Fréttablaðið - 15.05.2010, Page 6

Fréttablaðið - 15.05.2010, Page 6
6 15. maí 2010 LAUGARDAGUR VIÐSKIPTI Jón Ásgeir Jóhannesson steig á fimmtudag úr stól stjórnar- manns í bresku versluninni House of Fraser. Breska dagblaðið Fin- ancial Times segir ákvörðun hans í beinu framhaldi af stefnu slita- stjórnar Glitnis á hendur honum og sex öðrum aðilum sem honum tengjast. Þar á meðal er Ingibjörg Pálmadóttir, kona Jóns, stjórnar- formaður og helsti eigandi 365 miðla, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið. Jón Ásgeir sat í stjórn House of Fraser í umboði PriceWaterhouse Cooper, sem fer með bú BG Hold- ing í Bretlandi fyrir skilanefnd Landsbankans. Eftir því sem næst verður komist átti Jón Ásgeir ekki frumkvæðið að því að yfirgefa stjórnarstólinn. Jón Ásgeir situr nú aðeins í stjórn bresku matvöru- keðjunnar Iceland Foods. Baugur eignaðist House of Fras- er ásamt hópi fjárfesta árið 2006 en skilanefnd tók eignarhaldið yfir í kjölfar falls Baugs í mars í fyrra. Þegar best lét sat Jón Ásgeir í stjórnum fjölmargra fyrirtækja í Bretlandi og í Danmörku, þar á meðal í Mosaic Fashion í Bretlandi, móðurfyrirtækis fjölda kventísku- vörumerkja, svo sem Oasis, Ware- house og Karen Millen auk dönsku verslunarinnar Illum. - jab FARINN Jón Ásgeir Jóhannesson situr í dag aðeins í stjórn einnar erlendrar verslunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Jón Ásgeir Jóhannesson hættur í stjórn verslunarinnar House of Fraser: Var látinn víkja úr stjórninni KLAUSTRIÐ EFTIR PANOS KARNEZIS FRÁ ÞEIM SEM GUÐ VILL TORTÍMA TEKUR HANN FYRST VITGLÓRUNA D Y N A M O R E Y K JA V ÍK „Kyrrlát, nánast þögul, frásögn en um leið brenn- heitt, mannlegt drama ... máttug og fumlaus.“ –Times Þýðandi: Árni Óskarsson neon SPLUNKUNÝ KILJA! ALÞINGI Össur Skarphéðinsson hyggst opna gagnvirka heimasíðu til þess að Íslendingar geti komið skoðunum á framfæri við samn- inganefnd Íslands í aðildarviðræð- um við Evrópusambandið. „Það er mikilvægt að hafa umsóknarferlið eins opið og gagn- sætt og hægt er, ekki síst til þess að eyða tortryggni og misskiln- ingi sem stundum örlar á,“ sagði Össur þegar hann gaf Alþingi í gær skýrslu um stefnu sína í utan- ríkismálum og störf ráðuneytisins á liðnu ári. Fundargerðir samn- inganefndarinnar og einstakra samningahópa verði opinber gögn. „Samningsafstaða í íslenskum hópum verður opinber þegar hún liggur fyrir og einnig önnur gögn svo framarlega sem samninga- fólkið okkar telji það ekki skaða samningshagsmuni Íslendinga,“ sagði Össur. „Ég tel líka rétt að veita Íslendingum beina hlutdeild í umsóknarferlinu.“ Í því skyni verði opnuð gagnvirk vefsíða, þar sem fólk geti komið skoðunum á framfæri, „en jafnframt haft reglulega samræðu við aðalsamn- ingamanninn, sérfræðinga, samn- ingamenn og eftir atvikum ráð- herrann sjálfan“. Össur hefur mælst til að Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og aðalsamningamaður Íslendinga, fari um landið á næstunni og haldi opna fundi um gang viðræðna og næstu skref: „Það er sjálfsagt að menn fái það sem er að gerast hverju sinni beint í æð og þá beint frá kúnni,“ sagði ráðherrann. Össur segist líta á Evrópumál- in sem grundvöll í endurreisn Íslands. „Það hefur aldrei verið ríkari ástæða en einmitt nú til að láta reyna á hvað getur falist í aðildarsamningum. Við þurfum stöðugleika, við þurfum fjárfest- ingar, við þurfum störf, við þurf- um að byggja atvinnu- og efna- hagslífi lífi þjóðarinnar sem allra traustasta umgjörð.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort Össur hefði ekki áhyggjur af stöðu samningaviðræðna við ESB: „Er til staðar nægileg pólitísk forysta til að leiða samninga til lykta?“ spurði Bjarni. „Ég hef meiri áhyggjur af mörgu öðru sem lýtur að hagsmunum Íslands en því,“ svaraði ráðherr- ann en kvaðst mundu fagna því ef jafnöflugur stjórnmálamaður og Bjarni „mundi taka með meira afgerandi hætti þátt í að tosa þessu fram“. peturg@frettabladid.is Gögn um aðildar- viðræður opinberuð Utanríkisráðherra hefur falið aðalsamningamanni Íslands í viðræðum við ESB að halda á næstunni opna fundi um allt land. Fundargerðir og samnings- afstaða birt opinberlega jafnóðum. Vefur opnaður fyrir athugasemdir frá fólki. