Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 37

Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 37
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 KRABBAMEINSFÉLAG ÍSLANDS og Hönnunarmiðstöð Íslands efna til samkeppni um hönnun á bleiku slaufunni 2010, tákni Krabbameinsfélagsins í baráttu gegn krabbameini kvenna. Frestur til að skila inn tillögum er til 18. júní 2010 og tilkynnt verður um úrslit viku síðar. www.krabb.is „Við kennarar og stjórnendur Heilsumeistaraskólans leggjum ríka áherslu á að vera lifandi dæmi þess sem við boðum og sömu kröfu gerum við til nemenda okkar sem byrja námið á því að vinna í eigin heilsu,“ segir Gitte Lassen sem ætíð hefur heilsuna í fyrirrúmi. Hún hyggst ganga á Esjuna með syni sínum og bekknum hans í dag en slaka á á morgun enda hreyfing og hvíld mikilvæg fyrir heilsuna. Eftir Esjugönguna liggur leið Gitte á veitingastaðinn Gló þar sem stendur til að kynna nýtt við- urkennt nám í náttúrulækningum. „Við erum að hefja fjórða starfsár- ið okkar en námsskráin var viður- kennd af menntamálaráðuneytinu í nóvember á síðasta ári. Þetta mun vonandi þýða að í framtíðinni geti nemendur okkar fengið námslán auk þess sem ég held að það skipti fólk miklu máli að geta valið nám í náttúrulækningum sem er opinber- lega viðurkennt.“ Helstu námssvið Heilsumeistara- skólans eru alþýðu-náttúrulækn- ingar, grasalækningar og augn- fræði. Námið er kennt sem lotunám og stendur kennslan að jafnaði yfir í fjóra daga, annan hvern mánuð í þrjú ár. Námið er skilgreint sem 86 eininga sérnám í heildrænum meðferðum og segir Gitte fólk geta nýtt það með ýmsum hætti. „Sumir kjósa að starfa við þetta eða að fara í frekara sérnám en auk þess er talsvert um að fólk leggi stund á þetta nám eingöngu í eigin þágu. „Það eru sífellt fleiri sem vilja taka ábyrgð á eigin heilsu en vita ekki alveg hvernig á að bera sig að. Upp- lýsingarnar liggja víða en hjá okkur eru þær á einum stað.“ Kynningin hefst í dag klukkan tvö og verður farið yfir námið og ýmis praktísk atriði og fólki gefst kostur á að sjá kennara og stjórn- endur skólans. Þá mun einn nem- enda skólans segja álit sitt á nám- inu. Nánari upplýsingar eru á www. heilsumeistaraskolinn.com vera@frettabladid.is Vill vera lifandi dæmi þess sem hún boðar Gitte Lassen, annar skólastjóri Heilsumeistaraskólans, bregður ekki út af vananum þessa helgi frekar en aðrar og hefur heilsuna í fyrirrúmi. Hún ætlar á Esjuna í dag en gætir þess að slaka á á morgun. Gitte segir sífellt fleiri vilja taka ábyrgð á eigin heilsu og að sumir leggi stund á nám í náttúrulækningum eingöngu í eigin þágu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Patti.is Landsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 kynnum nýju línuna Kynn ingar tilboð Horn sófi 2 H2 Láttu þér líða vel í sófa frá Patta 257.3 10 kr Rí 2 H2 Verð frá afsláttur út maí%10

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.