Fréttablaðið - 22.05.2010, Síða 36

Fréttablaðið - 22.05.2010, Síða 36
Vorlaukur er heiti sem nær yfir ýmsar tegund- ir lauka, sem eru allir með græn safa- rík blöð og lítinn og mjóan hnúð. Hérlend- is er það yfirleitt notað yfir pípulauk (Allium fis- tulosum) eins og tíðkast í Þýskalandi, Frakklandi og á Bretlandseyjum þar sem hann er af einhverjum ástæðum kenndur við Wales, en ræktun á slíkum lauk til sölu hófst á Íslandi árið 2004. Ferskan lauk má nota allan nema ræturnar í matargerð, en hann er sérlega vin- sæll í matseld víða í Asíu. Vorlaukur, sem er ekki orð- inn mjög stór, er eftirsóttur meðal annars í salöt, hver kyns ídýfur, fylling- ar í kartöflur, súpur, sósur og léttsteikta eða veltisteikta rétti svo fátt eitt sé nefnt. Þess skal getið að vorlaukur þolir steikingu eða suðu illa og því gott að elda hann mjög stutt, steikja hann eða sjóða með í um eina til eina og hálfa mínútu. HRÁEFNIÐ: Vorlaukur KENNDUR VIÐ WALES 1 2 3 1. Vorlaukur er heiti sem nær yfir ýmsar lauktegundir. 2. Hann er vinsæll meðal annars með fiskréttum. 3. Þá er gott að brytja vorlauk niður og setja út í salöt á sumrin. 4. Sömuleiðis er tilvalið að saxa hann niður og nota í alls kyns sósur og ídýfur. 4 margt smátt VARKÁR VIÐ GRILLIÐ Árlega verða eldsvoðar við grill og því ber að fara gætilega við grillið. Þegar kveikt er upp í grillinu er gott að snúa bakinu upp í vindinn og alltaf á að hafa möguleika á að slökkva í grillinu til dæmis með garðslöngu, vatnsfötu eða hand- slökkvitæki. Alltaf á að hafa auga með grillinu þegar það er í notk- un og ekki á að stilla því upp nálægt gluggum því það getur verið hætta á að þeir spryngi. Þá á að gæta þess að vera ekki í fötum sem feykst geta til og þar með kviknað í þeim. FALLEGA FRAMREITT Skemmtilegt ráð við fram- reiðslu matar er að velja föt sem eru litrík eða með fallegum myndum. Gaman getur verið að hafa þau það stór að litirnir eða myndirnar á þeim sjáist auðveldlega og njóti sín sem skreytingar á matarborðinu. GRILLRÁÐ Áður en byrjað er að grilla er góð hugmynd að nudda hálf- um lauk á grillið en það gefur meira bragð af matnum og fyllir loftið grillilmi. Þegar kjöt er grillað verður að muna eftir grilltönginni því ef kjötinu er snúið með gaffli er hætta á að hann skilji eftir sig göt sem getur leitt til þess að kjötið verði þurrt. HOLLT OG GOTT Auðvelt er að grilla grænmeti en fyrst þarf þó að velja rétt grænmeti á grillið. Sniðugt er að velja grænmeti sem inniheldur mikið af vatni, eins og kirsuberja- tómata eða eggaldin. Byrjið á að skera grænmetið í jafna bita en gott getur verið að leggja það í bleyti í hálftíma. Þá er gott að pensla bitana með olíu. Stillið grillið á lágan eða miðlungs hita. Snúið bitunum reglulega og bætið örlítilli olíu við. Þá má taka bitana af grillinu og geyma í fimm mínútur áður en þeir eru bornir fram. HVAÐ ER Í MATINN? Á kynnir skemmtilegan sérvef um matargerð og hagkvæm matarinnkaup. Með því að nota einfalt og skemmtilegt kerfi útbúum við handa þér matseðil eftir þínu höfði. Kynntu þér ótrúlegan fjölda gómsætra uppskrifta á Hvað er í matinn? á ...ég sá það á visir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.