Fréttablaðið - 15.05.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 15.05.2010, Síða 10
10 15. maí 2010 LAUGARDAGUR Þrír listar bjóða fram til sveitarstjórnar í Vest- mannaeyjum líkt og und- anfarin ár. Ólíkt mörgum öðrum sveitarfélögum snú- ast bæjarmálin ekki fyrst og síðast um varðstöðu í fjármálum. Það er mál manna að sveitar- stjórnarkosningarnar í Vest- mannaeyjum séu um margt sér- stakar samanborið við landið í heild sinni. Sveitarstjórnarmálin þar hafa verið á skjön við lands- málin og sveitarstjórnarmálin víðast hvar með sjálfstæðismenn haldandi um stjórnartaumanna í krafti hreins meirihluta. Viðmæl- endur Fréttablaðsins eru heilt yfir sammála um að einhugur hafi ríkt við stjórn bæjarfélagsins, þó tek- ist hafi verið á og minnihlutinn veitt aðhald þar sem það hefur þurft. Eitt virðast Vestmannaeying- ar sammála um og það er að lítill áhugi sé fyrir kosningunum í lok mánaðarins. Lítið fari fyrir pólit- ískri umræðu og erfitt eða ómögu- legt sé að staðsetja átakalínur á milli flokka og tilfinning viðmæl- enda Fréttablaðsins er að þátttaka verði lítil í kosningunum. Einn við- mælandi taldi ástæðuna vera góða fjárhagsstöðu bæjarins. Menn væru heilt yfir sáttir við stjórn bæjarmála og í því umhverfi sem ríkjandi væri; kosningar innan flestra sveitarfélaga snúist jú um afleita stöðu vegna gríðarlegrar skuldsetningar. Margir telja jafn- vel fyrirséð að sjálfstæðismenn haldi meirihluta sínum og verði við stjórnvölinn líkt og síðustu fjögur ár. Það verði uppskeran af því að koma bæjarfélaginu fyrir vind í fjármálum. Eins og kunnugt er seldi Vest- mannaeyjabær hlut sinn í Orku- veitu Suðurnesja. Þeir fjármunir voru nýttir til að gera upp óhag- stæð lán en 2,5 milljarðar króna af eldri skuldum voru greiddir upp á kjörtímabilinu sem er að líða. Mönnum er kjörtímabilið 2002 til 2006 ofarlega í huga þegar þrír flokkar „nýttu allar hugsanleg- ar útgáfur til að fara með stjórn bæjarins“, eins og það er orðað. Það virðist vera staða sem hræð- ir Eyjamenn og eru þá dæmi frá Reykjavík og minni sveitarfélög- um á kjörtímabilinu sem er að ljúka nefnd í samhengi. Sjálfstæðisflokkurinn náði sögu- legum árangri í sveitarstjórnar- kosningunum árið 2006 með því að ná hreinum meirihluta. Þeir bættu við sig manni og fengu fjóra menn kjörna. Fjórmenningarnir skipa enn fjögur efstu sæti D-lista. Vestmannaeyjalistinn er boð- inn fram af Samfylkingu, Vinstri- hreyfingunni - grænu framboði og óháðum kjósendum. Listinn er skipaður fólki úr ýmsum áttum, bæði fólki sem hefur reynslu af bæjarmálum en einnig nýju fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði bæjarmála. Gætt er að jafnri skiptingu milli kynja auk þess sem yngri kynslóðin á sína fulltrúa. Því er spáð að listinn haldi sínu; þremur mönnum af sjö og pólitískt landslag haldist því að óbreytt. Þriðji listinn í framboði til kosn- inganna nú er listi Framsóknar- flokks og óháðra. Framsókn klífur sig út úr Vestmannaeyjalistan- um eftir sameiginlegt framboð í tveimur síðustu sveitarstjórn- arkosningum. Ástæða þessara vistaskipta virðist vera óánægja grasrótarinnar með samkrullið við Samfylkinguna og VG. Fleiri en einn viðmælandi telja að sam- starf undir Vestmannaeyjalistan- um hafi staðið pólitískri umræðu í Eyjum fyrir þrifum. Það eru því þrír listar sem bjóða fram líkt og 2006 en Frjálslyndir hafa dregið sig í hlé. Er það gagn- rýnt að bæjarmálafélag Frjáls- lynda flokksins skuli hvetja fólk til að hunsa kosningarnar, eins og er gert í ályktun bæjarmálafélags- ins. Ástæðan fyrir þessari áskor- un er að flokkurinn telur sig hafa orðið „vitni að vafasömum vinnu- brögðum gömlu fjórflokkanna, sem við vorum ekki og erum ekki sátt við, því hvetjum við okkar fólk og aðra sem styðja stefnu Frjáls- lynda flokksins að hunsa þessar kosningar með