Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 15.05.2010, Qupperneq 6
6 15. maí 2010 LAUGARDAGUR VIÐSKIPTI Jón Ásgeir Jóhannesson steig á fimmtudag úr stól stjórnar- manns í bresku versluninni House of Fraser. Breska dagblaðið Fin- ancial Times segir ákvörðun hans í beinu framhaldi af stefnu slita- stjórnar Glitnis á hendur honum og sex öðrum aðilum sem honum tengjast. Þar á meðal er Ingibjörg Pálmadóttir, kona Jóns, stjórnar- formaður og helsti eigandi 365 miðla, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið. Jón Ásgeir sat í stjórn House of Fraser í umboði PriceWaterhouse Cooper, sem fer með bú BG Hold- ing í Bretlandi fyrir skilanefnd Landsbankans. Eftir því sem næst verður komist átti Jón Ásgeir ekki frumkvæðið að því að yfirgefa stjórnarstólinn. Jón Ásgeir situr nú aðeins í stjórn bresku matvöru- keðjunnar Iceland Foods. Baugur eignaðist House of Fras- er ásamt hópi fjárfesta árið 2006 en skilanefnd tók eignarhaldið yfir í kjölfar falls Baugs í mars í fyrra. Þegar best lét sat Jón Ásgeir í stjórnum fjölmargra fyrirtækja í Bretlandi og í Danmörku, þar á meðal í Mosaic Fashion í Bretlandi, móðurfyrirtækis fjölda kventísku- vörumerkja, svo sem Oasis, Ware- house og Karen Millen auk dönsku verslunarinnar Illum. - jab FARINN Jón Ásgeir Jóhannesson situr í dag aðeins í stjórn einnar erlendrar verslunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Jón Ásgeir Jóhannesson hættur í stjórn verslunarinnar House of Fraser: Var látinn víkja úr stjórninni KLAUSTRIÐ EFTIR PANOS KARNEZIS FRÁ ÞEIM SEM GUÐ VILL TORTÍMA TEKUR HANN FYRST VITGLÓRUNA D Y N A M O R E Y K JA V ÍK „Kyrrlát, nánast þögul, frásögn en um leið brenn- heitt, mannlegt drama ... máttug og fumlaus.“ –Times Þýðandi: Árni Óskarsson neon SPLUNKUNÝ KILJA! ALÞINGI Össur Skarphéðinsson hyggst opna gagnvirka heimasíðu til þess að Íslendingar geti komið skoðunum á framfæri við samn- inganefnd Íslands í aðildarviðræð- um við Evrópusambandið. „Það er mikilvægt að hafa umsóknarferlið eins opið og gagn- sætt og hægt er, ekki síst til þess að eyða tortryggni og misskiln- ingi sem stundum örlar á,“ sagði Össur þegar hann gaf Alþingi í gær skýrslu um stefnu sína í utan- ríkismálum og störf ráðuneytisins á liðnu ári. Fundargerðir samn- inganefndarinnar og einstakra samningahópa verði opinber gögn. „Samningsafstaða í íslenskum hópum verður opinber þegar hún liggur fyrir og einnig önnur gögn svo framarlega sem samninga- fólkið okkar telji það ekki skaða samningshagsmuni Íslendinga,“ sagði Össur. „Ég tel líka rétt að veita Íslendingum beina hlutdeild í umsóknarferlinu.“ Í því skyni verði opnuð gagnvirk vefsíða, þar sem fólk geti komið skoðunum á framfæri, „en jafnframt haft reglulega samræðu við aðalsamn- ingamanninn, sérfræðinga, samn- ingamenn og eftir atvikum ráð- herrann sjálfan“. Össur hefur mælst til að Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og aðalsamningamaður Íslendinga, fari um landið á næstunni og haldi opna fundi um gang viðræðna og næstu skref: „Það er sjálfsagt að menn fái það sem er að gerast hverju sinni beint í æð og þá beint frá kúnni,“ sagði ráðherrann. Össur segist líta á Evrópumál- in sem grundvöll í endurreisn Íslands. „Það hefur aldrei verið ríkari ástæða en einmitt nú til að láta reyna á hvað getur falist í aðildarsamningum. Við þurfum stöðugleika, við þurfum fjárfest- ingar, við þurfum störf, við þurf- um að byggja atvinnu- og efna- hagslífi lífi þjóðarinnar sem allra traustasta umgjörð.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort Össur hefði ekki áhyggjur af stöðu samningaviðræðna við ESB: „Er til staðar nægileg pólitísk forysta til að leiða samninga til lykta?“ spurði Bjarni. „Ég hef meiri áhyggjur af mörgu öðru sem lýtur að hagsmunum Íslands en því,“ svaraði ráðherr- ann en kvaðst mundu fagna því ef jafnöflugur stjórnmálamaður og Bjarni „mundi taka með meira afgerandi hætti þátt í að tosa þessu fram“. peturg@frettabladid.is Gögn um aðildar- viðræður opinberuð Utanríkisráðherra hefur falið aðalsamningamanni Íslands í viðræðum við ESB að halda á næstunni opna fundi um allt land. Fundargerðir og samnings- afstaða birt opinberlega jafnóðum. Vefur opnaður fyrir athugasemdir frá fólki. