Fréttablaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 94
62 22. maí 2010 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. smæl, 6. frá, 8. kraftur, 9. nögl, 11. voði, 12. glæsibíll, 14. gleði, 16. 950, 17. útsæði, 18. drulla, 20. stöðug hreyfing, 21. könnun. LÓÐRÉTT 1. innsigli, 3. guð, 4. stormur, 5. berja, 7. hraðstreymi, 10. hætta, 13. útdeildi, 15. fræ, 16. gums, 19. kyrrð. LAUSN LÁRÉTT: 2. bros, 6. af, 8. afl, 9. kló, 11. vá, 12. kaggi, 14. unaðs, 16. lm, 17. fræ, 18. aur, 20. ið, 21. próf. LÓÐRÉTT: 1. lakk, 3. ra, 4. ofviðri, 5. slá, 7. flaumur, 10. ógn, 13. gaf, 15. sæði, 16. lap, 19. ró. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Á Seyðisfirði. 2 Kjartan Henry Finnbogason. 3 Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir. „Þetta er afturför,“ segir Bjarni Felixson, sem er hættur að lýsa leikjum úr íslenska fótboltanum á Rás 2. „Íþróttir og íþróttalýsing- ar virðast vera algjörlega á und- anhaldi í útvarpinu og meira að segja í fréttum líka, því miður,“ segir Bjarni. 42 ár eru liðin síðan Bjarni byrj- aði að lýsa enska boltanum í Sjón- varpinu og síðan þá hefur hann lýst hinum ýmsum íþróttaviðburð- um, þar á meðal íslenska boltanum á sumrin. En núna er rödd Bjarna þögnuð á RÚV og hljóta það að teljast viss vatnaskil í íslenskri íþrótta- og fjölmiðlasögu. Hann viðurkennir að þetta séu viðbrigði fyrir sig eftir öll þessi ár og hefði sjálfur viljað halda áfram að lýsa leikjum fyrir Íslendinga vítt og breitt um landið. Bjarni er þó ekki alveg af baki dottinn því KR-útvarpið hefur fal- ast eftir kröftum hans. „Þeir töl- uðu við mig í vor og ég lofaði að þegar ég myndi hætta myndi ég sennilega hjálpa þeim eitthvað. Ég verð að efna það,“ segir hann. Svo gæti einnig farið að Bjarni lýsti einum leik fyrir Selfoss-útvarp- ið en sonur hans Gísli Felix býr á Selfossi. „Sonur minn nefndi það við mig en ég veit ekki hversu mikil alvara er í því. Það getur vel verið að ég taki Selfoss-KR í Sel- foss-útvarpinu ef Guð lofar. Bæði Selfyssingar og KR-ingar hafa allavega manndóm í að halda úti svona lýsingum.“ En hvernig líst „Rauða ljóninu“ á sína menn í KR í sumar? „Illa. Mér leist vel á þá í deildarbikarn- um. Ég sá þá vinna FH en skildi svo ekkert í því að þeir skyldu ekki vinna Hauka. Ég skil það ekki enn. En við sjáum til, þetta er rétt að byrja.“ freyr@frettabladid.is BJARNI FELIXSON: RAUÐA LJÓNIÐ FÆRIR SIG UM SET Snýr sér að KR-útvarpinu eftir 42 ára starf hjá RÚV BJARNI FELIXSON Bjarni ásamt Álfheiði Gísladóttur, konu sinni, á 110 ára afmæli KR. Hann er hættur að lýsa íslenska boltanum á Rás 2 og ætlar þess í stað að lýsa fyrir KR-útvarpið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fyrsta golfmót félags- manna í Bandalagi íslenskra listamanna fer fram á sunnu- daginn. Skrán- ingin er nokkuð góð þótt hæfileikarnir séu misjafnir eins og skráð forgjöf gefur til kynna. Þannig eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkonan snjalla, skráð með 36 í forgjöf og Hjálmtýr Heiðdal heimildarmyndagerðarmaður með 20,1. Sálarfélagarnir Stefán Hilmarsson og Friðrik Sturluson eru einnig skráðir á mótið sem fer fram á Nesvellinum og hefst klukkan níu að morgni. Stefán hefur löngum þótt lunkinn golfari og er skráð- ur með 15,3 í forgjöf. Friðrik stendur honum hins vegar ögn að baki, hann er með 28,3. Hins vegar er ekki vitað um neinn golfáhuga hjá öðrum meðlimum Sálarinnar. Sá sem er hins vegar með bestu forgjöfina í flokki leikara er Gunn- ar Hansson. Hann er skráður með átta í forgjöf. Þetta kemur kannski ekki mörgum á óvart enda lék Gunnar í auglýsingum fyrir GSÍ fyrir nokkrum árum þar sem hann fór yfir vallarreglur og annað tengt þessari vin- sælu íþrótt. Gunnar mun eflaust heyja harða baráttu í höggleiknum við annan þjóðþekkta leikara, nefnilega Arnar Jónsson en sá er með 9,9 í forgjöf. