Fréttablaðið - 22.05.2010, Síða 86

Fréttablaðið - 22.05.2010, Síða 86
54 22. maí 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is 20 DAGAR Í HM Hornamaðurinn frábæri, Guðjón Valur Sigurðsson, spilar vænt- anlega ekki handbolta aftur fyrr en undir lok ársins en hann þurfti að fara í aðra aðgerð á hné í gær. Sama hnéð var skorið upp í febrúar síðastliðnum. Sú aðgerð skilaði ekki tilætluðum árangri og því þurfti Guðjón að leggjast aftur undir hnífinn. „Fyrri aðgerðin var ekki eins stór en sú aðgerð virkaði bara því miður ekki. Aðgerðin núna var því talsvert stærri en það þurfti að setja tvær skrúfur í hnéð meðal annars og svo þurfti einnig að færa hnéskel- ina aðeins til,“ segir Guðjón Valur en hann verður á sjúkrahúsinu fram á sunnudag. „Ég vildi ekki pína mig í gegnum enn eitt tímabilið með mikla hnéverki. Ég var líka orðinn mjög slæmur og líkaminn sagði bara ekki meir karlinn minn. Ég fékk nóg af verkjum eftir EM og það varð bara að gera þessa aðgerð,“ segir Guðjón og viðurkennir að vissulega sé þetta talsvert áfall fyrir sig að vera svona lengi frá. „Þetta er ekkert auðvelt. Það var ekkert auðvelt að fylgjast með af hliðarlínunni þegar liðið var að spila stóra leiki í vetur. Ég verð samt að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum mér og spyrja hversu mikil hjálp hefði verið í mér í þessu ástandi,“ segir Guðjón sem er ávallt jákvæður þrátt fyrir áföll. „Ég get sett mér önnur markmið og lífið býður sem betur fer upp á meira en handbolta. Ég á tvö börn sem minna mig reglulega á það,“ segir Guðjón sem vonast til þess að mæta afar sterkur til leiks eftir fimm til sex mánuði. „Læknirinn minn er algjör snillingur. Hann segir að þetta sé það sem hnéð vildi og hafi beðið um. Hann er viss um að ég geti spilað aftur og það verkjalaus. Það væri frábært.“ GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON: VERÐUR LÍKLEGA FRÁ NÆSTA HÁLFA ÁRIÐ EFTIR AÐRA AÐGERÐ Í GÆR Lífið býður sem betur fer upp á meira en handbolta HANDBOLTI Það er allt undir í Color Line-höllinni í Hamborg í dag þegar heimamenn taka á móti núverandi Þýskalandsmeisturum Kiel í leik sem mun líklega skera úr um það hvort liðið verður Þýskalandsmeist- ari í ár. Þarna mætast tvö bestu lið Þýskalands og þar af leiðandi tvö af bestu liðum heims. Aðeins einu stigi munar á liðunum fyrir leikinn, Hamburg í vil. „Það er ekkert óvenjumikið stress hjá mér. Bara svona eins og venjulega. Þetta leggst ágætlega í mig. Okkur vantar reyndar Kim Andersson og Momir Ilic. Svo er Filip Jicha tæpur en hann spilar. Aðrir eru klárir í slaginn,“ segir Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, við Fréttablaðið en með liði Kiel spil- ar einnig landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson. „Aron spilar í þessum leik. Hann er kannski ekki í standi til þess að spila heilan leik en hann mun lík- lega taka korter og korter.