Fréttablaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 24
24 22. maí 2010 LAUGARDAGUR M inn agent, Rúnar nokkur Birgis- son, var að pæla í hljómleikum og einhvern veginn lágu saman leiðir þeirra, listahá- tíðarnefndar og hans. Þá kom á daginn að þeir höfðu áhuga á að hafa mig sem íslenskt akt á lista- hátíð og það varð að samkomu- lagi. Svo kom á daginn að prísar hafa stigið svo hrikalega á leigu á Laugardalshöllinni og öllu sem því við kemur, að það er eiginlega vonlaust fyrir aðra en innanhúss- íþróttamenn eða pólitíska flokka að vera þar. Ég tilheyri hvorugum flokknum og verð því í Háskóla- bíói annan í hvítasunnu.“ Megas hefur áður leikið í Háskólabíói, en þeir Bubbi og Hörður Torfa héldu þar alnæm- istónleika árið 1988. Hann segir fáa hafa sótt þá, enda hafi menn óttast að smitast af alnæmi á tón- leikunum. Þeir komu síðar út á myndbandi, en það gekk þó ekki þrautalaust. „Upplagið sem kom á markaðinn reyndist ýmist með okkur í mynd, en hljóð frá einhverri amerískri glæpafilmu, eða með hljóðið frá okkur undir sömu glæpamynd. Einhver þriðjungur af upplaginu var með þetta komplett.“ Kvartett verður kvintett Tónleikarnir í kvöld verða marg- skiptir. Megas hefur leik með rokkbandi, síðan verður hann órafmagnaður, eða því sem næst, þá kemur kór ættaður austan úr sveitum á svið með Megasi. Að hléi loknu leikur strengjakvintett undir með honum, þá tekur hann nokkur órafmögnuð lög á ný og keyrir svo upp kraftinn með rokk- inu að lokum. Megas segir að hann hafi ákveð- ið að færa sum laganna í hátíðar- búning í tilefni Listahátíðarinnar og þannig sé strengjakvintettinn til kominn. „Ég ákvað að hafa þetta í seil- ingarfjarlægð. Rúnar kom fram með það að það væru hægust heimatökin að nýta son minn, Þórð, sem er, andstætt mér, menntað tónskáld. Eiginkona hans er Bryndís Halla þannig að það voru hægust heimatökin að fá hjá honum útsetningar og hún sankaði að sér fiðlumeisturum. Upphaflega var þetta kvartett en úr þessu varð kvintett, bassanum var bætt við.“ Hvað kórinn varðar er þetta sá sami og Megas söng með í Skál- holti fyrir um tíu árum. „Ég kalla þetta alltaf barnakór, vegna þess að þetta var barnakór þegar ég byrjaði að syngja með honum í Skálholti, en það eru liðin um það bil tíu ár síðan þannig að þetta eru engin börn lengur. En það er sama yndislega sándið. Hilmar Örn Agnarson stýr- ir og ég bað þau að hjálpa mér með þriðja hlutann. Ég verð ekki í stórri rullu en ég syng nú með hópnum. Tónarnir voru svo falleg- ir frá stúlkunum að ég vildi trítla sem léttast um því þetta naut sín svo vel.“ Herra Áni Maðkur Árið 1978 gaf Megas út barnaplöt- una Nú er ég klæddur og kominn á ról. Hann segir hugmyndina hafa komið frá Páli Baldvini Baldvins- syni, sem hafi ráðlagt honum að gera eitthvað „karríervænt“. „Ég tók mig til að lagði drög- in að þessari Ódysseifskviðu um daginn hjá barni. Ég studdist við það sem ég upplifði sjálfur og svo hafði ég tvær litlar telpur mér til ráðgjafar um hvað væri enn þá aktúelt. Ég felldi út það sem var komið endanlega út, en bætti við öðru. Ég þekkti til dæmis Ugla sat á kvisti, en hafði ekki þekkingu á því, sem ég lærði í gegnum þessar stelpur, að það endaði með Flints- tone og frú á Freyjugötu þrjú. Ég bætti því náttúrulega við til að uppdatera.“ Í vor tók Megas síðan þátt í lista- hátíð barna í Listasafni Íslands. Börnin fengu það verkefni að hanna hýbýli hinna ýmsu dýra og varð úr mikið þéttbýli hvar steypi- reiður og kanína bjuggu hlið við hlið. Megas samdi síðan lög sem flutt voru á hátíðinni. „Ég var fenginn til að vera svona vox animale, að túlka hug- myndir dýranna. Ég hreifst mjög mikið af þessu, að vera svolít- ið frjáls með dýrin, svo ég útbjó maðkkríuna, sem er bæði kría og ánamaðkur. Ég gerði lag um hana út frá hennar sjónarmiðum. Svo er til kvæðið Heiðlóan eftir Jónas Hallgrímsson, sem endar nú held- ur illa, alla étið hafði þá, hrafn fyrir hálfri stundu. Ég bjó því til haflóuna. Haflóan lifir yfir sjáv- arhveli jarðar og þar gerir hún sér hreiður í skýjunum og þar er eng- inn hrafn til að angra hana.