Fréttablaðið - 15.05.2010, Síða 39

Fréttablaðið - 15.05.2010, Síða 39
LAUGARDAGUR 15. maí 2010 3 „Við ákváðum að slá upp hátíð í til- efni af því að Tilraunalandið er að flytja út og verður utandyra fram í september,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningarfulltrúi Norræna hússins, sem stendur fyrir Vatnsmýrarhátíð í dag milli klukkan 14 og 16. Hátíðina setur frú Vigdís Finnbogadóttir og er ljóst að þar geta bæði börn og full- orðnir haft af ýmsu gaman. Að sögn Ilmar ættu flest börn á höfuðborgarsvæðinu að kannast við Tilraunalandið sem var opnað 9. apríl síðastliðinn. Tilraunaland- ið er til húsa í bráðabirgðaskála við Norræna húsið, en um 300 börn hafa komið þangað daglega til að spreyta sig á ýmsum þrautum. „Nú dreifir sýningin úr sér og verður úti á túni líka. Þar verða þrautir í stórum stærðum og vísindi kynnt í gegnum leik og gagnvirkni,“ segir Ilmur Dögg. Í dag verður einnig vígður all sérstæður sandkassi með sex metra hárri yfirbyggingu. „Þar verður skemmtilegt fyrir krakka að leika sér en í sandkassanum verða skóflur og annað skemmti- legt dót,“ upplýsir Ilmur en mikil upplifun er að sitja í sandkassan- um undir heljarmiklu þaki og við tjörnina þar sem gæsirnar synda og kvaka. Hinn sérstaka sandkassa fékk Norræna húsið að gjöf frá Staf angri í Noregi. „Hann var hannaður af Happy Space-teikni- stofunni í Svíþjóð og var fyrst settur upp þegar Stafangur var menningarborg Evrópu,“ upplýs- ir Ilmur Dögg. Sandkassinn er án efa stærsti manngerði sandkass- inn á höfuðborgarsvæðinu og er jafnframt listrænn skúlptúr sem þjónar í senn hlutverki sólúrs og vita. „Við köllum hann hreiðrið í enda passar það vel við barnadag- skrána okkar í ár sem kallast Fjör- egg,“ segir Ilmur Dögg Margt fleira verður á seyði á Vatnsmýrarhátíðinni. Trúðar úr leikritinu Bláa gullinu bregða á leik, Blikandi stjörnur taka lagið og lúðrasveitin Svanur spilar. Þá stýrir Mads Holm, kynningar- fulltrúi fyrir nýnorræna matar- gerð, bragðtilraunum í gróðurhús- inu á staðnum en þeir sem mæta snemma fá einnig að bragða á bragðgóðu hollustugóðgæti. solveig@frettabladid.is Mokað í listrænum sandkassa í Vatnsmýri Hjálpa þú okkur að leggja Umhyggju lið Með því að kaupa Disney vöru frá NUK styður þú um leið gott málefni. 10% af andvirði vörunnar rennur til Umhyggju, félags langveikra barna á Íslandi. * The bottles of the Disney Edition are from the NUK FIRST CHOICE System, which is recommended by experts for times when breastfeeding is either not possible or is combined with bottle-feeding. Source: Studies undertaken by an independent market research institute NUK is a registered trademark owned by MAPA GmbH/Germany · www.nuk.com © D is ne y Ba se d on th e „W in ni e th e Po oh “ w or ks b y A .A . M iln e an d E. H . S he pa rd . Sandkassinn við Norræna húsið til vinstri og Tilraunalandið til hægri. Líf og fjör verður bæði úti og inni á Vatnsmýrarhátíðinni í dag milli 14 og 16. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sandkassinn er listrænn skúlptúr sem settur var upp fyrst í Stafangri þegar hún var menningarborg Evrópu. Vatnsmýrarhátíð verður sett í dag klukkan 14 við Norræna húsið af frú Vigdísi Finnbogadóttur. Hátíðin, sem stendur til klukkan 16, er helguð vísindum og leik, umhverfi og náttúru, börnum landsins og barnamenningu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.