“ Alfreð segir að það sé talsvert meiri pressa á liði Hamburg en Kiel í dag enda hefur Hamburg eytt miklum fjárhæðum á síðustu árum í þeirri von að velta Kiel af stalli í þýsku Bundesligunni. „Þeir verða að vinna leikinn enda eytt ótrúleg- um fjármunum. Það er allt undir hjá þeim en að sjálfsögðu leggjum við líka mikla áherslu á að vinna leikinn. Það er dauðadómur yfir mörgum ef Hamburg tapar leikn- um. Maðurinn sem stendur á bak við liðið hefur eytt 20 milljónum evra á síðustu 5 árum í liðið. Allur árangurinn er svo undir í einum leik þannig að pressan er mikil,“ segir Alfreð og bætir við. „Ef þeir vinna ekki núna, hve- nær ætlar þeir þá að vinna? Þeir héldu öllu sínu liði fyrir tímabil- ið og bættu við sig. Á sama tíma höfum við stokkað upp hjá okkur og verið með marga menn meidda í allan vetur. Frá því í fyrra vantar mig Karabatic, Lövgren og Kavtic- nik,“ segir Alfreð sem er ánægður með veturinn enda hefur hans lið lent í miklum hremmingum. „Við misstum Narcisse lengi í meiðsli, Aron var meiddur, And- ersson hefur verið lengi frá en liðið hefur samt staðið sig frábærlega. Ég er ánægður með tímabilið þrátt fyrir allt.“ Leikurinn hefst klukkan 14.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. - hbg Hamburg tekur á móti Kiel í svo gott sem hreinum úrslitaleik í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik: Dauðadómur yfir mörgum ef Hamborg tapar ÍBYGGINN Alfreð Gíslason er hér á hliðarlínunni með Kiel. Hann verður í beinni á Stöð 2 Sport í dag í stórleik ársins í Þýskalandi. NORDIC PHOTOS/BONGARTS Frakkinn Just Fontaine á enn markametið í einni heims- meistarakeppni en hann skoraði 13 mörk í 6 leikjum á HM í Svíþjóð 1958. Bara heimsmeistarar Brasilíumanna skoruðu fleiri mörk en Fontaine í keppninni og aðeins tveir aðrir hafa náð því að skora yfir tíu mörk í einni HM. Ungverjinn Sandor Kocsis skoraði 11 mörk á HM 1954 og Gerd Muller skoraði 10 mörk á HM 1970. FÓTBOLTI Internazionale og Bayern München geta bæði tryggt sér þrennuna og fullkomið tímabil þegar þau mætast í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer nú í fyrsta sinn fram á laugardegi. Internazionale bætti ítalska meistaratitlin- um við ítalska bikarinn um síðustu helgi og um sömu helgi burstaði Bayern lið Werder Bremen í þýska bikarúrslitaleiknum. Helgina áður hafði Bayern unnið þýsku deildina sem þýðir að liðið getur unnið titil þriðju helgina í röð vinni liðið Internazionale í kvöld. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.45. Liðin mætast á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid. Í báðum liðum eru leik- menn sem var fórnað hjá Real Madrid síðasta sumar, þegar liðið keypti hverja risastjörnuna á fætur annarri, til þess að tryggja að Real Madrid gæti unnið Meistaradeildina á heima- velli. Real Madrid datt hins vegar út í 16 liða úrslitum en þeir Arjen Robben hjá Bayern og Wesley Sneij- der hjá Inter geta báðir stungið upp í sína gömlu vinnuveitendur og kórón- að frábær tímabil sín með sigri í Meistaradeildinni á þeirra gamla heimavelli í Madríd. Inter vann titilinn 1964 og 1965 undir stjórn Hel- enio Herrera en hefur ekki komist í úrslit síðan liðið tapaði fyrir Ajax í úrslitaleiknum 1972. Mourinho hefur verið líkt við Herrera í ítölskum fjölmiðlum sem er mik- ill heiður á Ítalíu en þeir eru báðir útlendingar sem hafa komið með öfl- uga taktík inn í ítalska bolt- ann. „Það er allt öðruvísi fyrir Inter að vinna Meistaradeildina en það er fyrir lið eins og Bayern, Barcelona, Manchester United eða Real Madrid. Það væri sérstakt að gera Inter að Evrópumeisturum í nútímafótbolta,“ sagði José Mourinho, þjálfari Internazionale, en hann vann