“ Til að ná til barnanna gerði Megas persónur úr dýrunum. Til dæmis söng hann um Herra Ána Maðk og frú Ánu og lagði áherslu á að það væru grimm öfl í veröld- inni sem tækju þessi þarfadýr og notuðu til annarra nytja en upp- haflega stóð til. „Hilmar Örn Hilmarsson gerði sándskeip á bak við músík frá mér. Hann var að tala um að hann þyrfti að bæta sitt karma varð- andi ánamaðka, því hann hefði verið svo mikið í að tína þá og selja veiðimönnum. Hann hafði vont karma og ætlaði að bæta fyrir með því að lýsa því nærgæt- ið hvað ánamaðkurinn heyrði og því sem hann skynjaði þegar hann var að skríða um.“ Lögin urðu sjö og Megas segir að mögulega komi þau út á hljóm- plötu, ásamt einþáttungum og fleiru sem í boði var á hátíðinni. Vakna ekki alltaf átta Megas hefur verið mjög virkur undanfarin ár og því liggur beint við að spyrja hvort hann sé alltaf að semja. „Ég vakna nú ekki alltaf átta á morgnana og vinn til tólf á mið- nætti, en það er alltaf eitthvað að gerast í kollinum. Þetta er bara lífsstíll til að lifa af, til að forðast krabbamein sem menn fá í hugs- unina. Þá losnar maður við bögg- ið með því að gera texta eða lag. Svo verður að hafa í huga að láta grasið ekki gróa of hátt undir ilj- unum á sér.“ Mögulega kemur út plata í sumar, en Megas vill lítið um hana tala. Nokkrar hugmynd- ir séu til að lögum en menn eigi eftir að fara í eigin þrælkunar- búðir og ljúka þeim. En semur hann þannig með hljómsveitinni eða sækir hann í lagabanka? „Oftast er ég með lagabanka, en oft eru í þeim banka lög sem ég hef ekki nennt að fullgera. Það er kannski einhver hugmynd sem ég er ekki búinn að útfæra til hlítar og þegar ég tek hana með mér í stúdíó þá set ég á mig pressu. Það er gjarnan þannig að þá fullgerast lögin sem hafa legið fyrir í grófri mynd í bankanum. Bankinn hýsir bæði fullgerða hluti og eitthvað sem við myndum kalla ófullgerða hluti. Svo eru í þessum banka lög sem eru samin kannski fyrir löngu síðan og ekki þykja boðleg. Svo tek ég þau kannski upp einhverj- um árum seinna og þá allt í einu smellur allt saman. Það er eins og þá hafi lögin gerjast og eru tilbúin nokkrum árum seinna, hafa unnið sér þegnrétt og eru nothæf. Þannig var með nokk- ur lög á píanóplötu okkar Jóns Ólafssonar. Þar voru lög sem ég hafði alveg stimplað út af. Ég var búinn að klára þau, hver nóta var á sínum stað og hvert atkvæði, en mér fannst það bara ekki ganga upp. Svo líða ár og ég kíki á þetta aftur og þá allt í einu hefur eitt- hvað gerst.“ Ekkert færari iðnaðarmaður Fyrsta lagið sem Megas samdi var Gamli sorrí Gráni, en þá var hann rétt skriðinn á annan tuginn í aldri. Gráni á sér fyrirmynd. Í Öskjuhlíð var gamall jálkur í skúr og þeir félagarnir léku sér að því að ríma um hann. Eins og hver annar iðnaðarmaður Megas hefur verið iðinn undanfarin ár og gefið út fjölda hljómplatna. Hann leikur á tónleikum í Háskólabíói á annan í hvíta- sunnu en það er stærsta innlenda atriðið sem er í boði á Listahátíð í ár. Megas ræddi við Kolbein Óttarsson Proppé um tónleik- ana, tíundastökk og lögin sem koma úr djúpinu og eru honum vörn gegn krabbameini í hugsun en verða svo öðrum brúkshlutir. ÚR DJÚPUNUM Megas segir lög sín koma úr djúpunum og þræða rænuna og lógíska hugsun. Hann semur oftast í kollinum og skrifar lögin fullbúin á blað. Hann leikur á tónleikum Listahátíðar annan í hvítasunnu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þetta er bara lífsstíll til að lifa af, til að forðast krabbamein sem menn fá í hugsunina. Þá losnar maður við böggið með því að gera texta eða lag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.