Fréttablaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 62
10 matur Hrefnukjöt er í miklu uppá-haldi og ég grilla það oft yfir sumartímann, enda elska krakkarnir það til jafns við fullorðna fólkið,“ segir Karl Ómar Jónsson, mat- reiðslumeistari og eigandi Kjöt- vinnslunnar Esju, en hans menn voru einmitt þeir fyrstu til að veiða hrefnu á dögunum. „Út eru gefin sex hrefnuveiði- leyfi: þrjú til einstaklinga á eigin bátum og þrjú til Félags hrefnu- veiðimanna á einum báti. Ég á í samstarfi við einstaklingana þrjá, og tveir af þeim veiddu fyrstu tvær hrefnurnar sem nú eru komn- ar í sölu hjá mér og nánast sleg- ist um hvern bita, enda lostæti,“ segir Karl Ómar sem sjálfur bíður spenntur eftir fyrstu hrefnunni ár hvert, enda unaðslegt góðgæti úr undirdjúpunum. „Ég er í stórum vinahópi í golfinu og stundum er boðið upp á hrefnu- kjöt á grillmótum og þá félögun- um leyft að giska á hvað þeir séu að borða. Oftast giska þeir á inn- flutt nautakjöt en aldrei á það rétta, en sá sem einu sinni prófar grill- að hrefnukjöt ánetjast því. Hrefn- an á sér því æ fleiri fylgismenn og menn hreinlega klæjar í puttana að njóta hennar, enda ótrúlegt hrá- efni,“ segir Karl Ómar og útskýr- ir hvers vegna. „Þegar kjötið er nýtt og ferskt er það bragðlítið en lungnamjúkt og alveg sama hvað maður setur saman við það því það tekur svo vel í sig allar marinering- ar. Kjötið verður því nákvæmlega eins á bragðið og maður vill hafa það og enginn tónn á bak við sem skemmir marineringuna. Því má leika sér endalaust með hrefnukjöt því kryddjurtir, sósur og mariner- ingar smjúga inn í vöðvann með dásamlegri og hárréttri útkomu.” Karl Ómar selur ferskt hrefnu- kjöt sitt eingöngu til veitingahúsa og í kjötborði Bryggjuhússins við Gullinbrú. - þlg Unaðslegt sælgæti Karl Ómar Jónsson matreiðslumeistari kann margar ljúffengar uppskriftir af hrefnukjöti á grillið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HREFNUSTEIK MEÐ PIPARSÓSU Fyrir 4 Aðalréttur fyrir fjóra 1 kg ferskt, ófrosið hrefnu- kjöt grill- og steikarolía sítrónupipar Hrefnukjötið skorið í 1 senti- metra þykkar sneiðar. Þeim dýft í steikarolíu og síðan settar á þurra og snarpheita pönnu eða grill. Steiktar í um það bil hálfa mínútu á hvorri hlið. Kryddað með sítrónu- pipar. HEIT PIPARSÓSA (ættuð frá meistara Úlfari) 250 ml mjólk 250 ml rjómi smjörbolla eða sósuþykkir í pakka 4 steiktir sveppir, settir út í sósuna 2 tsk. kjötkraftur 2 dl sérrí 1 tsk. sítrónupipar 1 tsk. svartur pipar Hrefnukjöt er yndislegt á grill, en varast ber að elda það of mikið. Þessi aðferð er einföld, fljótleg og hefur reynst afar vel. HREFNA TERIYAKI Fyrir 4 1 kg hrefnukjöt 1 dl Teriyaki-sósa 3 stk hvítlauksrif 1 tsk rifin engiferrót salt nýmalaður svartur pipar Merjið hvítlauksrifin og bland- ið ásamt engifer í Teriyaki- sósuna og setjið í skál eða á fat. Skerið kjötið í eins senti- metra þykkar sneiðar og látið marinerast í tvo tíma. Veltið sneiðunum í marineringunni annað slagið. Steikið á fun- heitu grilli í sirka hálfa til eina mínútu á hvorri hlið. Kryddið með salti og svörtum pipar. Berið fram með góðri grill- sósu, bakaðri kartöflu og fersku salati. Einnig smell- passar gamla góða Berna- ise-sósan. Fleiri uppskriftir á www.esja.is undir Góðir hlekkir. MARINERAÐ HREFNU- KJÖT Í FORRÉTT Fyrir 4 til 6 ½ kg hrefnukjöt 2 dl ólívuolía 2 msk. sojasósa 1 msk. ferskt engifer 1 stk. rautt chili 6 lauf ferskur hvítlaukur Maldon-salt (lítið) Sítrónupipar Bankið kjötið í þunnar sneiðar svo það verði ekki seigt. Sker- ið kjötið í fína strimla. Blandið saman olíu, sojasósu, salti og sítrónupipar til að gera krydd- löginn. Fínsaxið engifer, hvít- lauk og chilipipar saman við. Leggið kjöt í kryddlöginn og látið bíða við stofuhita í rúma klukkustund. Berið fram með ristuðu brauði og fersku salati. Einnig má snöggsteikja þetta í örfáar sekúndur og borða sem aðalrétt. HREFNA Á ÞRENNAN MÁTA Margir bíða með óþreyju eftir að hrefnan komi úr sjónum til að skella henni á grillið. ÚR DJÚPUNUM Frá maí til september má komast í tæri við hreinasta lostæti á sumargrillið því þá veiðast kjarnmiklar og bráðhollar hrefnur upp úr íslenskum sjó, en fersk og ný- veidd hrefna á ekkert skylt við gamla lýsisupplifun landans. A F Hollt og gott! Kemur út miðvikudaginn 26. maí Sérblað um tjöld og útilegubúnað Auglýsendur vinsamlegast hafi ð samband: Benedikt • benediktj@365.is • sími 512 5411 Hlynur Þór • hlynurs@365.is • sími 5125439
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.