteknir.
Mennirnir réðust á eldri hjón
og dóttur þeirra. Þeir kváðust
þurfa að hitta barnabarn hjón-
anna til að rukka það. Dóttirin
var nýbúin að festa sex vikna
barn sitt í bílstól þegar menn-
irnir komu að. Hæstiréttur
hefur staðfest að þeir skuli sæta
gæsluvarðhaldi til 8. júní. - jss
Hrottar áfram í fangelsi:
Voru með öxi
og hníf við árás
INDÓNESÍA, AP Lögregluyfirvöld
á Indónesíu segjast hafa komið í
veg fyrir fjölda hryðjuverkaárása
sem hryðjuverkahópur tengdur
al-Kaída hafi skipulagt í landinu.
Árásirnir áttu að hefjast með
tilraun til að vega forsetann og
helstu ráðamenn á þjóðhátíðar-
degi landsins, 17. ágúst. Alls hafa
58 verið handteknir.
Eftir árásina á ráðamenn átti
að ráðast gegn útlendingum í
landinu, og í kjölfarið gera Indón-
esíu að íslömsku ríki þar sem
farið væri eftir Sharia-lögum,
segja löggæsluyfirvöld.
Trúfrelsi er fest í stjórnarskrá
Indónesíu. Rúmlega 85 prósent
landsmanna, sem eru um 220
milljónir, eru múslimar. - bj
Komið í veg fyrir hryðjuverk:
Vildu stofna
íslamskt ríki
LÖGREGLA Á JAVA Lögreglumenn búast
til inngöngu hjá grunuðum hryðjuverka-
mönnum í Sukoharjo, á Java, í Indónes-
íu, á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Sigurður Kárason, sem
grunaður er um að hafa svikið að
minnsta kosti 300 milljónir króna
út úr 90 manns og fyrirtækjum
frá árinu 2007, notaði hluta fjár-
ins frá nýjum fórnarlömbum til að
koma í veg fyrir að aðrir kærðu
hann til lögreglu.
Þetta kemur fram í greinargerð
Héraðsdóms Reykjavíkur. Hæsti-
réttur hefur staðfest gæsluvarð-
haldsúrskurð yfir Sigurði til 21.
maí. Fram kemur að Sigurður hafi
boðið fólki að ávaxta fé í gjaldeyr-
is- eða hlutabréfaviðskiptum. - jss
Framlengt á fjársvikara:
Borgaði til að
hindra kæru
DÓMSMÁL Karlmaður sem starf-
aði sem gjaldkeri og bókari og
síðan aðalbókari hjá húsnæðis-
samvinnufélaginu Búseta til 2009
hefur verið dæmdur fyrir fjár-
svik. Hann skal, samkvæmt dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur, endur-
greiða félaginu rúmlega 28 millj-
ónir króna ásamt vöxtum.
Upp komst um málið þegar
endurskoðandi óskaði staðfest-
ingar á að innistæða að upphæð
rúmlega 36 milljónir væri fyrir
hendi á bankareikningi félagsins.
Aðalbókarinn sinnti beiðninni í
engu, hætti að mæta til vinnu og
svaraði engum skilaboðum. Hann
reyndist hafa falsað yfirlit reikn-
ingsins og rangfært bókhald til
að fela fjárdráttinn. - jss
Aðalbókari dæmdur:
Dró sér rúmar
36 milljónir
INGÓLFUR
HELGASON
SIGURÐUR
EINARSSON
STEINGRÍMUR P.
KÁRASON
HREIÐAR MÁR
SIGURÐSSON
DÓMSMÁL Magnús Guðmundsson,
fyrrverandi forstjóri Kaupþings
í Lúxemborg, er laus úr gæslu-
varðhaldi. Ekki var farið fram á
framlengingu
þess, en hann
úrskurðaður í
tveggja vikna
farbann.
Magnús sendi
frá sér yfir-
lýsingu í gær.
Þar segir hann
gæsluvarðhald-
ið sem hann
sætti hafa verið
óþarft og erfitt. Hann hafi starf-
að í Lúxemborg undanfarin tólf
ár en þau mál sem til rannsókn-
ar eru beinist nær eingöngu að
Kaupþingi á Íslandi. Þá hafi hann
ætíð sýnt fullan samstarfsvilja.
„Ég lýsi því yfir að ég mun sýna
yfirvöldum fullan samstarfsvilja
við að upplýsa málið, enda tel ég
að þegar allt er fram komið muni
sakleysi mitt verða staðfest.“ - kóp
Magnús laus úr haldi:
Í farbanni í
tvær vikur
MAGNÚS
GUÐMUNDSSON