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Gaf Alþingi í gær skýrslu um stefnu sína í utanríkismálum og störf utanríkisráðuneytisins síðasta ár. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ert þú búin(n) að ákveða hvað þú ætlar að kjósa í sveitar- stjórnarkosningunum 29. maí? JÁ 59% NEI 41% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú farin(n) að skipuleggja sumarfríið? Segðu þína skoðun á visir.is VERSLUN Velta í dagvöruverslun dróst saman um 11,7 prósent á föstu verðlagi í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn nemur 3,5 prósentum á breytilegu verðlagi. Verð á dagvöru hækkaði um 9,3 prósent á síðastliðnum tólf mán- uðum. Þetta kemur fram í úttekt Rannsóknarseturs verslunarinnar. Sala áfengis dróst saman um 31 prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 18,5 prósent á breytilegu verðlagi. Verð á áfengi hækkaði um 18,1 prósent á milli ára. Fataverslun var 13,8 prósentum minni í apríl miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og hækkaði verð á fötum um 11,1 prósent milli ára. Velta húsgagnaverslana var 12,1 prósenti minni í apríl en í sama mánuði í fyrra. Velta sérversl- ana með rúm minnkaði um 52,6 prósent frá því í fyrra. Verð á húsgögnum var 9,3 prósentum hærra í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Sala á raftækjum minnkaði um 13,3 prósent á föstu verðlagi og hækkaði verðið um 8,6 prósent frá apríl 2009. Í tilkynningu frá Rannsóknarsetrinu segir að óvenjumikill samdráttur hafi orðið í verslun í apríl í ár miðað við sama tíma í fyrra. Ástæðuna megi að hluta til rekja til þess að páskaverslun- in fór fram í mars í ár en í apríl í fyrra. Sú stað- reynd skýri þó ekki alfarið þennan mikla mun. Samdrátturinn sé nokkuð óvæntur ef miðað er við þróunina fyrstu þrjá mánuði ársins. - bþs Mikill samdráttur varð í allri verslun í aprílmánuði og verð hefur hækkað talsvert: Dagvara hækkaði um 9% á einu ári VERSLUN Mikill samdráttur varð í veltu dagvöruverslunar í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. DÓMSTÓLAR Breska lyfjafyrirtæk- ið Shire hefur höfðað mál gegn Actavis í Bandaríkjunum. Shire er með þrjú einkaleyfi á lyfi gegn athyglisbresti með ofvirkni fram í september á þessu ári og sakar Actavis um að ætla að framleiða samheitalyf áður en einkaleyfi Shire renna út. Shire hóf sölu á lyfinu, sem heit- ir Intuniv, seint á síðasta ári og renna einkaleyfin út 2022. Shire hefur sömuleiðis höfðað mál gegn ísraelska lyfjafyrirtæk- inu Teva vegna sama máls. - jab Höfða mál gegn Actavis: Sakað um brot á einkaleyfi LYFJAFRAMLEIÐSLA Breskt fyrirtæki sakar Actavis í Bandaríkjunum um hugs- anlegt brot á einkaleyfi. VIÐSKIPTI Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 1,9 milljónir evra, 329 milljónir króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs. Til samanburðar tapaði Eim- skip í kringum 40 milljónum evra á sama tíma tvö undangengin ár. Haft er eftir Gylfa Sigfús- syni, forstjóra Eimskips, í tilkynningu, að þau fyr- irtæki sem byggi á göml- um og traustum grunni verði að leita aftur í uppruna sinn. Gylfi rifjar upp að Eimskipa- félagið hafi farið illa í offjárfest- ingu, skuldsetningu, ómarkvissri stefnu og aðhaldsleysi. Félagið er nú sagt hafa lokið endurskipu- lagningu. Hluthafar eru nú 74, en í þeirra hópi er skilanefnd Lands- bankans sem fer með 37 prósenta eignarhlut. - jab Eimskip snýr úr tapi í hagnað: Leitað aftur í gamlan grunn GYLFI SIGFÚSSON HJÁLPARSTARF Tveir hjúkrunar- fræðingar halda á næstunni til starfa fyrir Rauða krossinn á Haítí og í Pakistan, að því er fram kemur í tilkynningu Rauða kross Íslands. Erla Svava Sigurðardóttir, sem er nýkomin frá Haítí, fer eftir helgi til Peshawar í Pakistan og starfar á sjúkrahúsi Rauða kross- ins í fjóra mánuði. Margrét Rögn Hafsteinsdóttir, deildarstjóri hjá LSH, verður yfirhjúkrunarfræð- ingur á sjúkrahúsi í úthverfi Port- au-Prince á Haítí. - th Íslenskir hjúkrunarfræðingar: Til starfa í Pak- istan og á Haítí KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.