Fréttablaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 28
28 22. maí 2010 LAUGARDAGUR að fara í 100 prósent og skera svo tvö núll aftan af, líkt og gert hafði verið við krón- una. Valgarður Guðjónsson, síðar söngvari Fræbbblanna, var einn af forkólfum flokks- ins. Í sama viðtali við Fréttablaðið árið 2006 sagði hann hápunktinn líklega hafa verið myndskeið þar sem líkt var eftir atriði úr sjónvarpsþætti með Nixon, hvar hann gekk með hund niðri á strönd til að mýkja almenningsálitið. „Við reyndum að semja við köttinn minn um að vera með Stefáni Karli Guðjónssyni, sem var oddviti listans, í myndatöku niðri við Skítalækinn í Kópavogi. Við náðum myndinni á endanum en hún náði sem sagt jafn lítilli samúð með Stebba eins og Nixon hafði fengið úr sínum æfingum.“ Gróska í sveitarstjórnum Sveitarstjórnarkosningar eru frjórri vett- vangur fyrir grínframboð en kosningar til Alþingis. Nokkur slík hafa komið fram á undanförnum árum. Árið 1998 tóku ungir drengir í Hafnar- firði sig til og buðu fram Tónlistann. Meðal stefnumála var að reisa risastóra styttu af Kristjáni Arasyni og að fá háhyrninginn Keikó í Hafnarfjörð. Tónlistinn hlaut ekki brautargengi. Tveimur árum áður hafði listi mennta- skólanema á Ísafirði náð þeim einstaka árangri að fá tvo menn kjörna í bæjarstjórn. Listinn fékk 18,2 prósent atkvæða og litlu munaði að hann yrði stærsti flokkurinn, en næststærstur varð hann. Árið 1998 léku ungir Austfirðingar sama leik og buðu fram Biðlistann í kosningum í Fjarðabygg og Helgi Seljan náði inn í bæj- arstjórn. Þá er rétt að nefna að listamaðurinn Snorri Ásmundsson stóð fyrir framboðinu Vinstri hægri snú árið 2004. Það hefur stundum vafist fyrir framboð- um hvort um grín eða alvöru er að ræða. Það sést best á Besta flokknum, umræðan um grín eða ekki hefur skotið upp kollinum á ný. Öfgasinnaðir jafnaðar- menn eru tilbúnir, að uppfylltum þessum skil- yrðum, að vinna með hvaða stjórn- málamönn- um sem er, nema Hall- dóri Blöndal. M örgum er kosningaréttur- inn heilagur og hátíðleg stund að fara í kjörklef- ann. Sérstaklega átti það við fyrr á tíð, en hátíð- leikinn er fráleitt horf- inn. Kjörsókn hefur alltaf verið mikil hér á landi og hafa margir tengt það sjálfstæðis- baráttunni; þjóðin hafi verið svo stolt yfir nýfengnum réttindum að hún hélt þau mjög í heiðri. Hver sem ástæðan er voru stjórn- mál og kosningar alvörumál. Raunar má segja að það hafi ekki verið fyrr en samfélagsgerðin fór að riðlast almennt að slíkir vindar blésu um stjórn- málin einnig. Frelsishugmyndir sjöunda áratugarins náðu inn í stjórnmálabarátt- una og 68-kynslóðin margumrædda vildi öðruvísi stjórnmál. Það braust út í Fram- boðsflokknum sem bauð fram í kosningun- um 1971. Flokkurinn sló algerlega nýja tón í stjórnmálaumræðu þess tíma. Forystumenn hans gerðu óspart grín að öðrum flokkum og sneru út úr tilsvörum leiðtoga þeirra. Það þótti enn meiri nýlunda þar sem form- legheit réðu öllu í stjórnmálum þess tíma. Stjórnmálaumræður einkenndust af mið- aldra körlum í jakkafötum, jafnvel með hatta, sem reyktu vindla og þéruðu hver annan. Það að vera með spaug og spé í slík- um umræðum var óþekkt. Tvö árið 1979 Framboðsflokkurinn, eða O-flokkurinn, gat ekki af sér fjöldann allan af afkvæm- um. Forsvarsmenn hans vilja þó meina í dag að flokkurinn hafi brotið blað í stjórnmála- sögunni með því að draga úr hátíðleikanum. Hvort það er rétt, eða hvort úr hátíðleika stjórnmálanna dró í takt við annað í sam- félaginu, skal ósagt látið. Árið 1979 fetuðu ungir menn hins vegar í fótspor O-flokksins, en það ár var hægt að velja á milli tveggja grínframboða. Hinn flokkurinn barst fyrir því að íslenski hest- urinn yrði færður heim og bændur fengju rétt til þess að rækta gras. Útþenslustefnu Færeyinga var einnig harðlega mótmælt. Valið var á milli frambjóðenda í vítaspyrnu- keppni. Helgi Friðjónsson var einn af þeim sem voru í forsvari fyrir flokkinn og í samtali við Fréttablaðið árið 2006 sagði hann menn hafa viljað hrista upp í hlutunum. „Þetta var mjög gaman því Sjónvarp- ið þurfti að úthluta okkur tíma, sem þeir gerðu ekki fyrr en við fórum í hart. Þeir vildu meina að við værum ekki alvöru fram- boð. Í útsendingunni gáfum við Steingrími Hermannssyni 25 kerta ljósaperu í þeirri von að það myndi kvikna á henni og Sjálf- stæðisflokkurinn notaði slagorðið „leiftur- sókn“, svo ég gaf Geir Hallgrímssyni hjálm með nefhlíf. Nefhlífina hafði ég jafn stóra hjálminum sjálfum.