Fréttablaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 82
50 22. maí 2010 LAUGARDAGUR Hljómsveitirnar Metallica, Megadeth, Slayer og Anth- rax koma fram á tónleikum í Búlgaríu í sumar. Tónleik- arnir verða sýndir í beinni útsendingu víða um heim – meðal annars á Íslandi. Hljómar ótrúlega vel, segir þungarokksspekingurinn Haukur Viðar. „Þetta hljómar kjánalega til að byrja með, en er það ekki vegna þess að þetta er óvenjulegt?“ segir Haukur Viðar Alfreðsson, þunga- rokkssérfræðingur Fréttablaðs- ins. Tónleikar hljómsveitanna Metall- ica, Megadeth, Slayer og Anthrax verða í beinni útsendingu í Samb- íóunum 22. júní í sumar. Tónleik- arnir fara fram í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu og ferðast um gervihnött í bíóhús um allan heim. Haukur Viðar þekkir til hljómsveitanna betur en margir og ætlar ekki að láta sig vanta í sumar. „Það er engin spurning. Svo þegar maður er orðinn gamall fara minningarnar að blekkja mann og maður heldur að maður hafi séð fullt af böndum á tónleikum,“ segir Haukur léttur í lundu. Hann efast þó um að þetta verði sama upplif- un og að vera á staðnum, enda á tæknin eftir að slípa þungarokk- ið til. „Nú eru komnar digital-sýn- ingar og svona þannig að hljóm- urinn verður fyrsta flokks. Þetta er örugglega eins að horfa á DVD í ógeðslega góðu heimabíói,“ segir Haukur. „En þetta hljómar ótrú- lega vel. Spurning hvort þetta gæti verið eitthvað fyrir bönd sem finnst ógeðslega leiðinlegt að túra. Að halda bara eina tónleika í heimaborg sinni og þá klára þeir heimstúrinn á einu kvöldi. Þetta er mjög þægilegt fyrir lata tónlistar- menn.“ Hljómsveitirnar eru allar komn- ar til ára sinna, en samanlagður starfsaldur þeirra spannar yfir 110 ár. En í hvernig formi eru hljóm- sveitirnar þessa dagana? „Ég er búinn að fylgjast með Metallica á túrnum,“ segir Haukur. „Þeir virðast vera í ágætisformi. Ég er ánægður með lögin sem þeir taka. Þeir eru duglegir við að taka alls konar lög og binda sig ekki við einhverja ímyndaða „greatest hits-plötu“.“ Haukur segir erfitt að festa fingur á form Megadeth, enda skiptir forsprakkinn Dave Musta- ine reglulega um hljóðfæraleikara. Þá segir hann Slayer heimsþekkta fyrir að vera pottþétt, en Anthrax þykir honum ekki hafa elst eins vel og hinar hljómsveitirnar þrjár og sparar ekki stóru orðin: „Mér finnst Anthrax ógeðslega hallær- islegt band.“ atlifannar@frettabladid.is Tónleikar með Metallica og Slayer í bíó í sumar METALLICA AFTUR Á ÍSLANDI Samt ekki alveg. Hljómsveitin kom fram í Egilshöll árið 2004. Yfir 18.000 mættu á tónleika sem eru þeir stærstu í Íslandssögunni. Aðdáend- ur geta séð hljómsveitina í bíó í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI POTTÞÉTTIR Kallarnir í Slayer eru þekktir fyrir að vera enn þá gríðarlega þéttir á sviði þrátt fyrir háan aldur. ÖR SKIPTI Megadeth það má gera ráð fyrir að þetta sé ekki sú Megadeth sem við sjáum í bíó í sumar. © IL V A Ís la n d 2 0 10 lau. 10-18 sun. 12-18 mán. - fös. 11-18:30 ILVA kaffi: lau. 10-17 sun. 12-17 mán.-fös. 11-18 s: 522 4500 www.ILVA.is Súpa dagsins kr. 690,- Handverksfólk athugið! Ákveðið hefur verið að halda handverkssýninguna “Arctic Arts & Crafts 2010 “ í Laugardalshöll dagana 28. október til 3. nóvember n.k. Sýningin er jafnframt sölusýning. Sýningin er fyrirhuguð sem gæða handverkssýning þar sem vestnorrænu þjóðirnar eru aðalsýnendur en auk þess að kynna handverk norðurslóða. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni þurfa að fylla út umsóknareyðublað á vefsíðunni www.vestnordencrafts.com og þurfa að fylgja minnst þrjár ljósmyndir af þeim hlutum sem fyrirhugað er að sýna. Umsóknarfrestir eru til 25.júní 2010. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Reyni Adólfssyni með tölvupósti reynir@vestnordencrafts.com eða í síma 896 9400. Undirbúningsnefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.