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir Aldur: 37 ára. Starf: Útvarpskona og FM-hnakki. Fjölskylda: Einstæð með þrjú börn. Þau heita: Brynjar Logi, 7 ára, Arnar Már, 12 ára, og Ásgeir Eðvarð 14 ára. Foreldrar: Hjördís Sigurðardóttir og Ásgeir Hjörleifsson. Búseta: Í Fossvoginum í Reykjavík. Stjörnumerki: Fiskur. Ásdís er nýjasti liðsmaðurinn í morgun- þætti Svala á FM 957 „Þetta hlýtur að vera toppurinn á tilverunni, að vera í mynd með Matt Damon sem sýnd er í Cannes,“ segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason. Hann er hluti af viðmælendateymi heimildarmyndarinn- ar Inside Job eftir Charles Ferguson sem vakið hefur mikla athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Mynd- in fjallar um það mikla fjármálahrun sem átti sér stað með falli bandarísku bankanna árið 2008. Þulur myndarinnar er áðurnefndur Damon, stórstjarna frá Hollywood, en meðal annarra sem Ferguson ræddi við og birtast í myndinni eru Eliot Spitzer, fyrrver- andi borgarstjóri New York, George Soros, valda- mikill ungverskur fjárfestir og Dominique Strauss- Kahn, forstjóri AGS auk Gylfa Zoëga hagfræðings. Andri segist ekki geta ímyndað sér, miðað við alla þá miklu höfðingja sem teknir eru tali í myndinni, að hann sé mikið í mynd. „Kannski þrjátíu sekúndur. Ekki meira. Ég var bara beðinn um að lýsa því hvað gerðist á Íslandi og gerði það. Ég fékk aldrei að sjá hvernig þetta leit út, veit raunar ekkert hvað ég segi í þessari mynd.“ Eftir því sem erlendir fréttamiðlar greina frá byrjar myndin á Íslandi en færir sig síðan vestur um haf. Andri segir jafnframt að leik- stjórinn hafi fest kaup á nokkrum þyrlu- skotum af Íslandi sem notuð voru í heim- ildarmyndinni Draumalandið. - fgg Andri í umdeildri heimildarmynd MERKILEGUR HÓPUR Andri Snær Magnason rithöfundur og Gylfi Zoëga eru í ansi merkilegum hópi í heimildarmyndinni Inside Job eftir Charles Ferguson sem slegið hefur í gegn á kvik- myndahátíðinni í Cannes. „Ég skulda kroppnum örugglega fimmtíu tíma af svefni, hef líklega sofið í mesta lagi þrjá tíma á dag að undanförnu,“ segir kaffihúsaeig- andinn Friðrik Weisshappel í Kaupmannahöfn. Eins og Fréttablaðið greindi frá leikur stað- ur Friðriks, Laundromat, stórt hlutverk í nýj- ustu sjónvarpsþáttaröð danska ríkissjónvarps- ins, Lykke. Ein af persónum þáttarins vinnur á staðnum og tökulið þáttarins hertók staðinn í vikunni. Lykke er framleitt af sömu aðilum og er ábyrgt fyrir smellum á borð við Örninn og Forbrydelsen en þátturinn á að vera næsti smellur danska ríkissjónvarpsins Tökuliðið var að störfum í þrjá daga og Friðrik segist kannski hafa ætlað sér einum of mikið til að hafa hann sem flottastan fyrir sjónvarpið. „Ég fór í endurbætur sem áttu að taka sex mánuði en gerði þær á einni viku,“ segir Friðrik og viðurkennir að hann sé voðalega glaður að tökunum sé lokið. „En þetta gekk allt saman vel og var alveg rosalega skemmtilegt og það er fyrir mestu,“ en Laundromat mun sjást vel í fyrstu fjórum þáttunum. „Síðan eru á dag- skrá fleiri upptökur í júní eða júlí og það er bara skemmtilegt. En núna er gott að þetta er yfirstaðið.“ - fgg Friðrik Weisshappel að þrotum kominn ERFITT EN GAMAN Friðrik Weisshappel er alveg uppgefinn eftir heimsókn tökuliðs danska sjónvarpsþáttarins Lykke sem hertók Laundromat í vikunni. Fleiri tökur eru á dagskrá í júní og júlí. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.