Fréttablaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 18
18 22. maí 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Þegar spurt er hvers helst sé þörf á Íslandi nú um stundir kemur tvennt fyrst upp í hugann: Ann- ars vegar betra siðferði og hins vegar peningar. Ísland situr í þeirri súpu að vera einangrað í heimi pening- anna. Í fyrsta lagi eru gjaldeyr- ishöft. Í annan stað fær ríkissjóð- ur ekki lánaða peninga erlendis nema með félagslegri samhjálp alþjóðasamtaka eins og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Í þriðja lagi eiga atvinnufyrirtækin engan aðgang að bönkum sem hafa sjálfstæða möguleika á lánsfjár- öflun erlendis. Það sem Ísland þa rfnast þó mest er fjárfest- ingarfjármagn. Það er af skorn- um skammti af mörgum ástæð- um. Ekki þó þeim að fáir möguleikar séu í sjónmáli. Miklu fremur vegna hins að fjárfestar sjá fáa góða kosti í því rekstrar- umhverfi sem hér er og þeir deila ekki framtíðarsýn með stjórnvöld- um þar um. Eins og sakir standa eigum við helst möguleika á erlendu fjárfest- ingarfjármagni í atvinnustarf- semi sem er að verulegu leyti óháð krónunni. Orkufrekur iðnaður er dæmi þar um. Einkavæðing Hitaveitu Suð- urnesja mistókst. Nýir eigendur réðu ekki við verkefnið þegar til kastanna kom. Nú er erlend fjár- festing komin þar til sögunnar og orðin að hitamáli. Andstaðan við þessa fjárfestingu lýsir miklu skilningsleysi á því sem þjóðar- búskapurinn þarfnast nú helst og ranghugmyndum um það hvernig hann verður endurreistur. Hvers þarfnast búskapurinn? Siðferðilega hlið málsins snýr að röksemdafærslunni. Því er haldið fram að erlendu fjárfestarnir nái eignar- haldi á orkuauðlindinni með kaup- um á hlutabréfum í HS-orku. Það er rangt. Fyrir það var girt með mjög merku pólitísku samkomulagi í fyrri ríkisstjórn. Auðlindir eru nú aðgreindar frá orkuframleiðslu. Blekkingar af þessu tagi benda til þess að kröfur um bætt siðferði í pólitískri umræðu hafi ekki verið teknar nægjanlega alvarlega. Hitt er annað að stjórnmálaflokki eins og VG er að sjálfsögðu frjálst að vera á móti erlendri fjárfest- ingu. Þá verða forystumennirnir hins vegar að segja sem satt er að slík sjónarmið um eins hvers konar kynþáttaræktun peninga þýða minni verðmætasköpun í landinu en ella. Það merkir að menn vilja fórna möguleikum á lífskjarabata og velferðarvörnum fyrir það eitt að halda peningum af erlendum kynþætti utan íslenskrar lögsögu. Fjármálaráðherrann segist eiga svar við þessu. Hann bendir á hrein- ræktaða íslenska peninga í lífeyris- sjóðunum og staðhæfir að gnægð sé af þeim. Er það gilt svar? Rétt er að lífeyrissjóðirnir eru mikilvæg kjölfesta bæði í velferð- arkerfinu og fjármálalífinu. Þeir urðu fyrir miklu áfalli í hrun- inu. Eigi að síður er það minna en ætla hefði mátt. Kjarni málsins er þó sá að því fer fjarri að þeir leysi fjármögnunarvanda ríkissjóðs og atvinnulífsins í bráð og lengd. Lífeyrissjóðirnir þurfa vissulega að fjárfesta í íslensku atvinnulífi. Hitt er blekking að telja almenningi trú um að það fjármagn sem þeir ráða yfir dugi til þess að stjórnvöld geti lokað landinu og þurfi ekki að horfast í augu við staðreyndir í rík- isfjármálum. Það er siðferðilega rangt að halda þeirri ímyndarsmíð að almenningi. Siðferði og röksemdafærsla Fjármálaráðherra átti erindi við ársfund lífeyrissjóð-anna i vikunni. Boðskap-ur hans var skýr. Lækka á lögbundna ávöxtunarkröfu lífeyris- sjóðanna til þess að þeir geti axlað félagslega ábyrgð á verkefnum rík- issjóðs og atvinnulífsins. Félagsleg ábyrgð lífeyrissjóð- anna hefur falist í því að hámarka ávöxtun á lífeyrissparnaði launa- fólks. Nú vill fjármálaráðherra að félagsleg ábyrgð þeirra flytjist frá lífeyrisþegum yfir á ríkissjóð og atvinnufyrirtæki sem ekki skila nægjanlegum arði eða alls engum. Hvers vegna kallar fjármála- ráðherra eftir þessari fórn lífeyr- isþega nú? Ein ástæðan er sú að ríkisstjórnin treystir sér ekki til að taka á ríkisfjármálum eins og þörf krefur. Önnur er sú að hún