Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 81

Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 81
LAUGARDAGUR 15. maí 2010 45 CHERYL COLE Söngkonan og tískutákn- ið á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hún stendur í erfiðum skilnaði og nú er bróðir hennar á leið í steininn. NORDICPHOTOS/GETTY Bróðir bresku söngkonunnar Cheryl Cole hefur verið ákærð- ur fyrir að ræna pósthús. Andr- ew Tweedy, 29 ára, er í haldi lög- reglu, sakaður um að eiga þátt í ráninu þar sem nokkrir menn vopnaðir byssu og sveðju ógn- uðu starfsfólki og komust undan með þúsundir punda. Tweedy er upprunalegt ættarnafn Cheryl en hún tók upp Cole-nafnið þegar hún giftist fótboltamanninum Ashley Cole. Breska dagblaðið The Sun greinir frá því að lögregla hafi yfirheyrt níu manns vegna máls- ins. Þar á meðal hafi verið Emma Stanners sem er kærasta Tweedy og barnsmóðir hans. Hún er ákærð fyrir peningaþvætti. Bróðir Cheryl í steininn Hljómsveitin Vax hefur sent frá sér lagið Hot in Here, þar sem Dr. Gunni sér um bassaleikinn. Sveitin hefur tekið upp efni með hléum í um þrjú ár. Ástæðan fyrir þessum langa tíma er sú að meðlimirnir hafa verið iðnir við barneignir og hafa eignast fimm börn á þessu tímabili. Vax ætlar að gefa út fleiri lög með haust- inu. Einnig eru nokkrir tónleik- ar fyrirhugaðir hjá sveitinni, þar á meðal á Borgarfirði eystri, daginn áður en tónlistarhátíðin Bræðslan hefst síðustu helgina í júlí. Vax sendir frá sér lag VAX Hljómsveitin Vax hefur sent frá sér lagið Hot in Here. Þjóðlagahljómsveitin Árstíðir fer í tveggja vikna tónleikaferð til Svíþjóðar á næstunni. Þetta verð- ur fyrsta tónleikaferð sveitarinn- ar erlendis. Tilefnið er útgáfa á fyrstu plötu hennar þar í landi síð- astliðinn miðvikudag á vegum fyr- irtækisins Adore Music. „Við erum spenntir að sjá hvern- ig Svíarnir taka okkur. Helming- urinn af lögunum okkar er með enskum texta og hinn helmingur- inn með íslenskum og þetta verð- ur í fyrsta sinn sem við sjáum hvernig útlendingar fíla Árstíðir,“ segir söngvarinn Ragnar Ólafs- son. Sveitin flýgur til Svíþjóðar eftir tvær vikur og dvelur þar í tólf daga. Tónleikar í Gautaborg, Stokkhólmi og Malmö eru fyrir- hugaðir auk þess sem þeir félagar spila bæði í sjónvarpi og útvarpi. „Við eigum eftir að læra mikið af þessari ferð,“ segir Ragnar. Sveitin hefur einnig gert samn- ing við norska fyrirtækið Phonof- ile-Artspages sem dreifir staf- rænni tónlist sem þýðir að platan verður fáanleg víða um heim á síðum á borð við Amazon.com og á iTunes. Í sumar ætla Árstíðir síðan í stuttar helgarferðir um Ísland. Spilamennska á hátíðinni Úlfaldi úr mýflugu á Mývatni og á Djúpa- vík er meðal annars fyrirhuguð. Til að hita upp fyrir Svíþjóðar- túrinn spila Árstíðir á Sódómu í kvöld. Einnig koma fram Lights on the Highway og Tom Hannay. Þeir sem vilja fylgjast betur með tónleikaferðinni til Svíþjóðar geta skoðað blogg Árstíðarmanna á Fac- ebook og Myspace. - fb Árstíðir í fyrsta sinn á erlendri grundu Ástralska söngkonan Kylie Min- ogue gefur 5. júlí út sína ell- eftu hljóðversplötu sem nefnist Aphrodite. Þar verður meðal ann- ars að finna fyrsta smáskífulag- ið, All The Lovers, sem kemur út 13. júní. Á meðal fleiri laga eru Get Outta My Way og Put Your Hands Up (If You Feel Love). Gestir Kylie á plötunni eru Cal- vin Harris og þeir Jake Shears og Richards X úr hljómsveitinni Scissor Sisters. Aphrodite er ell- efta hljóðversplata Kylie. Þrjú ár eru liðin síðan sú síðasta, X, kom út. Kylie gefur út Aphrodite ÁRSTÍÐIR Hljómsveitin Árstíðir er á leið- inni í tveggja vikna ferðalag til Svíþjóðar. MYND/ÓSKAR PÁLL ELFARSSON Vinsamlegast skráið þátttöku á arionbanki.is Arion banki býður þér á morgunfund um framtíð orkugeirans á Íslandi Er lagning sæstrengs frá Íslandi til Evrópu vænlegur kostur? Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 20. maí í höfuðstöðvum bankans að Borgartúni 19. Fundurinn stendur yfir frá kl. 8:15 - 10:00. Dagskrá: Alf Persson, framkvæmdastjóri ABB Svíþjóð: Tæknileg atriði varðandi lagningu sæstrengs Andreas Borsos, ráðgjafi ABB Svíþjóð: Hagkvæmnisathugun varðandi lagningu sæstrengs Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: Breytingar á raforkumarkaði á Íslandi með og án lagningar sæstrengs Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka: Vaxtartækifæri í orkugeiranum Að lokinni dagskrá verða pallborðsumræður. Alf Persson, framkvæmdastjóri ABB í Svíþjóð Sigurður Arnalds, stjórnarformaður Mannvits Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verne Holdings Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka Boðið verður upp á morgunverðarhlaðborð frá kl. 07:45.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.