því að sitja heima eða skila auðu“. Af algengum málum eru allir sammála um að vel hafi verið gert í skólamálum og samgöngumálin horfi til batnandi vegar með nýrri höfn. Nefna menn að átak í mál- efnum eldri borgara sé nærtækt þó að bæjarfulltrúar minni á það að töluvert hafi verið gert í þeim málaflokki á undanförnum árum. Niðurgreiðslur á fasteignagjöld- um eldri borgara eru hlutfalls- lega mjög háar í Vestmannaeyj- um miðað við mörg sveitarfélög af svipaðri stærð. Hins vegar er samhljómur um að fjölga verði búsetuúrræðum og auðvelda fólki að komast úr stóru óhagstæðu hús- næði í minna og hentugra. Þegar hefur verið sett á fót þriggja ára áætlun um þetta verkefni með því að eyrnamerkja 100 milljónir króna í þessum tilgangi. Eftir fólksfækkun í sextán ár í röð hefur fjölgað í röðum heima- manna síðastliðin þrjú ár. Eyja- menn eru almennt bjartsýnir á að þessi þróun sé aðeins byrjunin á einhverju stærra. Margir hafi látið glepjast af tækifærum þenslunn- ar og flutt búferlum þess vegna. Þessi hópur mun snúa heim, er trú Eyjamanna, þótt áhyggjuefnið sé að ungt Eyjafólk sé fangi verð- lausra eigna uppi á fastalandinu. Atvinnumál vefjast ekki fyrir Vestmannaeyingum. Allir sem vilja vinna geta unnið er viðkvæð- ið. Sjávarútvegurinn, sem er sem fyrr undirstaða sveitarfélagsins, getur þó ekki tekið endalaust við. Tækifærin liggja víðar er mál manna og er ferðaþjónusta oftast nefnd. Sterk staða verður varin „Okkar sýn kristallast í orð- unum lýðræði – samvinna – gagnsæi,“ segir Sigurður E. Vilhelms- son, sem leiðir lista Fram- sóknarflokks og óháðra. „Það sem við leggjum áherslu á er að teknar verði upp íbúakosningar í Vestmannaeyj- um þar sem íbúar geti farið fram á kosningar með því að safna undirskriftum frá tilteknum fjölda manna. Þetta ætti við um skipu- lagsmál og framkvæmdir svo dæmi sé tekið.“ Sigurður segir framboðið leggja mikið upp úr virkri samvinnu innan sveitarfélagsins. „Við viljum að bærinn hafi meira frumkvæði að samvinnu innan bæjarfélagsins og á milli sveitarfélaga. Þar höfum við sett fram hugmyndir um samvinnu- sjóð. Vestmannaeyjabær stendur vel fjárhagslega og við viljum nýta hluta þess fjármagns til að styrkja framkvæmdir einstaklinga og félagasamtaka. Bærinn gæti þá í gegnum samvinnusjóðinn veitt framlag á móti öðrum styrkjum eftir að verkefnin hefðu farið í gegnum matsferli annarra sjóða. Við viljum jafnframt að bærinn kanni mögu- leika á að setja á fót samvinnufélag til byggingar þjónustuíbúða fyrir aldraða.“ Sigurður og hans fólk vill auka gagnsæi innan stjórnsýslunnar í Vestmannaeyjum. Til þess að það megi verða skuli sett á fót embætti umboðsmanns íbúa. „Sá yrði tengill íbúa við kerfið. Viðkom- andi væri starfsmaður bæjarins en óháður stjórnkerfinu sem gæti tekið við kvörtunum og erindum frá íbúum og leiðbeint þeim. Eins gæti umboðsmaður íbúa tekið á móti fólki sem hingað flyst; upp- frætt það um réttindi og skyldur og auðveldað því að aðlagast samfélaginu hér.“ Annað hlutverk umboðsmanns íbúa væri að hafa umsjón með að þróa íbúalýðræðið og halda utan um íbúakosningar, segir Sigurður, sem viðurkennir að áherslur listans beri keim af umræðu í samfélaginu að undan- förnu. „Þetta er krafa samfélagsins og við höfum séð hvert það leiðir okkar að fámennir valdahópar ráða ferðinni.“ Vilja beina þátttöku bæjarbúa „Okkar kjörorð er og hefur verið friður og framfarir. Við höfum sem minnihluti á móti Sjálfstæð- isflokknum reynt að vinna þannig að ná einingu og samstarfi í sveitarfé- laginu til að ná árangri,“ segir Páll Scheving Ingvarsson, oddviti Vestmannaeyjalistans. „Við höfum á undanförnum árum byggt upp skól- ana og endurskipulagt þá ásamt því að byggja upp íþróttamannvirki. En núna liggur fyrir að við verðum að byggja upp öldrunarþjónustuna og efla hana stórlega. Það er stórt verkefni sem er fram undan og þarf að vinna að af alefli.