Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 64

Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 64
BORGARFERÐIR ÓSLÓ 10 FERÐALÖG Ósló er skemmtileg blanda af stórborg og sveitaþorpi og landfræði- leg lega gerir það að verkum að þar hlýnar fyrr í lofti en á Fróni. Rétt eins og Íslendingar eru Norðmenn fegnir þegar langur veturinn loksins kveður og þar iðar allt af lífi þessa dag- ana. Á vappi um borgina rakst Hólmfríður Helga Sigurðardóttir á fyrr- verandi Óslóarmeyjuna Rut Hermannsdóttur og fékk hana til að benda ókunnugum ferðalangi á nokkra snilldarstaði til að heimsækja. ROKKABILLÍBÚÐ, PÖNKARAGARÐAR OG ANNAÐ ÓMISSANDI Los Lobos, Thorvald Meyersgata 30, Grünerløkka Í rokkabillíbúðinni Los Lobos er að finna fallega 50’s kjóla, skyrtur, jakka og önnur klæði, tónlist frá sama tímabili og guðdómlega innanstokksmuni sem passa við lúkkið. Eigandi búðarinnar er norska sjónvarpsstjarnan Jan Vardøen sem á stóran hlut í þeirri uppbyggingu sem hefur orðið í Grünerløkka-hverfinu undanfarin ár. Náttúrugripasafnið, Tøyenhagen, Tøyen Dýrasafn Náttúrugripasafnsins í Ósló er uppáhald allra barna. Þar má sjá og fræðast um dýr alls staðar að úr heiminum, frá öllum tímum. Þar er meira að segja risaeðla í fullri stærð. Náttúrugripasafnið samanstendur af jarðfræðisafni, dýrafræðisafni og stærðarinnar grasagarði. Anarkistahúsið Blitz, Pilestredet 30c, Hammersborg Anarkistahúsið Blitz er samkomu- staður pönkara og anarkista. Þangað er fólki ekki ráðlagt að koma í pels og þar er heldur ekki sniðugt að biðja um Coca Cola, enda helsta tákn kapítalismans og eitur í beinum anarkistanna. Hins vegar er þar til sölu góður matur á mjög lágu verði og þetta er eini staðurinn í Noregi þar sem enn þá má reykja innandyra. Almenningsgarðar um alla borg Ósló er græn borg og þar er ógrynni af æðislegum almenn- ingsgörðum. Margir Óslóarbúar því sem næst flytja í garðinn á sumrin. Þar sólar fólk sig, les bækur, spilar, heldur partí jafnt sem barnaafmæli og grillar í kvöldmatinn. Tekið skal fram að myndin var tekin á dögunum. Sumarið er komið! Í heimahögum Kvikmyndagerðarkonan Rut Hermannsdóttir bjó eitt sinn í Ósló og þekkir þar alla skemmtilega króka og kima. FRÉTTABLAÐIÐ/ HÓLMFRÍÐUR HELGA SIGURÐARDÓTTIR LEIÐSÖGUSKÓLINN ICELAND TOURIST GUIDE SCHOOL LEIÐSÖGUSKÓLINN ICELAND TOURIST GUIDE SCHOOL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.