vill ekki erlent fjárfestingarfjármagn. Þriðja ástæðan er sú að hún ætlar að fjölga störfum með því að hverfa frá kröfum um þjóðhagslega hag- kvæmni í rekstri sjávarútvegsfyr- irtækja og láta félagsleg sjónarmið ráða þróuninni en ekki arðsemi. Fjármálaráðherra kallar þetta félagslega ábyrgð. Aðrir sjá þetta sem óábyrga fjármálastjórn. Það er siðferðilega rangt að nota jákvæð hugtök eins og félagslega ábyrgð til að villa mönnum sýn og fá þá með því móti til fylgis við óábyrgar fjár- málaráðstafanir. Kjarni málsins er sá að hér er verið að fara inn á braut við stjórn efnahagsmála sem getur ekki endað annars staðar en í ógöngum. Fjár- festingarfyrirtækið sem lífeyris- sjóðirnir stofnuðu er freisting bæði fyrir stjórnmálamenn og atvinnu- rekendur sem ekki vilja lúta aga arðseminnar. Stjórnendur lífeyrissjóðanna verða að átta sig á því að ræða fjármálaráðherra var í raun nær hugmyndaheimi vogunarsjóða en félagslegrar ábyrgðar. Röng hugtakanotkun N iðurstöður skoðanakönnunar, sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu meðal Reykvíkinga í fyrrakvöld og sagt er frá í blaðinu í dag, verða lengi í minnum hafðar, hver sem úrslit kosninganna verða næsta laugardag. Besti flokkurinn mælist nú með fylgi sem mundi skila átta borgarfulltrúum og hreinum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur kæmu sömu tölur upp úr kjörkössunum. Fleiri Reyk- víkingar lýsa yfir stuðningi við Jón Gnarr og félaga hans heldur en Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna samtals. Af þeim stuðnings- mönnum Besta flokksins, sem tóku þátt í kosningunum árið 2006, kusu sjö af hverjum tíu Sjálfstæðisflokkinn eða Samfylkinguna. Það er því engum ofsögum sagt að þetta framboð fái þverpólitísk- an stuðning. Svarhlutfall í þessari könnun er með því hæsta sem fengist hefur í könnunum Fréttablaðsins. Um fjórðungur kjósenda segist enn óákveðinn. Það er ekki meira en vænta mátti. Aðeins níu prósent segjast ekki ætla að mæta á kjörstað. Þessar tölur eru ekki til marks um áhugaleysi almenn- ings á kosningabaráttunni, þvert á móti. Pólitískt andrúmsloft í borg- inni endurspeglar bæði þá mynd sem skýrsla rannsóknar- nefndar Alþingis dregur upp af vanhæfri stjórnsýslu, sem van- rækti hagsmuni almennings, og minningar Reykvíkinga um það hvernig sú borgarstjórn stóð að verki, sem nú er að skila umboðinu til kjósenda. Undanfarnar vikur hefur kastljós beinst að því hvernig kjörnir fulltrúar stóðu að fjármögnun prófkjörsbaráttu sinnar fyrir kosningarnar 2006 og 2007. Mesti þunginn hefur verið í umræðum um mál nokkurra fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar á Alþingi og í sveitarstjórnum. Niðurstaða könnunar Fréttablaðsins hlýtur meðal annars að skoðast í ljósi þeirrar umræðu. Viðbrögð flokkanna og forystumanna hafa ekki dugað til að sannfæra kjósendur um að nú sé hreint fyrir dyrum. Traustið vantar. Meðan svo stendur á komast ný stefnumál og fögur fyrirheit flokkanna ekki að í hugum almennings. Síðasta vika kosningabaráttunnar er fram undan. Viðbúið er að þeir sem sjá fram á fylgistap og aðstöðumissi eða tapað tækifæri beini spjótum nú að Besta flokknum og forsvarsmönnum hans. Slík umræða getur dregið fram mikilvægar upplýsingar fyrir kjós- endur. Auðvitað þarf að liggja fyrir hvað það er sem þeir standa fyrir sem njóta 44% stuðnings til þess að stjórna borginni næstu fjögur ár. En flokkarnir ættu að gæta sín á að vanmeta ekki kjósendur. Flest sem skiptir máli um Besta flokkinn og frambjóðendur hans liggur fyrir. Þetta eru allt opinberar persónur sem hafa fengið mikla umfjöllun fyrr og nú. Vitandi vits velja 44% Reykvíkinga yfirlýsta brandarakarla frekar en atvinnupólitíkusa úr öllum flokkum. Það eru skilaboðin sem kjörnir fulltrúar og frambjóð- endur þurfa að leggja mesta vinnu í að meðtaka og vinna úr fram að kosningum. Skoðanakönnun sem boðar vatnaskil: Hin skýru skila- boð Reykvíkinga SKOÐUN Pétur Gunnarsson peturg@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.