Fréttablaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 78
46 22. maí 2010 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is OKKUR LANGAR Í … DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Það er Bandaríkjamaðurinn Peter Copping sem er ábyrgur fyrir haust- og vetrarlínu Ninu Ricci í þetta sinn en Copping var hægri hönd Marc Jacobs í áratug. Línan sem Copping hannaði fyrir Ricci er .í anda tískuhússins og leggur áherslu á kven- lega rómantík. Pilsin voru flest í hnésídd og blússur og kjól- ar skörtuðu blómum úr silki og siffoni. Eitthvað við klæðin minnti jafnvel á byrjun 20. aldar og tímabilið sem kallað var „Belle Époque“. Sérstaka athygli vöktu undurfagrir stuttir kjólar með blómamynstri í fallegum daufum litum. - amb … Nýja litinn frá Mac sem heitir Prepped for Glamour og er í seiðandi öskubrúnum tón. … þessi dásamlega leðurtaska frá MiuMiu er sumarleg, rúmgóð og passar við allt. … gráa lakkið frá Chanel sem er að gera allt vitlaust. Óvenjulega dularfullt. KVENLEGT HJÁ NÍNU RICCI: BLÓM OG DRAMATÍK GAM- ALDAGS Silkipils, slá og silkiblóm eru fögur samsetn- ing. SÆTT Rauð peysa við blómapils. DRAMAT- ÍSKT Fallegt rómantískt korselett með silkiblómum. LEÐUR Flott samsetning af blómapilsi og leðurjakka. BLÓMARÓS Gullfallegur kjóll úr smiðju Peters Copp- ing fyrir næsta haust. Leikstjórinn Roman Polanski hefur ætíð verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Myndirnar hans, þið skiljið. Það er ekki óhætt að segja að maður fíli Polanski, því það gæti gefið til kynna að maður væri mögulega að styðja perra. Eins og flestir sem fylgst hafa með fréttum vita, er Pol- anski enn á ný í djúpum skít eftir að breska leikkonan Charlotte Lewis kom fram með ásakanir um að hann hefði misnotað hana kynferðislega árið 1982. Þetta kemur auðvitað í kjölfarið á hand- töku Polanskis fyrir meint kynferðisafbrot gegn fjórtán ára leikkonu á áttunda ára- tugnum, ákæru sem Polanski hefur flúið í þrjá áratugi. Sjálf vorkenndi ég alltaf Pol- anski hálfpartinn þar sem hann missti sína gullfallegu og óléttu konu, Sharon Tate, í ógeðfelldu fjöldamorði sem Charles Man- son stóð fyrir árið 1969 þrátt fyrir að slíkt áfall afsaki ekki meintan kynferðisafbrota- feril. Aðdáendur fallegrar tísku og almennra töffheita ættu endilega að kynna sér mynd- ir Polanskis. Flestar mynda hans eru mikil snilldarverk og það er mjög áhugavert að fylgjast með kvenpersónunum sem birtast á skjánum. Þessar konur eru fagrar, svalar og fallega klæddar og eins ólíkar og þær eru margar. Catherine Deneuve í Repulsion er auðvitað yfirnáttúrulega fögur og fangar „sixtís“ andann í hnotskurn með litl- um skokkum, ferköntuðum flatbotna skóm og fallega túperuðum ljós- um lokkum. Mia Farrow kom svo knallstuttu hári í tísku í hrollvekj- unni Rosemary‘s baby en þessi flotti drengjakollur leyfði smágerðu andliti hennar að njóta sín til fulls. Emmanuelle Seigner, núverandi eiginkona Polanskis, er kynþokkinn uppmálaður í Bitter Moon þar sem hún skekur kúrvurnar í níðþröngum „næntís“ kjólum. Nú og fyrrver- andi eiginkona Polanskis, Sharon Tate, var líka mikil tískufyrirmynd með sína þungu og dökku augnmálningu og sítt ljóst hárið. Fyrir þá sem geta litið fram hjá skandölunum í lífi þessa frábæra leikstjóra er gaman að fá innblástur frá konunum í lífi hans og list. Konurnar hans Polanskis SHARON TATE > SALMA SELUR SPJARIRNAR Leikkonan mexíkóska, Salma Hayek, hélt uppboð á stórfenglegum Gucci-kjól síðastliðinn miðvikudag á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Kjóllinn var seldur ásamt teikningu af Sölmu í kjólnum eftir Fridu Giannini á sautján þúsund evrur. Allur ágóði sölunnar fór til fórnarlamba jarðskjálftans á Haítí. Salma skartaði þessum sama kjól fyrir tveimur vikum síðan á frumsýn- ingu Hróa hattar. F E L L S M Ú L I S K Ú L A G A T A G A R Ð A B Æ R M J Ó D D L E I Ð I N A Ð Í S N U M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.