Fréttablaðið - 22.05.2010, Side 72

Fréttablaðið - 22.05.2010, Side 72
40 22. maí 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. VICTOR HUGO (1802-1885) LÉST ÞENNAN DAG. „Ég elska alla menn sem hugsa, jafnvel þá sem hugsa öðruvísi en ég.“ Victor Hugo var franskur rit- höfundur. Verk hans snertu á helstu málefnum og stefnum í stjórnmálum og list á ævi- ferli hans. Þau þekktustu eru Vesalingarnir og Hringjarinn í Notre-Dame. MERKISATBURÐIR 1133 Sæmundur fróði Sigfús- son andast. 1702 Erindisbréf er gefið út vegna gerðar manntals á Íslandi. 1921 Fyrstu hljómsveitartón- leikar eru haldnir á Ís- landi. 1952 Fyrstu trén í Kjarnaskógi við Akureyri eru gróður- sett. 1971 Fyrstu orlofshús opinberra starfsmanna eru tekin í notkun í Munaðarnesi í Borgarfirði. 1990 Norður- og Suður-Jemen á Arabíuskaganum sam- einast. 2008 Eurobandið tekur þátt í forkeppni Eurovision. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi var vígð 22. maí 1954 og það ár hófst framleiðsla áburðar hér á landi. Í fyrstu var bara um eina tegund að ræða, það var köfnunarefnisáburðurinn Kjarni og var köfnunarefnið unnið úr andrúmsloftinu. Fram- leiðslugetan var 24 þúsund tonn á ári. Verksmiðjan fékk rafmagn úr Írafossvirkjun í Soginu því á þeim tíma var ekki markaður fyrir alla þá raforku sem framleidd var nema að til kæmi stóriðja en bygging Írafossvirkjunar og Áburðarverksmiðjunnar var fjármögnuð með Marshall-aðstoðinni. Áburðarsala ríkisins hafði einkarétt á innflutningi og sölu áburðar. Hún flutti inn steinefnaáburð, þrífosfat og kalí til að blanda með hinum íslenska Kjarna. Rekstur Áburðarverksmiðjunnar og Áburðarsölunnar var fljótlega sameinaður og hafði verksmiðjan einkaleyfi á sölu á áburði á Íslandi til ársins 1995. Þá hafði framleiðslugetan aukist til muna og tegundum fjölgað. ÞETTA GERÐIST: 22. MAÍ 1954 Áburðarverksmiðjan vígð „Á Þjóðminjasafninu eru fastar, stór- ar sýningar en einnig nokkur minni sýningarrými og í þeim rýmum er lagt mikið kapp á að fortíðin mæti nútíðinni. Til að mynda tókum við nýlega niður sýningu um búsáhalda- byltinguna og við setjum alltaf slíkar sýningar upp öðru hvoru,“ segir Þor- björg Gunnarsdóttir, sýningarstjóri í Þjóðminjasafni Íslands. Í síðustu viku var sýningin Klippt og skorið – um skegg og rakstur opnuð í Horninu á 2. hæð safnsins. Á sýningunni gefur að líta ýmislegt tengt skeggi karlmanna og hvernig þetta karlmennskutákn hefur tekið mið af tísku og tíðaranda í gegnum árin. Freyja H. Ómarsdóttir er höf- undur sýningarinnar og segir Þor- björg vinnuna við efnisöflun, sem þær unnu í sameiningu, hafa verið einkar skemmtilega og áhugaverða. „Mikið af mununum á sýningunni eru í eigu Þjóðminjasafnsins, til dæmis margar skemmtilegar ljósmyndir úr Ljósmyndasafni Íslands, en aðra muni fengum við lánaða úr einka- eigu. Meðal þess er stóllinn úr fyrstu íslensku rakarastofunni sem Árni Nikulásson stofnaði árið 1901 með stuðningi Tryggva Gunnarssonar bankastjóri og fleiri aðila. Auk þess heimsóttum við marga rakara sem bæði lánuðu okkur myndir og muni og sögðu okkur skemmtilegar sögur úr fortíðinni, af aðferðum sem voru not- aðar í gamla daga og þar fram eftir götunum,“ segir Þorbjörg. Hún segir athyglisvert að rifja upp tíðarandann eins og hann birt- ist í gegnum skeggtísku hvers tíma. „Gamlar aðferðir og stílar komast reglulega aftur í tísku. Til dæmis er rakhnífur notaður við rakstur hjá Kormáki og Skildi, haldnar eru yfir- varaskeggskeppnir og eins er mun algengara að ungir menn séu með alskegg í dag en verið hefur í árarað- ir. Sjálfri þykir mér vel snyrt skegg flott. Það er ákveðinn karlmennsku- bragur sem fylgir því,“ segir Þor- björg. Sýningin Klippt og skorið kemur til með að standa yfir fram til áramóta og er opin frá klukkan 10 til 17 alla daga. kjartan@frettabladid.is SÝNING KLIPPT OG SKORIÐ Í ÞJÓÐMINJASAFNINU: VAR OPNUÐ Í SÍÐUSTU VIKU Tíðarandinn speglast í skeggi erf idr yk kjur G R A N D Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. Næg bílastæði og gott aðgengi. Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, 105 Rvk. Sími: 514 8000 www. grand.is erfidrykkjur@grand.is Verið velkomin á Grand hótel Afmæli Ætting jum, vinum og öðrum gestum sem tóku þátt í því að halda nítugasta afmælisdag minn hinn 8. maí sl., færi ég hugheilar þakkir fyrir að gera daginn minnisstæðan. Baldur Ingólfsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, Helga Vilmundardóttir Álfhólsvegi 25, lést miðvikudaginn 19. maí á Líknardeildinni í Kópavogi. Útför auglýst síðar. Gunnhildur J. Gunnarsdóttir, Hlífar V. Helgason, Lísa María Hjartardóttir, Sindri Snær Snorrason, Gunnhildur V. Friðriksdóttir, Vilmundur Þorsteinsson, Þorsteinn J. Vilmundarson, Oddur F. Vilmundarson. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður,ömmu og langömmu Theodóru Guðnadóttur, frá Höllustöðum, Reykhólahreppi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilis- ins í Barmahlíð á Reykhólum fyrir góða umönnun. Kristrún Samúelsdóttir Karl I Karlsson Jónas Samúelsson Bergljót Bjarnadóttir Þorgeir Samúelsson Ingvar Samúelsson Björn Samúelsson Ágústa Bragadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður, tengdaföður, afa og langafa, Jóns Gunnars Sigurðssonar Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki á Hrafnistu í Reykjavík fyrir frábæra umönnun. Guðrún Jónsdóttir Stefán Pálsson Ólöf Jónsdóttir Viðar Sigurjónsson Auður Jónsdóttir Kristinn H. Þorsteinsson Ólafur Th. Jónsson Hildur Hansen Geir Hafsteinn Jónsson Mette Helsted Frandsen afabörn og langafabörn. SKEGG Í GEGNUM ÁRIN Þorbjörg segir efnisöflun fyrir sýninguna hafa verið afar skemmtilega og áhugaverða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFMÆLI HAFDÍS HULD ÞRASTAR- DÓTTIR söngkona er 31 árs. NAOMI CAMPBELL fyrirsæta er fertug.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.