Fréttablaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 66
34 22. maí 2010 LAUGARDAGUR „Ég man nú svo langt aftur að eftirminnilegasta keppnin er HM í Mexíkó 1970 sem Brasilíumenn sigruðu með stórkostlegt gullaldarlið, Pelé, Rivelino og fleiri snillinga innanborðs. Það var ansi mikill spenningur fyrir þennan úrslita- leik milli Brasilíu og Ítalíu, því þar áttust við besta sóknarliðið og besta varnarlið- ið,“ segir Einar Kárason rithöfundur. Ekki var byrjað að sýna frá HM í knattspyrnu í ríkissjónvarpinu fyrr en 1982. Einar minnist þess þó að hafa séð tveggja klukkustunda langa kvikmynd um keppnina 1970 í Gamla bíói, þá fjórtán ára gamall. „Ég hafði aldrei séð fótbolta í svona alþjóðlegu samhengi áður, heldur las ég um erlenda leiki í Mogganum og sá svarthvítar myndir sem höfðu verið símsendar hingað. Þannig að þetta var auðvitað rosaleg upplifun á sínum tíma, að sjá þetta í lit og á breiðtjaldi. Það lá við að ég fengi kúltúrsjokk, eins og sagt er um þá sem koma á listasöfnin í Flórens. Það var grafarþögn í salnum og mikil spenna. Þetta tryggði það að ég hef fylgst með öllum HM-keppnum síðan,“ segir Einar. Eftirminnilegasta keppnin „Flottasta markið var klárlega þegar Ronaldinho skoraði sigurmarkið gegn Englendingum í átta liða úrslitum á HM í Japan og Suður-Kóreu árið 2002 eftir ótrúlegt klúður hjá David Seaman, markmanni Englend- inga,“ segir Halldóra Anna Hagalín, ritstjóri fótboltatímaritsins Goal. Hún segist jafnan hvetja undirmálslið til dáða og hefði gaman af óvæntum sigurvegurum í Suður-Afríku, jafnvel einhverju af Afríkuliðunum. Eftirminnilegasta markið VONBRIGÐI Markvörðurinn David Seaman brast í grát eftir að mistök hans kostuðu Englendinga sæti í undanúrslitum HM 2002. Beckham og Eriksson reyndu að hugga strákinn. „Stóra atvikið í sögu HM er auðvitað helvítis markið sem Maradona skoraði með hendinni á móti Englendingum á HM í Mexíkó 1986,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður. Hún segist muna vel eftir „hendi guðs“ eins og kókaínbróðirinn sjálfur kallaði markið fræga, en hún horfði á leikinn heima í stofu ásamt eig- inmanni sínum og syni. „Þetta var ömurlegt og stemningin yfir leiknum var ekkert sérstaklega góð því maðurinn minn hélt með Argentínu en ekki ég. Við höfum rætt þetta atvik reglulega síðan, meðal annars þegar Frakkar komust á HM í Suður-Afríku með handarmarki Thierry Henry gegn Írum, en Henry var alltaf uppáhald- ið mitt hjá Arsenal,“ segir Ragnheiður og bætir við að hún hafi ekki þolað Maradona síðan. Eftirminnilegasta atvikið HETJA Maradona gerði tvö ógleymanleg mörk í leik gegn Englendingum í átta liða úrslitum á HM 1986. Hið fyrra með „hendi guðs“ og hið síðara eftir stórfenglegan, sextíu metra, tíu sekúndna einleik upp völlinn. Síðara markið hefur verið nefnt „mark aldarinnar“ og Argentínumenn stóðu uppi sem sigurvegarar í lok móts. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP „Það er af mörgum óvæntum úrslit- um að taka í sögu HM,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og einlægur áhugamaður um sögu Heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu. Hann segir freistandi að velja 2-1 sigur Alsír á Vestur-Þjóðverjum á HM 1982. „Þýska liðið var talið eitt það sigurstranglegasta og komst í úrslita- leikinn, en Alsír tók í fyrsta sinn þátt í HM auk þess sem afríski boltinn var mun lægra skrifaður þá en síðar varð. Maklegast hefði verið ef tapið hefði sleg- ið Þjóðverja úr keppni, en þeir sættu lúalagi og komust áfram eftir skammarlega viðureign gegn Austurríki og Alsír sat eftir með sárt ennið,“ segir Stefán. Hann telur þó sigur Búlgara á Þjóðverjum í fjórðungsúrslitum HM 1994 líklega enn óvæntari. „Flestir bjuggust við að þýska liðið kæmist í sinn fjórða úrslitaleik í röð, en tvö búlgörsk mörk á þremur mínútum seint í leiknum gerðu þær vonir að engu. Verst að Búlgarar fögnuðu sigrinum sem heimsmeistarar væru, duttu í það og voru úti á þekju í lokaleikjunum tveimur.“ Óvæntustu úrslitin KOMU Á ÓVART Búlgarir, með Hristo Stoichkov í broddi fylkingar, komu á óvart með því að komast í undanúrslit á HM í Bandaríkjunum árið 1994. „Jorge Campos, hinn lítríki markvörður Mexíkómanna sem lék á HM í Banda- ríkjunum 1994 og HM í Frakklandi 1998, ber vafalaust ábyrgð á eftir- minnilegasta búningnum í HM, enda treysti hann á að sóknarmennirnir fengju ofbirtu í augun af búningun- um hans,“ segir Örn Úlfar Sævarsson, starfsmaður Fítón og Gettu betur- dómari. Eftirtektarverðasti búningurinn Minningar um HM Til að þreyja þorrann meðan beðið er eftir HM í Suður-Afríku, sem hefst eftir nítján daga, bað Kjartan Guðmundsson nokkra valinkunna andans menn og konur um að rifja upp eftirminnilegar stundir frá HM. LITRÍKUR Jorge Campos var markverður markvörður sem hannaði sína eigin búninga á HM svo eftir var tekið. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Að mati tónlistarmannsins Ólafs Josephssonar, sem einnig gengur undir nafninu Stafrænn Hákon, er lið Brasilíu- manna á HM í Mexíkó árið 1986 það besta í sögu HM. „Ég gleymi seint þessari heims- meistarakeppni sem átti sér stað á sama tíma og ég tók í fyrsta skipti þátt í Tommamótinu í Eyjum,“ segir Ólafur. „Við ÍR-ingarnir gistum í Barnaskólanum í Vestmannaeyjum og maður var alltaf að stelast til að kíkja á leikina niðri í anddyri. Lið Brasilíu var hreinlega skipað ofurmönnum á borð við Sókrates, Eder, Zico, Careca og fleiri snillinga. Eftirminnilegast er þegar Sókrates tók víti án atrennu, magnað verkfæri sem hvern ungan fótboltasnáða dreymdi um að geta framkvæmt eins listilega. Þeir voru svo slegnir út af Frökkum, sem voru mikil vonbrigði,“ segir Ólafur. Besta liðið FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A FP KOLLEGAR Frakkar slógu Brasilíumenn út í vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó 1986 í einum eftirminnilegasta fótboltaleik allra tíma. Hér sjást miðvall- armeistararnir Alemao og Platini, en sá franski átti 31 árs afmæli þennan dag. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A FP FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A FP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.