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Gaf Alþingi í gær skýrslu um stefnu sína í utanríkismálum og störf utanríkisráðuneytisins síðasta ár. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ert þú búin(n) að ákveða hvað þú ætlar að kjósa í sveitar- stjórnarkosningunum 29. maí? JÁ 59% NEI 41% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú farin(n) að skipuleggja sumarfríið? Segðu þína skoðun á visir.is VERSLUN Velta í dagvöruverslun dróst saman um 11,7 prósent á föstu verðlagi í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn nemur 3,5 prósentum á breytilegu verðlagi. Verð á dagvöru hækkaði um 9,3 prósent á síðastliðnum tólf mán- uðum. Þetta kemur fram í úttekt Rannsóknarseturs verslunarinnar. Sala áfengis dróst saman um 31 prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 18,5 prósent á breytilegu verðlagi. Verð á áfengi hækkaði um 18,1 prósent á milli ára. Fataverslun var 13,8 prósentum minni í apríl miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og hækkaði verð á fötum um 11,1 prósent milli ára. Velta húsgagnaverslana var 12,1 prósenti minni í apríl en í sama mánuði í fyrra. Velta sérversl- ana með rúm minnkaði um 52,6 prósent frá því í fyrra. Verð á húsgögnum var 9,3 prósentum hærra í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Sala á raftækjum minnkaði um 13,3 prósent á föstu verðlagi og hækkaði verðið um 8,6 prósent frá apríl 2009. Í tilkynningu frá Rannsóknarsetrinu segir að óvenjumikill samdráttur hafi orðið í verslun í apríl í ár miðað við sama tíma í fyrra. Ástæðuna megi að hluta til rekja til þess að páskaverslun- in fór fram í mars í ár en í apríl í fyrra. Sú stað- reynd skýri þó ekki alfarið þennan mikla mun. Samdrátturinn sé nokkuð óvæntur ef miðað er við þróunina fyrstu þrjá mánuði ársins. - bþs Mikill samdráttur varð í allri verslun í aprílmánuði og verð hefur hækkað talsvert: Dagvara hækkaði um 9% á einu ári VERSLUN Mikill samdráttur varð í veltu dagvöruverslunar í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. DÓMSTÓLAR Breska lyfjafyrirtæk- ið Shire hefur höfðað mál gegn Actavis í Bandaríkjunum. Shire er með þrjú einkaleyfi á lyfi gegn athyglisbresti með ofvirkni fram í september á þessu ári og sakar Actavis um að ætla að framleiða samheitalyf áður en einkaleyfi Shire renna út. Shire hóf sölu á lyfinu, sem heit- ir Intuniv, seint á síðasta ári og renna einkaleyfin út 2022. Shire hefur sömuleiðis höfðað mál gegn ísraelska lyfjafyrirtæk- inu Teva vegna sama máls. - jab Höfða mál gegn Actavis: Sakað um brot á einkaleyfi LYFJAFRAMLEIÐSLA Breskt fyrirtæki sakar Actavis í Bandaríkjunum um hugs- anlegt brot á einkaleyfi. VIÐSKIPTI Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 1,9 milljónir evra, 329 milljónir króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs. Til samanburðar tapaði Eim- skip í kringum 40 milljónum evra á sama tíma tvö undangengin ár. Haft er eftir Gylfa Sigfús- syni, forstjóra Eimskips, í tilkynningu, að þau fyr- irtæki sem byggi á göml- um og traustum grunni verði að leita aftur í uppruna sinn. Gylfi rifjar upp að Eimskipa- félagið hafi farið illa í offjárfest- ingu, skuldsetningu, ómarkvissri stefnu og aðhaldsleysi. Félagið er nú sagt hafa lokið endurskipu- lagningu. Hluthafar eru nú 74, en í þeirra hópi er skilanefnd Lands- bankans sem fer með 37 prósenta eignarhlut. - jab Eimskip snýr úr tapi í hagnað: Leitað aftur í gamlan grunn GYLFI SIGFÚSSON HJÁLPARSTARF Tveir hjúkrunar- fræðingar halda á næstunni til starfa fyrir Rauða krossinn á Haítí og í Pakistan, að því er fram kemur í tilkynningu Rauða kross Íslands. Erla Svava Sigurðardóttir, sem er nýkomin frá Haítí, fer eftir helgi til Peshawar í Pakistan og starfar á sjúkrahúsi Rauða kross- ins í fjóra mánuði. Margrét Rögn Hafsteinsdóttir, deildarstjóri hjá LSH, verður yfirhjúkrunarfræð- ingur á sjúkrahúsi í úthverfi Port- au-Prince á Haítí. - th Íslenskir hjúkrunarfræðingar: Til starfa í Pak- istan og á Haítí KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.