Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 68

Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 68
32 15. maí 2010 LAUGARDAGUR Það er ekki ofsögum sagt að vikan hafi verið annasöm hjá Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík. Hátíðin opnaði með pomp og prakt á miðvikudagskvöld og tvær vikur stútfullar af alls kyns listviðburðum eru fram undan. Jóhanna leyfði Fréttablaðinu að skyggnast inn í fullbókaðan dag þar sem fjölskyldulífið fær þó að sjálfsögðu líka sinn sess. Þeytist milli menningarviðburða MYNDBROT ÚR DEGI Fimmtudaginn 13. maí | Myndir teknar á Casio EXILIM 6mp 1 Dagurinn byrjaði auðvitað með morgunmat og fullt af góðu kaffi, enda umfangsmikill setningardagur Listahátíðar daginn áður og nóg að gera fram undan. Einkasonurinn Emil Skúli klæddi sig í aðeins of stór jakkaföt til að vera fínn við morgunverðarborðið. 2 Kíkti við þegar 100 fermetra dúkur Listahátíðar, með mynd úr sýningu Sigurðar Guðmundssonar, Situations and other Photo Works 1970-1982, var hengdur utan á hús Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg. Ótrúlega flott. Þeir sem vilja sjá sýning- una í heild sinni kíkja við í i8 Gallery á næstunni. 3 Fékk mér göngutúr frá Austurvelli yfir í Þjóðminjasafn og leit þar við á opnun ljósmyndasýningar Einars Fals Ingólfssonar; Í fótspor Collingwoods, og smellti af úr launsátri þegar Einar Falur leiddi þær Katrínu, mennta- og menningarmálaráðherra, og Hrefnu, listrænan stjórnanda Listahátíðar, um sýninguna. 4 Af Þjóðminja- safninu lá leiðin í Gall- erí Ágúst, á opnun Equivocal the Sequel, ljósmynda- sýningar Katrínar Elvarsdóttur, þar sem Greipur Gísla- son, verkefnastjóri á Listahátíð, tók þessa mynd af okkur Katr- ínu og uppáhalds- myndinni minni eftir hana. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn 149.901 kr.fráHerbergi í 1 vikuALLT INNIFALIÐ Costa Adeje Gran Hotel m.v. brottför 20. júníVerð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 119.899 kr.fráHerbergi í 1 vikuALLT INNIFALIÐ Fanabe Costa Sur m.v. brottför 20. júní

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.