Fréttablaðið - 22.05.2010, Page 43

Fréttablaðið - 22.05.2010, Page 43
SÓLGLERAUGU Þriðjudaga Angelina Jolie sést sjaldan á almannafæri án sólgleraugna. Hvort sem hún notar þau til að verja sig fyrir sólargeislum eða til að fela sig fyrir fólki og fjölmiðlum þá veit hún sínu viti og stígur sjaldan feilspor þegar kemur að vali á réttu gleraugunum. Jolie er með fegurstu konum og á því ekki í vandræðum með að bera hinar ýmsu gerðir og fylgist augljóslega grannt með ríkjandi tískustraum- um. Hún virðist kunna sérstaklega vel við Ray Ban-gleraugun sín eins og eiginmaðurinn Brad Pitt sem skilur þau sjaldnast við sig. Hún sést þó líka skarta Tom Ford og Dolce & Gabbana svo dæmi séu nefnd. vera@frettabladid.is Alltaf með sólgleraugu Þótt Angelina Jolie hafi ekkert að fela þá notar hún sólgleraugu meira en margar aðrar konur. Hún er vandlát og velur aðeins það besta og þjóna gleraugun því hlutverki að fullkomna útlitið. Jolie skartar Dolce & Gabbana í Central Park með börnunum. NORDICPHOTOS/GETTY Flott með Oliver Peoples á nefinu. Ray Ban-gleraugun eru í miklu uppáhaldi hjá Jolie en hún hefur sést skarta þeim við hin ýmsu tækifæri. Tom Ford- sólgleraugun fullkomna útlitið. ® ® Fyrst tískublöðin hafa gefið opinbert leyfi fyrir sólgleraugum frá 1960-1970 er ekki úr vegi fyrir þá sem vilja hafa allt „ekta“ að skoða uppboðsvefinn eBay. Til að mynda stendur nú yfir upp- boð á sólgleraugum á eBay sem voru fram- leidd á þessum árum, og einnig stórum skelja- sólgleraugum frá 1980 sem eru ekki síður móðins. Slóð síðunnar er ebay.com og einfald- ast er að s lá i n n leitarorð- in „sun- glasses“ og ártalið sem óskað er eftir eða árin þar um kring. Það er aldrei að vita hvaða fjársjóðir dúkka upp. - jma Upprunalegu útgáfurnar Það er aldrei að vita nema gleraugu sem þessi finnist á eBay.com Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 RETRÓ gleraugu má meðal annars finna í versluninni Rokk og rósir, Gyllta kettinum og Spúútnik.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.