Fréttablaðið - 22.05.2010, Side 60

Fréttablaðið - 22.05.2010, Side 60
8 matur Erna Kaaber, eigandi veit-ingastaðarins Icelandic fish and chips, er afar hrif- in af ferskvatnsfiski og reynir að borða hann sem oftast yfir sumartímann. „Ég bý svo vel að Aðalbjörn Sigurðsson, frétta- maður á RÚV og vinur minn, er mikill veiðimaður og hann skýtur reglulega að mér góðum feng. Nú síðast fékk ég urriða sem ég ákvað að heilgrilla.“ Erna segir líka hægt að nota sil- ung en hún sker í fiskinn hér og hvar og fyllir hann með sal- víu, hvítlauk, vorlauk og sítr- ónu. „Fyrir þá sem vilja reykt bragð má bæta söx- uðu beikoni í fyllinguna en það fer sérstaklega vel með salvíunni.“ Erna setur fisk- inn beint á grillið en hún segir líka hægt að grilla hann í álpapp- ír. „Það er þægilegt upp á þrif að gera en mér finnst hins vegar voða sjarmerandi að fá grillrendurnar í fiskinn.“ Erna segir heilgrillaðan fisk halda bragðeiginleikum sínum afar vel. „Mér finnst fiskur bestur þegar sem minnst hefur verið átt við hann. Með því að grilla hann heilan helst dásamlegt rakastig í kjötinu.“ Erna fullnýtir fiskinn og segir enga ástæðu til að henda beina- garðinum, roðinu og hausnum. Úr því býr hún til soð sem hún notar síðan í súpur eða sósur. „Það lærði ég af ömmu minni sem átti alltaf til soð og gat því töfrað fram sósur á svipstundu.“ Erna segir vel hægt að grilla hinar ýmsu fisktegundir en ef ekki eigi að heilgrilla þær sé best að velja feitan fisk eins og stein- bít, hlýra, skötusel og löngu. Fiski á borð við þorsk og ýsu þarf hins vegar að pakka inn í álpappír til að hann molni ekki í sundur. Erna er almennt mikil fiskkona og lætur nægja að borða kjöt um það bil tvisvar í mán- uði. Hún er afar ánægð með það líf sem er að færast í nágrenni veitingastað- ar hennar við höfnina. Í gömlu verbúðunum við höfnina opnar veitingastaðurinn Höfnin eftir viku og hinn 6. júní opnar fiskmarkaður á svipuðum slóðum. Sjálf er hún alltaf með nýjungar á boðstólum og meðal þeirra má nefna ristaðan humar auk þess sem von er á kræklingaréttum innan skamms. - ve Grillaður Í HEILU LAGI Þegar kemur að grilluðum fiski er Erna Kaaber hrifn- ust af heilgrilluðum ferskvatnsfiski en heilgrillaður heldur fiskurinn bragðeiginleikum sínum einna best. Ernu finnst fiskur bestur þegar sem minnst hefur verið átt við hann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA URRIÐI 1 kg urriði FYLLING 2 shallot-laukar 4 stór hvítlauksrif ½ búnt steinselja 2 beikonsneiðar (má sleppa) ½ búnt salvía 1 sítróna ólífuolía Saxið shallot-laukinn og hvítlaukinn ásamt steinselju og beikoni. Hitið vel undir potti og steikið beikonið létt í um mínútu. Lækk- ið hitann og bætið við shallot-lauk, hvítlauk og steinselju. Hrær- ið vel og steikið þar til laukurinn er gullinn. Takið af hellunni, hrær- ið salv íu saman við og látið kólna. Setjið fyll- inguna inn í brjóst- hol fisksins ásamt sítr- ónusneiðum. Gætið vel að því að fiskurinn sé vel hreinsaður og ekki leynist eftir hluti af innyflum. Ef beikon er í fyllingunni dreifist bragðið vel í kjöt fisks- ins. Ef því er sleppt er betra að stinga í fisk- inn á báðum hliðum og setja svolitla fyll- ingu þar líka. Það er gott að setja fiskinn á þar til gerða fisk- grind og smyrja hana vel með olíu en það má líka vefja hann í álpappír. Grillið fiskinn á hvorri hlið í 5 mín- útur. Berið fram með sítrónubátum, salati, kartöflum, smjörbráð og jógúrtsósu. Saltið og piprið eftir smekk. SMJÖRBRÁÐ 200 gr ósaltað smjör 1 búnt vorlaukur ½ búnt salvía Saxið vorlaukinn og helminginn af salví- unni. Bræðið smjör- ið í potti við miðlungshita og brúnið botn- fallið. Gætið vel að því að smjörið brenni ekki. Það á aðeins að brún- ast og fá í sig mildan karamellukeim. Bætið vorlauk út í og hrærið vel í um mínútu. Bætið þá salvíunni út í og haldið hitanum í hálfa mínútu. Færið pott- inn síðan af hitanum því ef salvian er hituð of lengi missir hún bragðgæði sín. JÓGÚRTSÓSA ½ dós grísk jógúrt 1 hvítlauksrif vorlaukur Rífið hvítlaukinn út í jógúrtina og stelið smá vorlauk úr smjörbráð- inni. Hrærið vel saman og saltið og piprið eftir smekk. SOÐ Í SÚPUR OG SÓSUR beingarður roð fiskhaus 2 hvítlauksrif ½ laukur 2 gulrætur 2 stilkar sellerí smjör 2/3 hvítvínsglas Blandið fiskafgöngun- um saman við græn- metið og léttsteik- ið í smjöri í nokkrar mínútur. Bætið hvít- vínsglasi út í. Hrær- ið vel í um mínútu og bætið þá lítra af vatni saman við. Sjóðið niður um helming. Síið hratið frá, saltið og pipr ið og bætið jafn- vel grænmetisteningi við. Soðið er gott að geyma í kæli og nota sem grunn í súpur eða sósur. HEILGRILLAÐUR URRIÐI Fyrir fjóra A Hollt og gott! Ómótstæðilega góð! Grímur kokkur mælir með: Gott er að bæta út í steiktum humarhölum eftir að búið er að hita súpuna upp. Gott ráð til að gera góða súpu enn betri. 500 ml. Gríms humarsúpa A u g lý s in g a s ím i Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.