Fréttablaðið - 22.05.2010, Side 62

Fréttablaðið - 22.05.2010, Side 62
10 matur Hrefnukjöt er í miklu uppá-haldi og ég grilla það oft yfir sumartímann, enda elska krakkarnir það til jafns við fullorðna fólkið,“ segir Karl Ómar Jónsson, mat- reiðslumeistari og eigandi Kjöt- vinnslunnar Esju, en hans menn voru einmitt þeir fyrstu til að veiða hrefnu á dögunum. „Út eru gefin sex hrefnuveiði- leyfi: þrjú til einstaklinga á eigin bátum og þrjú til Félags hrefnu- veiðimanna á einum báti. Ég á í samstarfi við einstaklingana þrjá, og tveir af þeim veiddu fyrstu tvær hrefnurnar sem nú eru komn- ar í sölu hjá mér og nánast sleg- ist um hvern bita, enda lostæti,“ segir Karl Ómar sem sjálfur bíður spenntur eftir fyrstu hrefnunni ár hvert, enda unaðslegt góðgæti úr undirdjúpunum. „Ég er í stórum vinahópi í golfinu og stundum er boðið upp á hrefnu- kjöt á grillmótum og þá félögun- um leyft að giska á hvað þeir séu að borða. Oftast giska þeir á inn- flutt nautakjöt en aldrei á það rétta, en sá sem einu sinni prófar grill- að hrefnukjöt ánetjast því. Hrefn- an á sér því æ fleiri fylgismenn og menn hreinlega klæjar í puttana að njóta hennar, enda ótrúlegt hrá- efni,“ segir Karl Ómar og útskýr- ir hvers vegna. „Þegar kjötið er nýtt og ferskt er það bragðlítið en lungnamjúkt og alveg sama hvað maður setur saman við það því það tekur svo vel í sig allar marinering- ar. Kjötið verður því nákvæmlega eins á bragðið og maður vill hafa það og enginn tónn á bak við sem skemmir marineringuna. Því má leika sér endalaust með hrefnukjöt því kryddjurtir, sósur og mariner- ingar smjúga inn í vöðvann með dásamlegri og hárréttri útkomu.” Karl Ómar selur ferskt hrefnu- kjöt sitt eingöngu til veitingahúsa og í kjötborði Bryggjuhússins við Gullinbrú. - þlg Unaðslegt sælgæti Karl Ómar Jónsson matreiðslumeistari kann margar ljúffengar uppskriftir af hrefnukjöti á grillið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HREFNUSTEIK MEÐ PIPARSÓSU Fyrir 4 Aðalréttur fyrir fjóra 1 kg ferskt, ófrosið hrefnu- kjöt grill- og steikarolía sítrónupipar Hrefnukjötið skorið í 1 senti- metra þykkar sneiðar. Þeim dýft í steikarolíu og síðan settar á þurra og snarpheita pönnu eða grill. Steiktar í um það bil hálfa mínútu á hvorri hlið. Kryddað með sítrónu- pipar. HEIT PIPARSÓSA (ættuð frá meistara Úlfari) 250 ml mjólk 250 ml rjómi smjörbolla eða sósuþykkir í pakka 4 steiktir sveppir, settir út í sósuna 2 tsk. kjötkraftur 2 dl sérrí 1 tsk. sítrónupipar 1 tsk. svartur pipar Hrefnukjöt er yndislegt á grill, en varast ber að elda það of mikið. Þessi aðferð er einföld, fljótleg og hefur reynst afar vel. HREFNA TERIYAKI Fyrir 4 1 kg hrefnukjöt 1 dl Teriyaki-sósa 3 stk hvítlauksrif 1 tsk rifin engiferrót salt nýmalaður svartur pipar Merjið hvítlauksrifin og bland- ið ásamt engifer í Teriyaki- sósuna og setjið í skál eða á fat. Skerið kjötið í eins senti- metra þykkar sneiðar og látið marinerast í tvo tíma. Veltið sneiðunum í marineringunni annað slagið. Steikið á fun- heitu grilli í sirka hálfa til eina mínútu á hvorri hlið. Kryddið með salti og svörtum pipar. Berið fram með góðri grill- sósu, bakaðri kartöflu og fersku salati. Einnig smell- passar gamla góða Berna- ise-sósan. Fleiri uppskriftir á www.esja.is undir Góðir hlekkir. MARINERAÐ HREFNU- KJÖT Í FORRÉTT Fyrir 4 til 6 ½ kg hrefnukjöt 2 dl ólívuolía 2 msk. sojasósa 1 msk. ferskt engifer 1 stk. rautt chili 6 lauf ferskur hvítlaukur Maldon-salt (lítið) Sítrónupipar Bankið kjötið í þunnar sneiðar svo það verði ekki seigt. Sker- ið kjötið í fína strimla. Blandið saman olíu, sojasósu, salti og sítrónupipar til að gera krydd- löginn. Fínsaxið engifer, hvít- lauk og chilipipar saman við. Leggið kjöt í kryddlöginn og látið bíða við stofuhita í rúma klukkustund. Berið fram með ristuðu brauði og fersku salati. Einnig má snöggsteikja þetta í örfáar sekúndur og borða sem aðalrétt. HREFNA Á ÞRENNAN MÁTA Margir bíða með óþreyju eftir að hrefnan komi úr sjónum til að skella henni á grillið. ÚR DJÚPUNUM Frá maí til september má komast í tæri við hreinasta lostæti á sumargrillið því þá veiðast kjarnmiklar og bráðhollar hrefnur upp úr íslenskum sjó, en fersk og ný- veidd hrefna á ekkert skylt við gamla lýsisupplifun landans. A F Hollt og gott! Kemur út miðvikudaginn 26. maí Sérblað um tjöld og útilegubúnað Auglýsendur vinsamlegast hafi ð samband: Benedikt • benediktj@365.is • sími 512 5411 Hlynur Þór • hlynurs@365.is • sími 5125439

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.