“ Slagorð flokksins var: Ekki kjósa okkur, kjósið hinn flokkinn. Sama ár kviknaði hugmynd hjá nokkrum menntskælingum í Hamrahlíð sem varð, með viðkomu hjá fleirum, að Sólskins- flokknum með höfuðstöðvar í Kópavogi. Stefnumál flokksins gegnu út á að bæta hag þjóðarinnar með betra veðurfari. Lausnin á verðbólguvandanum, sem var töluverður á þessum árum, skyldi verða að leyfa henni Grín er dauðans alvara Besti flokkurinn hefur komið eins og stormsveipur inn í íslensk stjórnmál. Þótt einhver áhöld séu um hvort grín eða alvara sé á ferð- inni leiðir framboðið hugann ósjálfrátt að þeim framboðum sem rutt hafa brautina hvað grínið varðar. Kolbeinn Óttarsson Proppé leit um öxl og komst að því að síðan Framboðsflokkurinn kom fram virðist sem grínframboð komi fram á um það bil tíu ára fresti. GRÍN GETUR VERIÐ ALVARA Grín hefur verið notað til ádeilu um aldir. Hirðfífl gátu sagt konungum það sem aðrir gátu ekki og trúðar benda oft á það sem aðrir ekki segja. Þessi mótmælandi í Þýskalandi nýtti sér trúðsgervið árið 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Framboðsflokkurinn hristi rækilega upp í stjórnmálunum árið 1971. Tilgangurinn var ekki síst að draga dár að innantómum slagorðum annarra flokka og kjörorðið hans bar keim af því: Skinhelgi, mannhelgi, landhelgi! Kosninga- skrifstofa flokksins var í pósthólfi og heppinn miðaeigandi í kosningahappdrætti hans hlaut gamalt reiðhjól í fyrsta vinning. Skjálfandi flokkar Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþing- is, var einn af forsvarsmönnum flokksins. Í samtali við Fréttablaðið árið 2006 sagði hún framboðið hafa verið ádeilu á aðra flokka og þeir hafi verið mjög skjálfandi yfir því. „Við hittust á kaffihúsum og líka í Norræna húsinu. Þar var setið yfir því að semja stefnuskrá og semja ræður fyrir framboðsfundi. Eitt málið hjá okkur var að hafa hringveg í hverju kjördæmi af því að það minnti á listabókstafinn okkar O en þá voru hinir flokkarnir með á stefnuskrá sinni að ljúka við hringveginn. Ég var í þriðja sæti eða kvenna- sætinu af því að þá komust engar konur hærra á lista hjá gömlu flokkunum. Margir kynntust vel í þessu starfi og þetta var mjög gaman. Ég kynntist manninum mínum til dæmis. Gömlu flokkarnir voru alveg skjálfandi því þeir vissu ekkert hvað var þarna á ferðinni. Þetta var alltaf mjög alvöruþrungið hjá okkur þó við værum að gera grín. Þeir hringdu meira að segja og báðu okkur að koma í gömlu flokkana. Í sjónvarpinu voru allir svo hræddir um að við myndum syngja en í staðinn fórum við með þulu sem endaði svona: „Þó þjóðarskút- an sé næstum sokkin, það bjargast er kýstu Framboðsflokkinn.“ Hræðsla við árangur Þetta var fyrir daga skoðanakannana og þegar nær dró kosningum urðu margir flokksmenn logandi hræddir um að framboðinu mundi ganga of vel. Sumir fóru reyndar að máta sig við þingmanninn, en það vill oft henda grínfram- boð að alvaran tekur yfir ef hyllir í árangur. Svo rammt kvað að óttanum að síðustu dagana hvöttu margir flokksmenn félaga til að kjósa sig alls ekki. Á kjördag kusu þeir margir hverjir ekki flokkinn, til þess að draga úr líkum á góðu gengi hans. SKINHELGI, MANNHELGI, LANDHELGI! LEIÐTOGINN Gunnlaugur Ástgeirsson skipaði efsta sæti O-listans. Merki flokksins var einfalt, hringur myndaður með þumli og vísifingri. ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.