Meistaradeildina með Porto fyrir sex árum. Mourinho hefur í sínu liði Samuel Eto’o sem hefur unnið Meist- aradeildina tvisvar á und- anförnum fjórum árum og skoraði í báðum úrslitaleikjunum. „ Ég veit að það eru þúsund- ir stuðningsmanna Inter sem dreyma um þessa stund. Þetta verður áfram að vera draumur því um leið og þetta verður þráhyggja þá munum við missa af þessu,“ sagði Samuel Eto’o. Stakkaskipti Bayern München undir stjórn Hollendingsins Louis van Gaal hafa verið mögnuð og liðið spilar betur og betur með hverri vikunni. Van Gaal var nærri því rekinn fyrir áramót en nú getur hann unnið fyrstu þrennu félagsins frá upphafi. Bayern vann Meistaradeildina síðast fyrir níu árum. José Mourinho var lærlingur Louis van Gaal hjá Barcelona fyrir meira en áratug. „Við vorum saman í þrjú ár. Hann var frá- bær þjálfari og stóð sig frábærlega við að leik- greina mótherjana. Ég bjóst þó ekki við að hann yrði svona góður knattspyrnustjóri en hann er einn af þeim bestu í heimi í dag,“ sagði Louis van Gaal sem hefur unnið fimmtán stóra titla á móti þrettán titlum hjá Mourinho. Mourinho hefur gagnrýndur fyrir að spila varnarsinnaðan bolta en Louis van Gaal vill hins vegar vinna með því að spila flottan fót- bolta. „Mín heimspeki hefur allt- af verið sú að sækja á andstæð- inginn á fótboltavellinum. Mourinho er meiri varnar- þjálfari sem er hans taktík en hann hefur engu síður fullt af góðum leikmönnum sem geta gert út um leikinn,“ segir Van Gaal. Van Gaal vann Meist- aradeildina með Ajax árið 1995. „Chelsea, Manchester United og Barcelona eru bestu liðin í Evr- ópu en samt sem áður getum við unnið titilinn. Við höfum haft heppnina aðeins með okkur en við eigum þetta samt skilið,“ sagði Van Gaal. ooj@frettabladid.is Hvor verður meistarinn í kvöld? Gerir José Mourinho Internazionale að Evrópumeisturum í fyrsta sinn í 45 ár eða þarf hann að sætta sig við tap fyrir gamla meistara sínum, Louis van Gaal? Inter og Bayern mætast á Santiago Bernabeu í kvöld. FÓTBOLTI Arsenal tilkynnti seinni partinn í dag að félagið væri búið að gera langan samning við franska framherjann Marouane Chamakh. Leikmaðurinn kemur frá Bordeaux. Þessi félagaskipti hafa verið lengi í pípunum og eru nú loksins gengin í gegn. Chamakh, sem er 26 ára gam- all, hefur skorað grimmt fyrir Bordeaux í franska boltanum og mun heldur betur styrkja fram- línu Arsenal. „Við erum í skýjunum með það að hafa fengið Chamakh. Við höfum dáðst að þessum leik- manni í talsverðan tíma og ég veit að hann mun bæta miklum gæðum við okkar leikmannahóp,” sagði Arsene Wenger, stjóri Ars- enal, á heimasíðu félagsins. Chamakh var eftirsóttur af mörgum félögum en vildi alltaf koma til Arsenal. „Það er draumur að rætast hjá mér og ég gæti ekki verið ánægð- ari með að vera kominn til Ars- enal. Ég vildi alltaf spila í ensku úrvalsdeildinni og þar var Arsen- al minn fyrsti kostur því ég hef stutt félagið frá unga aldri,“ sagði Chamakh. - hbg Arsenal fær framherja: Draumur að rætast hjá mér MAROUANE CHAMAKH Samdi við Arsen- al í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY LÆRLING- URINN OG MEISTARINN Jose Mour- inho var aðstoð- armaður Louis van Gaal hjá Barcelona fyrir meira en áratug. MYNDIR/AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.