Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2010, Qupperneq 81

Fréttablaðið - 15.05.2010, Qupperneq 81
LAUGARDAGUR 15. maí 2010 45 CHERYL COLE Söngkonan og tískutákn- ið á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hún stendur í erfiðum skilnaði og nú er bróðir hennar á leið í steininn. NORDICPHOTOS/GETTY Bróðir bresku söngkonunnar Cheryl Cole hefur verið ákærð- ur fyrir að ræna pósthús. Andr- ew Tweedy, 29 ára, er í haldi lög- reglu, sakaður um að eiga þátt í ráninu þar sem nokkrir menn vopnaðir byssu og sveðju ógn- uðu starfsfólki og komust undan með þúsundir punda. Tweedy er upprunalegt ættarnafn Cheryl en hún tók upp Cole-nafnið þegar hún giftist fótboltamanninum Ashley Cole. Breska dagblaðið The Sun greinir frá því að lögregla hafi yfirheyrt níu manns vegna máls- ins. Þar á meðal hafi verið Emma Stanners sem er kærasta Tweedy og barnsmóðir hans. Hún er ákærð fyrir peningaþvætti. Bróðir Cheryl í steininn Hljómsveitin Vax hefur sent frá sér lagið Hot in Here, þar sem Dr. Gunni sér um bassaleikinn. Sveitin hefur tekið upp efni með hléum í um þrjú ár. Ástæðan fyrir þessum langa tíma er sú að meðlimirnir hafa verið iðnir við barneignir og hafa eignast fimm börn á þessu tímabili. Vax ætlar að gefa út fleiri lög með haust- inu. Einnig eru nokkrir tónleik- ar fyrirhugaðir hjá sveitinni, þar á meðal á Borgarfirði eystri, daginn áður en tónlistarhátíðin Bræðslan hefst síðustu helgina í júlí. Vax sendir frá sér lag VAX Hljómsveitin Vax hefur sent frá sér lagið Hot in Here. Þjóðlagahljómsveitin Árstíðir fer í tveggja vikna tónleikaferð til Svíþjóðar á næstunni. Þetta verð- ur fyrsta tónleikaferð sveitarinn- ar erlendis. Tilefnið er útgáfa á fyrstu plötu hennar þar í landi síð- astliðinn miðvikudag á vegum fyr- irtækisins Adore Music. „Við erum spenntir að sjá hvern- ig Svíarnir taka okkur. Helming- urinn af lögunum okkar er með enskum texta og hinn helmingur- inn með íslenskum og þetta verð- ur í fyrsta sinn sem við sjáum hvernig útlendingar fíla Árstíðir,“ segir söngvarinn Ragnar Ólafs- son. Sveitin flýgur til Svíþjóðar eftir tvær vikur og dvelur þar í tólf daga. Tónleikar í Gautaborg, Stokkhólmi og Malmö eru fyrir- hugaðir auk þess sem þeir félagar spila bæði í sjónvarpi og útvarpi. „Við eigum eftir að læra mikið af þessari ferð,“ segir Ragnar. Sveitin hefur einnig gert samn- ing við norska fyrirtækið Phonof- ile-Artspages sem dreifir staf- rænni tónlist sem þýðir að platan verður fáanleg víða um heim á síðum á borð við Amazon.com og á iTunes. Í sumar ætla Árstíðir síðan í stuttar helgarferðir um Ísland. Spilamennska á hátíðinni Úlfaldi úr mýflugu á Mývatni og á Djúpa- vík er meðal annars fyrirhuguð. Til að hita upp fyrir Svíþjóðar- túrinn spila Árstíðir á Sódómu í kvöld. Einnig koma fram Lights on the Highway og Tom Hannay. Þeir sem vilja fylgjast betur með tónleikaferðinni til Svíþjóðar geta skoðað blogg Árstíðarmanna á Fac- ebook og Myspace. - fb Árstíðir í fyrsta sinn á erlendri grundu Ástralska söngkonan Kylie Min- ogue gefur 5. júlí út sína ell- eftu hljóðversplötu sem nefnist Aphrodite. Þar verður meðal ann- ars að finna fyrsta smáskífulag- ið, All The Lovers, sem kemur út 13. júní. Á meðal fleiri laga eru Get Outta My Way og Put Your Hands Up (If You Feel Love). Gestir Kylie á plötunni eru Cal- vin Harris og þeir Jake Shears og Richards X úr hljómsveitinni Scissor Sisters. Aphrodite er ell- efta hljóðversplata Kylie. Þrjú ár eru liðin síðan sú síðasta, X, kom út. Kylie gefur út Aphrodite ÁRSTÍÐIR Hljómsveitin Árstíðir er á leið- inni í tveggja vikna ferðalag til Svíþjóðar. MYND/ÓSKAR PÁLL ELFARSSON Vinsamlegast skráið þátttöku á arionbanki.is Arion banki býður þér á morgunfund um framtíð orkugeirans á Íslandi Er lagning sæstrengs frá Íslandi til Evrópu vænlegur kostur? Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 20. maí í höfuðstöðvum bankans að Borgartúni 19. Fundurinn stendur yfir frá kl. 8:15 - 10:00. Dagskrá: Alf Persson, framkvæmdastjóri ABB Svíþjóð: Tæknileg atriði varðandi lagningu sæstrengs Andreas Borsos, ráðgjafi ABB Svíþjóð: Hagkvæmnisathugun varðandi lagningu sæstrengs Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: Breytingar á raforkumarkaði á Íslandi með og án lagningar sæstrengs Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka: Vaxtartækifæri í orkugeiranum Að lokinni dagskrá verða pallborðsumræður. Alf Persson, framkvæmdastjóri ABB í Svíþjóð Sigurður Arnalds, stjórnarformaður Mannvits Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verne Holdings Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka Boðið verður upp á morgunverðarhlaðborð frá kl. 07:45.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.