Fréttablaðið - 22.05.2010, Side 38

Fréttablaðið - 22.05.2010, Side 38
6 matur Þeir sem hafa einhvern tím-a n n prófað grillaða ávexti vita að glóðarsteiking dregur fram sæta bragðið í ávöxtunum, þetta kara- mellubragð sem er svo ljúffengt. Þess vegna eru þeir auðvitað alveg tilvaldir á grillið,“ segir Sigurrós og tekur fram að suma ávexti sé þó heppilegra að grilla en aðra. „Mikilvægt er að velja stóra ávexti sem eru alls ekki of þrosk- aðir og grilla stutt, bara rétt yfir- borðið til að mýkja ávextina upp og koma í veg fyrir að safinn leki úr þeim. Mangó, ananas, ferskjur og plómur koma sterkt inn,“ útskýr- ir Sigurrós og segir plómur í sér- stöku uppáhaldi. „Ég fékk af einhverjum ástæð- um algjört æði fyrir plómum á síðustu metrunum á seinni með- göngunni minni; þær eru bara svo sætar og safaríkar og sérstaklega á þessum árstíma“ segir Sigurrós upp, sem finnst gott að grilla plóm- ur og bera fram með hindberja- sósu. „Hindberin eru örlítið súr og vega vel upp á móti sæta bragðinu af plómunum. Svo lítur þetta svo vel út á disk, rauði eða réttara sagt bleiki litur hindberjasósunnar og fjólublái litur plómnanna og gul- leitt innihaldið.“ Sigurrós segist reyna að hafa hollustuna að leiðarljósi í sinni matseld og bregður ekki út af vana með eftirréttinn. „Sem dæmi nota ég í hrásykur í sósuna,“ segir hún en viðurkennir að eins sé rosa gott að bæta út í hann púður- sykri. - rve Glóðarsteiktar PLÓMUR Sigurrós er yfirkokkur hjá Manni lifandi og segist hafa sérstaka ánægju af því að útbúa rétti úr ávöxtum og grænmeti. 2 ¼ bolli hindber,frosin 3 msk. vatn 3 msk. hrásykur 1 msk. sítrónusafi 3 msk. kókosolía(eða smjör) 2-3 msk. hrásykur(eða púðursykur) 6 stórar plómur Búið til hindberjasós- una: Maukið hindber með vatni. Sigtið þau og hendið fræjunum. Bræðið saman sykurinn og örlítið vatn, passið að sjóði ekki, kælið örlítið niður og blandið saman við hindberin. Hægt er að búa sósuna til daginn áður. PLÓMURNAR Bræðið saman olí- una(smjörið) og syk- urinn þar til blandast vel saman og verður að þykkri karamellu (ef blandan er of þunn setj- ið þá meiri sykur). Einnig er hægt að bæta bragði við karamelluna eins og kanil, vanillu eða jafnvel súkkulaði. Smyrjið plómurnar og grillið við háan hita í um 8 mínútur snúið þeim við einu sinni þannig að það komi fallegar grillrendur í sárið. Gott er að bera fram með vanilluís og skreytið með ferskum hindberjum. Grillaðir ávextir eru sætir og ljúffengir enda vinsælir eftirréttir. Sig- urrós Pálsdóttir veit allt um það og segir grillaðar plómur með hind- berjasósu hreinasta lostæti. GLÓÐARSTEIKTAR PLÓMUR MEÐ HINDBERJASÓSU Fyrir 6 Sigurrós segir mikilvægt að velja stóra ávexti og gæta þess að hafa þá ekki þroskaða. Sætar og saðsamar. Sigurrós mælir með safaríkum plómum á grillið og getur þess að hindberjasósa sé góð með. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N Nammi namm! E

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.