Fréttablaðið - 15.05.2010, Page 32

Fréttablaðið - 15.05.2010, Page 32
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR ferðalög kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Hallur Karlsson af Friðriki Weisshappel Pennar Júlía Margrét Alexandersdóttir, Kjartan Ljósmyndir Fréttablaðið Auglýsingar Benedikt Freyr Jónsson bfj@365.is [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög MAÍ 2009 Póstkort frá Pétursborg Valdís Thor myndar fegurð höfuð- borgar Norður-Rússlands SÍÐA 6 Danskur sjónvarpsþáttur tekinn upp á LAUNDROMAT CAFÉ Íslendingar gera það gott í veitingabransanum í Köben Rokkabillí og pönk í Ósló Ný hlið á nágrönnum okkar SÍÐA 10 2 FERÐALÖG E f þú ert að leita að afslöppuðu fjölskyldufríi í sól og sumri Frakklands þá er kjörið að hafa augun opin fyrir öðrum kostum en Suður-Frakklandi sem er eins og mauraþúfa í júlí og ágúst. Hið fræga vínhérað Bordeaux liggur í um fjögurra tíma keyrslu frá París. Um sex- tíu kílómetra frá borginni Bordeaux er svo Le Bassin D‘ Arcachon, merkileg strandlengja þar sem er að finna hæstu sandöldur Evrópu. Sandurinn er svo fíngerður og hvítur að það mætti halda að maður væri staddur hinum megin á hnettinum. Í þessum litla flóa eru mörg skemmti- leg þorp, meðal annars hið ótrúlega sjar- merandi Cap Ferret þar sem er hægt að leigja sér hús eða gista á hóteli. Í Cap Ferret ríkir einstaklega afslappað and- rúmsloft og er vinsæll áfangastaður hjá „smart setti“ Frakklands. Þetta er ekta fiskiþorp og mörg húsanna eru á stult- um úti í sjónum, en þar er líka að finna fjölmarga veitingastaði og skemmti- legt næturlíf. Af nógu er að taka hvað varðar afþreyingu í flóanum. Hægt er að skella sér á brimbretti eða seglbát, skoða ótrúlega fjölbreytt fuglalíf, heim- sækja frægar vínekrur eða þá bara slaka á í sólinni. Það þarf varla að taka það fram að matar- og vínmenning héraðs- ins er stórkostleg og kjörið að heimsækja markaði á daginn og kaupa úrvals kjöt, fisk og grænmeti í kvöldmatinn ásamt vænni flösku af Bordeaux víni. Síðan en ekki síst er skemmtilegt fyrir fjölskyld- ur að klífa sandölduna le Dune du Pilat og jafnvel renna sér aftur niður. - amb HVÍTIR SANDAR OG AFSLAPPAÐ ANDRÚMSLOFT Í Bordeaux-héraði Frakklands er fl óinn Bassin D‘Arcachon sem er kjörinn sumarleyfi sstaður. Hæsta sandalda Evrópu Í Arcachon er að finna náttúrufegurð og alls kyns afþreyingarmöguleika. flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is FJALLAVÖTN OG FAGRAR STRENDUR NORÐUR-ÍTALÍU verða skoðaðar í júlíferð Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Flogið er til Mílanó 5. júlí og þaðan ekið að Comovatninu og gist í borginni Lecco í þrjár nætur. Þá er ekið til Torino og borgin og nágrenni hennar skoðað og svo gist á vínræktarsvæðinu Asti. Meðal annars verður farið í vínskoðun og keyrt til Genúa þar sem gist er í þrjár nætur og dagsferð farin til „Landanna fimm“ − fimm ótrúlega fallegra smábæja á Ítalíu sem eru á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Fararstjóri í ferðinni er Guðný Margrét Emilsdóttir og flogið er heim 12. júlí. - jma B ráðum legg ég land undir fót í langþráð sumarfrí með fjölskylduna enda sumarið tími ferðalaga og ævintýra. Stanslausar fréttir af öskufalli hafa ekki truflað okkur mikið hingað til enda nóg annað að sýsla hjá upp- teknu fólki en að stressa sig að óþörfu. Þar sem ég hef yndi af ferðalögum þá reyni ég að passa að þau gangi ætíð fyrir sig án þess að maður fari á hvolf á síðustu stundu. „Stress-management“ hugtakið var áreiðanlega ekki til þegar ég var lítil en aumingja pabba mínum tókst alltaf að láta ferðalög verða gífur- lega taugaveiklandi reynsla fyrir fjölskylduna. Allir voru alltaf of seinir, fólk í biðröðum fór í hans fínustu og allt varð að vera nákvæmlega á sínum stað og á réttum tíma. Í dag þegar ég á tvö ung börn sjálf brosi ég með sjálfri mér þegar ég lendi í svipuðum kring- umstæðum og dreg andann djúpt. Auðvitað er margt sem fer í taugarnar á manni þegar haldið er úr landi. Flugvallarstarfsmenn, fólk að troðast inn í biðraðir, grenjandi krakkar og seinkun á flugvélum auk fjölda annarra pirrandi smáatriða. Hversu mörg pör hafið þið eflaust séð rífast á flugvelli? En málið er bara að stress gerir nákvæmlega ekkert til að hjálpa til. Það er mikilvægt að reyna að muna alla þá spenn- andi hluti sem maður á í vændum þegar maður kemur á áfangastað og að því rólegri og yfirvegaðri sem maður er því betra. Þegar ég ferðast með blessunar- lega rólyndum unnusta mínum og lendi í einhverjum fáránlegum ferðaaðstæðum þá er eina leiðin stund- um bara að hlæja. Með þessu „zen“ hugarfari hef ég komist í gegnum tólf tíma flugferð við hlið blind- fullra og ælandi japanskra viðskiptamanna, staðið í tveggja tíma biðröð með krakkana á Kastrup og dílað við hundleiðinlegt innritunarfólk sem ætlaði að láta mig tæma ferðatöskuna í litla plastpoka eða láta mig borga tugi þúsunda í yfirvigt, án þess að missa kúlið. Tvennt er vert að hafa í huga. Fyrst verður maður að muna að ekkert ferðalag gengur streitulaust fyrir sig þar sem alls kyns óvænt atvik geta komið upp. Að síð- ustu er vert að hafa hugfast gott mottó, að hlutirnir hafa alltaf tilhneigingu til að reddast. Anna Margrét Björnsson skrifar AÐ FERÐAST STREITULAUST

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.