“ Páll segir að sveitarfélagið standi vel fjárhagslega og því fylgi að sjálfsögðu tækifæri. Ólíkt mörgum öðrum sveitarfélögum liggi ekki óhagstæð lán eins og mara á Vest- mannaeyingum. Til séu sjóðir eftir sölu eigna og rentur af þeim megi nýta til að hlúa að fólkinu sem í Eyjum býr og taka á móti þeim sem vilja flytja aftur heim. Páll nefnir sérstaklega að eitt meginverkefni bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum sé að nýta sem best þá byltingu sem er að verða í samgöngumálum Vestmanna- eyinga. „Markaðssetning nýrrar samgönguleiðar er eitt af stærri tækifærum bæjarins. Við verðum að nýta þau sem best. Við verðum að virkja þessa samgönguleið og markaðssetja Vestmannaeyjar. Við verðum að efla viðburði og byggja upp afþreyingartækifæri. Eyjarnar eru náttúruperla en það dugir ekki eitt og sér. Við verðum að byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn og búa okkur undir fjölgun gesta sem er fyrirséð.“ Viljum ná árangri með samvinnu SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2010 Líkt og áður bjóða fram þrír listar í sveitarstjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum. „Þetta kjörtímabil hefur verið hálfgerð rússíbanareið. Við förum frá því að vera sveitarfélag sem átti vart til hnífs og skeiðar yfir í það að vera eitt best stæða sveitarfélag á landinu auk þess sem fólksfækkun heyrir fortíðinni til. En hér í Vest- mannaeyjum, eins og annars staðar á landinu, verða þessar kosningar að snúast um rekstur sveitarfélagsins. Umhverfið í landinu er með þeim hætti að þrátt fyrir að staða okkar sé sterk í augnablikinu þá þarf lítið til að við lendum í svipuðum vanda og er víðast hvar,“ segir Elliði Vignisson, oddviti Sjálfstæðisflokks. „Kosningarnar hér í Vestmannaeyjum, og þá skiptir ekki máli hver fær umboðið, snúast um að verja okkar sterku stöðu.“ Elliði segir að á undanförnum árum hafi skuldir verið greiddar niður fyrir 2,5 milljarða króna og lítið fram- kvæmt á sama tíma, þrátt fyrir þenslu víða annars staðar. „Hlutverk hins opinbera í hagstjórn er að framkvæma í kreppu, sem við hyggjumst gera. Við höfum til þess burði og munum gera það á næstu árum. En þó við getum framkvæmt megum við illa við auknum rekstri.“ Elliði segir að ýmsar ógnir stafi að samfélagi eins og Vestmannaeyjum. Sérstaklega beri þar að nefna fyrn- ingarleið stjórnvalda og niðurskurð á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. „Það er ekki síður þessi vakt sem við verðum að standa á næstu árum,“ segir Elliði og segir það sveitarfélaganna að gæta hagsmuna íbúa sinna þó að málaflokkurinn sé ekki á forræði sveitarstjórna. „Sveit- arstjórnirnar eru brjóstvörn samfélaganna í öllum þeirra hagsmunamálum.“ Kosningarnar snúast um að verja sterka stöðu Vestmannaeyja Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Verið öll velkomin! Vi ns tri hr ey fin gi n - g ræ nt fr am bo ð vi ll be ita s ér fy rir ró ttæ ku m þ jó ðf él ag su m bó tu m a lm en ni ng i t il hagsbóta, hefja vernd náttúru og umhverfis til vegs á Íslandi og treysta byggð um allt land. Hreyfingin er samstarfsvettvangur og baráttutæki þeirra, sem vilja útrým a kynjam isrétti og tryggja jafnrétti, kvenfrelsi... // sjá m eira á w w w .vg.is/stefna/ Kosningaskrifstofa VG í Reykjavík I Suðurgata 10 I opið kl. 13-18 alla daga I sími 517 0723 I reykjavik@vg.is I www.vg.is Græn Reykjavík Málþing um umhverfi, skipulag og samgöngur í borginni laugardaginn 15. maí kl 14-16, í Sjóminjasafninu í Reykjavík að Grandagarði 8. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Kristín Þorleifsdóttir landslagsarkitekt Sigrún Helga Lund frá samtökum um bíllausan lífstíl Sóley Tómasdóttir stýrir fundi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.